Júlíus Vífill á eftirlaunasjóð sem skráður er í Panama Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. apríl 2016 15:12 Segir hann að fyrirkomulag sjóðsins og aðrar upplýsingar liggi fyrir hjá skattayfirvöldum og að allar greiðslur úr honum séu skattskyldar á Íslandi. Vísir / Vilhelm Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur greint frá því að hafa stofnað vörslusjóð sem skráður er í Mið-Ameríkuríkinu Panama. Júlíus Vífill segir að sjóðurinn hafi verið stofnaður í svissneskum banka en að honum hafi verið ráðlagt að skrá stofnun sjóðsins í Mið-Ameríkuríkinu Panama. Tilgangurinn hafi verið að mynda eigin eftirlaunasjóð en að sjóðurinn lúti svipuðu regluverki og sjálfseignarstofnun. Mikið hefur verið rætt um aflandsfélög og eignarhald íslenskra stjórnmálamanna og annarra áhrifamanna í íslensku samfélagi eftir að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra greindi frá því að hún ætti erlent félag sem haldi utan um fjölskylduarf hennar. Þá hefur komið fram að bæði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra Ólöf Nordal innanríkisráðherra hafi verið tengd aflandsfélögum. Vilhjálmur Þorsteinsson sagði einnig af sér embætti gjaldkera Samfylkingarinnar eftir að hafa greint frá eignarhaldi sínu á aflandsfélögum. Segist Júlíus Vífill ekki hafa haft neinar tekjur eða haft heimild til þess að ráðstafa fjármunum úr honum. Segir hann að ef greitt væri úr sjóðnum yrðu greiðslurnar skattskyldar á Íslandi líkt og gerist til dæmis með séreignarsparnaðarreikninga. Að sögn Júlíusar Vífils liggja fyrirkomulag sjóðsins og aðrar upplýsingar fyrir hjá skattayfirvöldum. Biðst hann velvirðingar á því að hafa ekki greint frá tilvist sjóðsins fyrr en nú en hann tekur fram að hann eigi ekki bankareikninga, félög, fasteignir eða aðrar eignir utan Íslands. „Enda þótt þess sé ekki krafist að geta eftirlaunasjóðs í hagsmunagreiningu borgarfulltrúa tel ég, eftir á að hyggja, að betur hefði farið á því og biðst velvirðingar á að hafa ekki gert það,“ segir í yfirlýsingu frá Júlíusi Vífli. Tengdar fréttir Gjaldkeri Samfylkingarinnar á félag í Lúxemborg Vilhjálmur Þorsteinsson segir það ekkert leyndarmál. 30. mars 2016 12:18 Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust? Ótrúverðugt þegar fólk á svona félög en segist ekki ætla sér að hafa neitt hagræði af því, segir fyrrverandi ríkisskattstjóri. 31. mars 2016 10:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira
Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur greint frá því að hafa stofnað vörslusjóð sem skráður er í Mið-Ameríkuríkinu Panama. Júlíus Vífill segir að sjóðurinn hafi verið stofnaður í svissneskum banka en að honum hafi verið ráðlagt að skrá stofnun sjóðsins í Mið-Ameríkuríkinu Panama. Tilgangurinn hafi verið að mynda eigin eftirlaunasjóð en að sjóðurinn lúti svipuðu regluverki og sjálfseignarstofnun. Mikið hefur verið rætt um aflandsfélög og eignarhald íslenskra stjórnmálamanna og annarra áhrifamanna í íslensku samfélagi eftir að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra greindi frá því að hún ætti erlent félag sem haldi utan um fjölskylduarf hennar. Þá hefur komið fram að bæði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra Ólöf Nordal innanríkisráðherra hafi verið tengd aflandsfélögum. Vilhjálmur Þorsteinsson sagði einnig af sér embætti gjaldkera Samfylkingarinnar eftir að hafa greint frá eignarhaldi sínu á aflandsfélögum. Segist Júlíus Vífill ekki hafa haft neinar tekjur eða haft heimild til þess að ráðstafa fjármunum úr honum. Segir hann að ef greitt væri úr sjóðnum yrðu greiðslurnar skattskyldar á Íslandi líkt og gerist til dæmis með séreignarsparnaðarreikninga. Að sögn Júlíusar Vífils liggja fyrirkomulag sjóðsins og aðrar upplýsingar fyrir hjá skattayfirvöldum. Biðst hann velvirðingar á því að hafa ekki greint frá tilvist sjóðsins fyrr en nú en hann tekur fram að hann eigi ekki bankareikninga, félög, fasteignir eða aðrar eignir utan Íslands. „Enda þótt þess sé ekki krafist að geta eftirlaunasjóðs í hagsmunagreiningu borgarfulltrúa tel ég, eftir á að hyggja, að betur hefði farið á því og biðst velvirðingar á að hafa ekki gert það,“ segir í yfirlýsingu frá Júlíusi Vífli.
Tengdar fréttir Gjaldkeri Samfylkingarinnar á félag í Lúxemborg Vilhjálmur Þorsteinsson segir það ekkert leyndarmál. 30. mars 2016 12:18 Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust? Ótrúverðugt þegar fólk á svona félög en segist ekki ætla sér að hafa neitt hagræði af því, segir fyrrverandi ríkisskattstjóri. 31. mars 2016 10:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira
Gjaldkeri Samfylkingarinnar á félag í Lúxemborg Vilhjálmur Þorsteinsson segir það ekkert leyndarmál. 30. mars 2016 12:18
Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08
Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust? Ótrúverðugt þegar fólk á svona félög en segist ekki ætla sér að hafa neitt hagræði af því, segir fyrrverandi ríkisskattstjóri. 31. mars 2016 10:30