"Öryrkjar hafa ekki nóg til þess að eiga í sig og á og búa bara við fátækt" Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. október 2016 19:15 Formaður Öryrkjabandalagsins segir félagsmálaráðherra hafa farið þvert gegn vilja almannatrygginganefndar og stjórnarliðum með breytingum á lögum um almannatryggingar sem samþykktar voru á Alþingi í þinglok. Þeir sem lifa þurfi á örorkulífeyri frá almannatryggingum líði óboðlega fátækt. Á aðalfundi Öryrkjabandalagsins sem haldinn var í dag voru samþykktar ályktanir um helstu baráttumál félagsins á komandi misserum. Í síðustu viku voru samþykkt lög um breytingar á almannatryggingakerfinu þar sem hlutur öryrkja þótti heldur rýr að mati bandalagsins. Öryrkjabandalagið hefur skipt baráttumálum sínum niður í fimm málaflokka og er þar efst á blaði lífeyrismál örorkulífeyrisþega. Bandalagið vill við einnig lögfesta NPA og bæta enn frekar aðgengi fatlaðra að samfélaginu. Styrkja menntakerfið og svo sömuleiðis heilbrigðiskerfið þar sem lögð er áhersla á heilbrigðisþjónusta verði gjaldfrjáls. „Staða örorkulífeyrisþega er þannig í dag að þeir sem þurfa að lifa á þessum örorkulífeyri frá almannatryggingum, þeir hafa alls ekki nóg til þess að eiga í sig og á og búa bara við fátækt,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins. Á aðalfundinum í dag voru samþykktar ályktanir sem jafnframt eru áskoranir til nýrrar ríkisstjórnar sem tekur við völdum eftir kosningar í lok mánaðarins. „Við tölum ekki síður til kjósenda og hvetjum þá til þess að horfa til mannréttinda og að þeir kjósi betra samfélag fyrir alla,“ segir Ellen. Ellen segir að sú breyting sem gerð hafi verið á lögum um almannatryggingakerfið og voru samþykkt fyrir þinglok hafi staða öryrkja lítið sem ekkert breyst. Fulltrúi frá Öryrkjabandalaginu hafi setið í almannatrygginganefnd í þrjú ár þar sem hann hafi lagt áherslu á mál bandalagsins. Niðurstaða nefndarinnar í vinnu við frumvarpið hafi svo verið önnur en bandalagið batt vonir um. Ráðherra hafi svo tekið ákvörðun um að fara allt aðra leið en nefndin og stjórnarliðar vildu fara þar sem var skýr samstaða um að svokölluð "sérstök framfærslu uppbót", sem skerðir atvinnutekjur krónu á móti krónu, yrði látin víkja „Ráðherra fór hins vegar skýrt og klárt þá leið að festa þessa sérstöku framfærslu uppbót enn frekar í sessi,“ segir Ellen. Kosningar 2016 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Sjá meira
Formaður Öryrkjabandalagsins segir félagsmálaráðherra hafa farið þvert gegn vilja almannatrygginganefndar og stjórnarliðum með breytingum á lögum um almannatryggingar sem samþykktar voru á Alþingi í þinglok. Þeir sem lifa þurfi á örorkulífeyri frá almannatryggingum líði óboðlega fátækt. Á aðalfundi Öryrkjabandalagsins sem haldinn var í dag voru samþykktar ályktanir um helstu baráttumál félagsins á komandi misserum. Í síðustu viku voru samþykkt lög um breytingar á almannatryggingakerfinu þar sem hlutur öryrkja þótti heldur rýr að mati bandalagsins. Öryrkjabandalagið hefur skipt baráttumálum sínum niður í fimm málaflokka og er þar efst á blaði lífeyrismál örorkulífeyrisþega. Bandalagið vill við einnig lögfesta NPA og bæta enn frekar aðgengi fatlaðra að samfélaginu. Styrkja menntakerfið og svo sömuleiðis heilbrigðiskerfið þar sem lögð er áhersla á heilbrigðisþjónusta verði gjaldfrjáls. „Staða örorkulífeyrisþega er þannig í dag að þeir sem þurfa að lifa á þessum örorkulífeyri frá almannatryggingum, þeir hafa alls ekki nóg til þess að eiga í sig og á og búa bara við fátækt,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins. Á aðalfundinum í dag voru samþykktar ályktanir sem jafnframt eru áskoranir til nýrrar ríkisstjórnar sem tekur við völdum eftir kosningar í lok mánaðarins. „Við tölum ekki síður til kjósenda og hvetjum þá til þess að horfa til mannréttinda og að þeir kjósi betra samfélag fyrir alla,“ segir Ellen. Ellen segir að sú breyting sem gerð hafi verið á lögum um almannatryggingakerfið og voru samþykkt fyrir þinglok hafi staða öryrkja lítið sem ekkert breyst. Fulltrúi frá Öryrkjabandalaginu hafi setið í almannatrygginganefnd í þrjú ár þar sem hann hafi lagt áherslu á mál bandalagsins. Niðurstaða nefndarinnar í vinnu við frumvarpið hafi svo verið önnur en bandalagið batt vonir um. Ráðherra hafi svo tekið ákvörðun um að fara allt aðra leið en nefndin og stjórnarliðar vildu fara þar sem var skýr samstaða um að svokölluð "sérstök framfærslu uppbót", sem skerðir atvinnutekjur krónu á móti krónu, yrði látin víkja „Ráðherra fór hins vegar skýrt og klárt þá leið að festa þessa sérstöku framfærslu uppbót enn frekar í sessi,“ segir Ellen.
Kosningar 2016 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Sjá meira