Viðreisn tilbúin í kosningar hvenær sem kallið kemur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. apríl 2016 12:45 Fylgi Viðreisnar er nú birt í fyrsta skipti í Þjóðarpúlsi Gallup þar sem það sem mælist meira en verið hefur, eða 2,1 prósent. Ekki er búið að stofna Viðreisn formlega sem stjórnmálaflokk en Benedikt Jóhannesson, sem er í forsvari fyrir hreyfinguna, er afar ánægður með að starfið sé farið að vekja athygli meðal þjóðarinnar. Hann segir innra starfið í fullum gangi og að vel gangi að fá fólks til liðs við Viðreisn. „Við erum á fullu sjálf að vinna í nefndarstarfi inni í Ármúla. Þar eru fjölmargar nefndir í gangi og við erum að skerpa áherslum í málaflokkunum þannig að ég á von á því að við verðum tilbúin með framboð í öllum kjördæmum strax þegar það verður kosið hvort sem að það verður eftir ár eða fyrr,“ segir Benedikt. Benedikt segist telja að ástæðan fyrir því að Viðreisn mælist nú stærri en áður vera þá að hreyfingin hafi verið að færa aukinn kraft í starfið og auka sýnileika sinn. Nú sé verið að undirbúa innviðina áður en að flokkurinn verði formlega stofnaður, sem verði annað hvort í vor eða í haust. Eins og greint hefur verið frá hyggst stjórnarandstaðan leggja fram tillögu um þingrof og kosningar í næstu viku en er Viðreisn klár í kosningar ef þær myndu fara fram á næstu misserum? „Við verðum tilbúin með sterkan málefnapakka bara núna innan örfárra vikna og það er mjög margt gott fólk sem hefur verið að vinna í málefnastarfinu þannig að ég er alveg viss um það að við verðum með afar sterka framboðslista hvenær sem kallið kemur.“ Benedikt segist skynja ástandið í samfélaginu þannig að það sé kallað á nýtt afl sem setji almannahagsmuni framar sérhagsmunum. Þar af leiðandi komi það honum ekki á óvart að Viðreisn sé nú með byr í seglunum. Annars eru afar litlar breytingar á fylgi flokka milli mánaða samkvæmt Þjóðarpúlsinum. Liðlega 36 prósent kysu Pírata ef gengið væri til kosninga í dag, rúmlega 23 prósent Sjálfstæðisflokkinn, liðlega 12 prósent Framsóknarflokkinn og 11 prósent Vinstri græn. Rösklega 9 prósent segjast myndu kjósa Samfylkinguna og rúmlega 3 prósent Bjarta framtíð. Tæplega 10 prósent segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis og nær 11 prósent taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp. Könnunin var gerð dagana 25. febrúar til 30. mars. Heildarúrtakið var 6.900 og var þátttökuhlutfallið 59,5 prósent.fylgi flokkannaCreate line charts Alþingi Tengdar fréttir Viðreisn auglýsir eftir stólum, ísskáp og kaffivél fyrir nýtt húsnæði flokksins Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn mun á næstu dögum opna húsnæði flokksins í Ármúla sem hýsa mun skrifstofu og viðburði á vegum flokksins. 8. febrúar 2016 22:58 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Fylgi Viðreisnar er nú birt í fyrsta skipti í Þjóðarpúlsi Gallup þar sem það sem mælist meira en verið hefur, eða 2,1 prósent. Ekki er búið að stofna Viðreisn formlega sem stjórnmálaflokk en Benedikt Jóhannesson, sem er í forsvari fyrir hreyfinguna, er afar ánægður með að starfið sé farið að vekja athygli meðal þjóðarinnar. Hann segir innra starfið í fullum gangi og að vel gangi að fá fólks til liðs við Viðreisn. „Við erum á fullu sjálf að vinna í nefndarstarfi inni í Ármúla. Þar eru fjölmargar nefndir í gangi og við erum að skerpa áherslum í málaflokkunum þannig að ég á von á því að við verðum tilbúin með framboð í öllum kjördæmum strax þegar það verður kosið hvort sem að það verður eftir ár eða fyrr,“ segir Benedikt. Benedikt segist telja að ástæðan fyrir því að Viðreisn mælist nú stærri en áður vera þá að hreyfingin hafi verið að færa aukinn kraft í starfið og auka sýnileika sinn. Nú sé verið að undirbúa innviðina áður en að flokkurinn verði formlega stofnaður, sem verði annað hvort í vor eða í haust. Eins og greint hefur verið frá hyggst stjórnarandstaðan leggja fram tillögu um þingrof og kosningar í næstu viku en er Viðreisn klár í kosningar ef þær myndu fara fram á næstu misserum? „Við verðum tilbúin með sterkan málefnapakka bara núna innan örfárra vikna og það er mjög margt gott fólk sem hefur verið að vinna í málefnastarfinu þannig að ég er alveg viss um það að við verðum með afar sterka framboðslista hvenær sem kallið kemur.“ Benedikt segist skynja ástandið í samfélaginu þannig að það sé kallað á nýtt afl sem setji almannahagsmuni framar sérhagsmunum. Þar af leiðandi komi það honum ekki á óvart að Viðreisn sé nú með byr í seglunum. Annars eru afar litlar breytingar á fylgi flokka milli mánaða samkvæmt Þjóðarpúlsinum. Liðlega 36 prósent kysu Pírata ef gengið væri til kosninga í dag, rúmlega 23 prósent Sjálfstæðisflokkinn, liðlega 12 prósent Framsóknarflokkinn og 11 prósent Vinstri græn. Rösklega 9 prósent segjast myndu kjósa Samfylkinguna og rúmlega 3 prósent Bjarta framtíð. Tæplega 10 prósent segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis og nær 11 prósent taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp. Könnunin var gerð dagana 25. febrúar til 30. mars. Heildarúrtakið var 6.900 og var þátttökuhlutfallið 59,5 prósent.fylgi flokkannaCreate line charts
Alþingi Tengdar fréttir Viðreisn auglýsir eftir stólum, ísskáp og kaffivél fyrir nýtt húsnæði flokksins Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn mun á næstu dögum opna húsnæði flokksins í Ármúla sem hýsa mun skrifstofu og viðburði á vegum flokksins. 8. febrúar 2016 22:58 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Viðreisn auglýsir eftir stólum, ísskáp og kaffivél fyrir nýtt húsnæði flokksins Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn mun á næstu dögum opna húsnæði flokksins í Ármúla sem hýsa mun skrifstofu og viðburði á vegum flokksins. 8. febrúar 2016 22:58