Viðreisn tilbúin í kosningar hvenær sem kallið kemur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. apríl 2016 12:45 Fylgi Viðreisnar er nú birt í fyrsta skipti í Þjóðarpúlsi Gallup þar sem það sem mælist meira en verið hefur, eða 2,1 prósent. Ekki er búið að stofna Viðreisn formlega sem stjórnmálaflokk en Benedikt Jóhannesson, sem er í forsvari fyrir hreyfinguna, er afar ánægður með að starfið sé farið að vekja athygli meðal þjóðarinnar. Hann segir innra starfið í fullum gangi og að vel gangi að fá fólks til liðs við Viðreisn. „Við erum á fullu sjálf að vinna í nefndarstarfi inni í Ármúla. Þar eru fjölmargar nefndir í gangi og við erum að skerpa áherslum í málaflokkunum þannig að ég á von á því að við verðum tilbúin með framboð í öllum kjördæmum strax þegar það verður kosið hvort sem að það verður eftir ár eða fyrr,“ segir Benedikt. Benedikt segist telja að ástæðan fyrir því að Viðreisn mælist nú stærri en áður vera þá að hreyfingin hafi verið að færa aukinn kraft í starfið og auka sýnileika sinn. Nú sé verið að undirbúa innviðina áður en að flokkurinn verði formlega stofnaður, sem verði annað hvort í vor eða í haust. Eins og greint hefur verið frá hyggst stjórnarandstaðan leggja fram tillögu um þingrof og kosningar í næstu viku en er Viðreisn klár í kosningar ef þær myndu fara fram á næstu misserum? „Við verðum tilbúin með sterkan málefnapakka bara núna innan örfárra vikna og það er mjög margt gott fólk sem hefur verið að vinna í málefnastarfinu þannig að ég er alveg viss um það að við verðum með afar sterka framboðslista hvenær sem kallið kemur.“ Benedikt segist skynja ástandið í samfélaginu þannig að það sé kallað á nýtt afl sem setji almannahagsmuni framar sérhagsmunum. Þar af leiðandi komi það honum ekki á óvart að Viðreisn sé nú með byr í seglunum. Annars eru afar litlar breytingar á fylgi flokka milli mánaða samkvæmt Þjóðarpúlsinum. Liðlega 36 prósent kysu Pírata ef gengið væri til kosninga í dag, rúmlega 23 prósent Sjálfstæðisflokkinn, liðlega 12 prósent Framsóknarflokkinn og 11 prósent Vinstri græn. Rösklega 9 prósent segjast myndu kjósa Samfylkinguna og rúmlega 3 prósent Bjarta framtíð. Tæplega 10 prósent segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis og nær 11 prósent taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp. Könnunin var gerð dagana 25. febrúar til 30. mars. Heildarúrtakið var 6.900 og var þátttökuhlutfallið 59,5 prósent.fylgi flokkannaCreate line charts Alþingi Tengdar fréttir Viðreisn auglýsir eftir stólum, ísskáp og kaffivél fyrir nýtt húsnæði flokksins Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn mun á næstu dögum opna húsnæði flokksins í Ármúla sem hýsa mun skrifstofu og viðburði á vegum flokksins. 8. febrúar 2016 22:58 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Fylgi Viðreisnar er nú birt í fyrsta skipti í Þjóðarpúlsi Gallup þar sem það sem mælist meira en verið hefur, eða 2,1 prósent. Ekki er búið að stofna Viðreisn formlega sem stjórnmálaflokk en Benedikt Jóhannesson, sem er í forsvari fyrir hreyfinguna, er afar ánægður með að starfið sé farið að vekja athygli meðal þjóðarinnar. Hann segir innra starfið í fullum gangi og að vel gangi að fá fólks til liðs við Viðreisn. „Við erum á fullu sjálf að vinna í nefndarstarfi inni í Ármúla. Þar eru fjölmargar nefndir í gangi og við erum að skerpa áherslum í málaflokkunum þannig að ég á von á því að við verðum tilbúin með framboð í öllum kjördæmum strax þegar það verður kosið hvort sem að það verður eftir ár eða fyrr,“ segir Benedikt. Benedikt segist telja að ástæðan fyrir því að Viðreisn mælist nú stærri en áður vera þá að hreyfingin hafi verið að færa aukinn kraft í starfið og auka sýnileika sinn. Nú sé verið að undirbúa innviðina áður en að flokkurinn verði formlega stofnaður, sem verði annað hvort í vor eða í haust. Eins og greint hefur verið frá hyggst stjórnarandstaðan leggja fram tillögu um þingrof og kosningar í næstu viku en er Viðreisn klár í kosningar ef þær myndu fara fram á næstu misserum? „Við verðum tilbúin með sterkan málefnapakka bara núna innan örfárra vikna og það er mjög margt gott fólk sem hefur verið að vinna í málefnastarfinu þannig að ég er alveg viss um það að við verðum með afar sterka framboðslista hvenær sem kallið kemur.“ Benedikt segist skynja ástandið í samfélaginu þannig að það sé kallað á nýtt afl sem setji almannahagsmuni framar sérhagsmunum. Þar af leiðandi komi það honum ekki á óvart að Viðreisn sé nú með byr í seglunum. Annars eru afar litlar breytingar á fylgi flokka milli mánaða samkvæmt Þjóðarpúlsinum. Liðlega 36 prósent kysu Pírata ef gengið væri til kosninga í dag, rúmlega 23 prósent Sjálfstæðisflokkinn, liðlega 12 prósent Framsóknarflokkinn og 11 prósent Vinstri græn. Rösklega 9 prósent segjast myndu kjósa Samfylkinguna og rúmlega 3 prósent Bjarta framtíð. Tæplega 10 prósent segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis og nær 11 prósent taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp. Könnunin var gerð dagana 25. febrúar til 30. mars. Heildarúrtakið var 6.900 og var þátttökuhlutfallið 59,5 prósent.fylgi flokkannaCreate line charts
Alþingi Tengdar fréttir Viðreisn auglýsir eftir stólum, ísskáp og kaffivél fyrir nýtt húsnæði flokksins Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn mun á næstu dögum opna húsnæði flokksins í Ármúla sem hýsa mun skrifstofu og viðburði á vegum flokksins. 8. febrúar 2016 22:58 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Viðreisn auglýsir eftir stólum, ísskáp og kaffivél fyrir nýtt húsnæði flokksins Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn mun á næstu dögum opna húsnæði flokksins í Ármúla sem hýsa mun skrifstofu og viðburði á vegum flokksins. 8. febrúar 2016 22:58