Miðhálendið verði sett á heimsminjaskrá Svavar Hávarðsson skrifar 19. mars 2016 07:00 Skráning hálendisins á heimsminjaskrá útilokar ekki uppbyggingu. fréttablaðið/vilhelm Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að fela ríkisstjórninni að setja miðhálendi Íslands á yfirlitsskrá yfir heimsminjar UNESCO og fela heimsminjanefnd Íslands að undirbúa umsókn þar að lútandi. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, en meðflutningsmenn eru Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírötum, Róbert Marshall, Bjartri framtíð, Willum Þór Þórsson, Framsóknarflokki, og þau Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Össur Skarphéðinsson, Samfylkingu. Þingvellir og Surtsey eru einu staðirnir á Íslandi á heimsminjaskrá í dag. Í tilkynningu frá Helga Hjörvari segir að það hafi færst í vöxt að stór landsvæði og landslagsheildir séu tilnefnd í stað einstakra afmarkaðra svæða og „eðlilegt að yfirlitsskrá Íslands taki mið af þeirri alþjóðlegu þróun og þess vegna er þingsályktunin lögð fram“. Í greinargerð með tillögunni segir að hin ósnortnu víðerni hálendisins búi yfir margvíslegu og sérstöku náttúrufari og og jarðfræði svæðisins sé einstök á heimsvísu. „Fá mannvirki er að finna á miðhálendinu sem gefur því aukið gildi meðal ósnortinna víðerna. Það felur í sér lífsgæði sem verða æ eftirsóknarverðari í nútímasamfélagi sem er náttúruupplifun, ómenguð af iðn- og tæknivæðingu samfélagsins. Þau mannvirki sem þar eru, svo sem vegir og virkjanir, eiga þó ekki að varna skráningu svæðisins og skráning þess kæmi ein og sér heldur ekki í veg fyrir frekari mannvirkjagerð þar, starf að endurheimt landgæða né nýtingu svæðisins til ferðalaga fólks og veiða, en mundi kalla á skipulag og áætlanir um hvernig Ísland hyggist vernda og hlúa að þeirri einstæðu perlu sem miðhálendið er.“Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars. Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að fela ríkisstjórninni að setja miðhálendi Íslands á yfirlitsskrá yfir heimsminjar UNESCO og fela heimsminjanefnd Íslands að undirbúa umsókn þar að lútandi. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, en meðflutningsmenn eru Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírötum, Róbert Marshall, Bjartri framtíð, Willum Þór Þórsson, Framsóknarflokki, og þau Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Össur Skarphéðinsson, Samfylkingu. Þingvellir og Surtsey eru einu staðirnir á Íslandi á heimsminjaskrá í dag. Í tilkynningu frá Helga Hjörvari segir að það hafi færst í vöxt að stór landsvæði og landslagsheildir séu tilnefnd í stað einstakra afmarkaðra svæða og „eðlilegt að yfirlitsskrá Íslands taki mið af þeirri alþjóðlegu þróun og þess vegna er þingsályktunin lögð fram“. Í greinargerð með tillögunni segir að hin ósnortnu víðerni hálendisins búi yfir margvíslegu og sérstöku náttúrufari og og jarðfræði svæðisins sé einstök á heimsvísu. „Fá mannvirki er að finna á miðhálendinu sem gefur því aukið gildi meðal ósnortinna víðerna. Það felur í sér lífsgæði sem verða æ eftirsóknarverðari í nútímasamfélagi sem er náttúruupplifun, ómenguð af iðn- og tæknivæðingu samfélagsins. Þau mannvirki sem þar eru, svo sem vegir og virkjanir, eiga þó ekki að varna skráningu svæðisins og skráning þess kæmi ein og sér heldur ekki í veg fyrir frekari mannvirkjagerð þar, starf að endurheimt landgæða né nýtingu svæðisins til ferðalaga fólks og veiða, en mundi kalla á skipulag og áætlanir um hvernig Ísland hyggist vernda og hlúa að þeirri einstæðu perlu sem miðhálendið er.“Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars.
Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira