Dreifa hefndarklámi og hafa í hótunum við Emmu Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 14. október 2016 20:00 Emma Holten er 25 ára dönsk baráttukona gegn hefndarklámi . Hún er stödd hér á landi til þess að tala um mikilvægi þess að útrýma ofbeldi gegn konum á netinu. Hún var nítján ára gömul þegar einhver hakkaði sig inn á tölvupóstinn hennar og Facebooksíðu og setti myndir af henni á þekkta síðu fyrir hefndarklám. Sársaukafull reynsla „Þetta var mjög sársaukafull reynsla og mér fannst ég mjög vanmáttug,“ segir Emma. Hún segir það ósköp venjulega menn sem áreiti hana og kúgi vegna myndanna. Jafnvel fjölskyldufeður. „Mér fannst þetta mikið ofbeldi og það var mikið áfall fyrir mig að upplifa að þetta voru frekar venjulegir menn sem stunduðu þetta á sínum venjulegu Facebook-síðum, að senda þessi skilaboð, þeir höfðu ekki einu sinni fyrir því að gera þetta undir nafnleynd. Sumir þeirra fjölskyldufeður.“Sneri vörn í sókn Emma ákvað að snúa vörn í sókn og kom á fót verkefninu Consent. Hún lét þekktan ljósmyndara taka af sér nektarmyndir sem hún birti á eigin forsendum. Verkefnið kom af stað byltingu gegn hefndarklámi. „Ég skammaðist mín ekki fyrir það sem hafði komið fyrir mig og mér fannst ekki að ég ætti að gera það og mér fannst þetta sannarlega ekki mér að kenna.“Fékk grófa hótun í gær Sex árum síðar verður hún enn fyrir áreiti vegna myndanna. Hún segir okkur frá grófri hótun sem hún fékk í gær. „Svona hljóðaði hún: Þú ert svo djöfull ógeðsleg. Ég var að sjá að þetta hefði verið sett upp. Viltu senda mér nýjar nektarmyndir, annars hef ég samband við skólann þar sem þú kennir. Ég sé að þú átt 11 þúsund vini á Facebook. Ég er viss um að þeir vildu gjarnan sjá þetta.“ Emma er í ítarlegra viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Áhugasamir geta sótt fyrirlestur hennar sem er haldinn í Brugghúsinu klukkan þrjú á morgun. Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Emma Holten er 25 ára dönsk baráttukona gegn hefndarklámi . Hún er stödd hér á landi til þess að tala um mikilvægi þess að útrýma ofbeldi gegn konum á netinu. Hún var nítján ára gömul þegar einhver hakkaði sig inn á tölvupóstinn hennar og Facebooksíðu og setti myndir af henni á þekkta síðu fyrir hefndarklám. Sársaukafull reynsla „Þetta var mjög sársaukafull reynsla og mér fannst ég mjög vanmáttug,“ segir Emma. Hún segir það ósköp venjulega menn sem áreiti hana og kúgi vegna myndanna. Jafnvel fjölskyldufeður. „Mér fannst þetta mikið ofbeldi og það var mikið áfall fyrir mig að upplifa að þetta voru frekar venjulegir menn sem stunduðu þetta á sínum venjulegu Facebook-síðum, að senda þessi skilaboð, þeir höfðu ekki einu sinni fyrir því að gera þetta undir nafnleynd. Sumir þeirra fjölskyldufeður.“Sneri vörn í sókn Emma ákvað að snúa vörn í sókn og kom á fót verkefninu Consent. Hún lét þekktan ljósmyndara taka af sér nektarmyndir sem hún birti á eigin forsendum. Verkefnið kom af stað byltingu gegn hefndarklámi. „Ég skammaðist mín ekki fyrir það sem hafði komið fyrir mig og mér fannst ekki að ég ætti að gera það og mér fannst þetta sannarlega ekki mér að kenna.“Fékk grófa hótun í gær Sex árum síðar verður hún enn fyrir áreiti vegna myndanna. Hún segir okkur frá grófri hótun sem hún fékk í gær. „Svona hljóðaði hún: Þú ert svo djöfull ógeðsleg. Ég var að sjá að þetta hefði verið sett upp. Viltu senda mér nýjar nektarmyndir, annars hef ég samband við skólann þar sem þú kennir. Ég sé að þú átt 11 þúsund vini á Facebook. Ég er viss um að þeir vildu gjarnan sjá þetta.“ Emma er í ítarlegra viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Áhugasamir geta sótt fyrirlestur hennar sem er haldinn í Brugghúsinu klukkan þrjú á morgun.
Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira