Miðhálendið verði sett á heimsminjaskrá Svavar Hávarðsson skrifar 19. mars 2016 07:00 Skráning hálendisins á heimsminjaskrá útilokar ekki uppbyggingu. fréttablaðið/vilhelm Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að fela ríkisstjórninni að setja miðhálendi Íslands á yfirlitsskrá yfir heimsminjar UNESCO og fela heimsminjanefnd Íslands að undirbúa umsókn þar að lútandi. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, en meðflutningsmenn eru Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírötum, Róbert Marshall, Bjartri framtíð, Willum Þór Þórsson, Framsóknarflokki, og þau Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Össur Skarphéðinsson, Samfylkingu. Þingvellir og Surtsey eru einu staðirnir á Íslandi á heimsminjaskrá í dag. Í tilkynningu frá Helga Hjörvari segir að það hafi færst í vöxt að stór landsvæði og landslagsheildir séu tilnefnd í stað einstakra afmarkaðra svæða og „eðlilegt að yfirlitsskrá Íslands taki mið af þeirri alþjóðlegu þróun og þess vegna er þingsályktunin lögð fram“. Í greinargerð með tillögunni segir að hin ósnortnu víðerni hálendisins búi yfir margvíslegu og sérstöku náttúrufari og og jarðfræði svæðisins sé einstök á heimsvísu. „Fá mannvirki er að finna á miðhálendinu sem gefur því aukið gildi meðal ósnortinna víðerna. Það felur í sér lífsgæði sem verða æ eftirsóknarverðari í nútímasamfélagi sem er náttúruupplifun, ómenguð af iðn- og tæknivæðingu samfélagsins. Þau mannvirki sem þar eru, svo sem vegir og virkjanir, eiga þó ekki að varna skráningu svæðisins og skráning þess kæmi ein og sér heldur ekki í veg fyrir frekari mannvirkjagerð þar, starf að endurheimt landgæða né nýtingu svæðisins til ferðalaga fólks og veiða, en mundi kalla á skipulag og áætlanir um hvernig Ísland hyggist vernda og hlúa að þeirri einstæðu perlu sem miðhálendið er.“Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars. Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að fela ríkisstjórninni að setja miðhálendi Íslands á yfirlitsskrá yfir heimsminjar UNESCO og fela heimsminjanefnd Íslands að undirbúa umsókn þar að lútandi. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, en meðflutningsmenn eru Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírötum, Róbert Marshall, Bjartri framtíð, Willum Þór Þórsson, Framsóknarflokki, og þau Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Össur Skarphéðinsson, Samfylkingu. Þingvellir og Surtsey eru einu staðirnir á Íslandi á heimsminjaskrá í dag. Í tilkynningu frá Helga Hjörvari segir að það hafi færst í vöxt að stór landsvæði og landslagsheildir séu tilnefnd í stað einstakra afmarkaðra svæða og „eðlilegt að yfirlitsskrá Íslands taki mið af þeirri alþjóðlegu þróun og þess vegna er þingsályktunin lögð fram“. Í greinargerð með tillögunni segir að hin ósnortnu víðerni hálendisins búi yfir margvíslegu og sérstöku náttúrufari og og jarðfræði svæðisins sé einstök á heimsvísu. „Fá mannvirki er að finna á miðhálendinu sem gefur því aukið gildi meðal ósnortinna víðerna. Það felur í sér lífsgæði sem verða æ eftirsóknarverðari í nútímasamfélagi sem er náttúruupplifun, ómenguð af iðn- og tæknivæðingu samfélagsins. Þau mannvirki sem þar eru, svo sem vegir og virkjanir, eiga þó ekki að varna skráningu svæðisins og skráning þess kæmi ein og sér heldur ekki í veg fyrir frekari mannvirkjagerð þar, starf að endurheimt landgæða né nýtingu svæðisins til ferðalaga fólks og veiða, en mundi kalla á skipulag og áætlanir um hvernig Ísland hyggist vernda og hlúa að þeirri einstæðu perlu sem miðhálendið er.“Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars.
Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira