Dreifa hefndarklámi og hafa í hótunum við Emmu Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 14. október 2016 20:00 Emma Holten er 25 ára dönsk baráttukona gegn hefndarklámi . Hún er stödd hér á landi til þess að tala um mikilvægi þess að útrýma ofbeldi gegn konum á netinu. Hún var nítján ára gömul þegar einhver hakkaði sig inn á tölvupóstinn hennar og Facebooksíðu og setti myndir af henni á þekkta síðu fyrir hefndarklám. Sársaukafull reynsla „Þetta var mjög sársaukafull reynsla og mér fannst ég mjög vanmáttug,“ segir Emma. Hún segir það ósköp venjulega menn sem áreiti hana og kúgi vegna myndanna. Jafnvel fjölskyldufeður. „Mér fannst þetta mikið ofbeldi og það var mikið áfall fyrir mig að upplifa að þetta voru frekar venjulegir menn sem stunduðu þetta á sínum venjulegu Facebook-síðum, að senda þessi skilaboð, þeir höfðu ekki einu sinni fyrir því að gera þetta undir nafnleynd. Sumir þeirra fjölskyldufeður.“Sneri vörn í sókn Emma ákvað að snúa vörn í sókn og kom á fót verkefninu Consent. Hún lét þekktan ljósmyndara taka af sér nektarmyndir sem hún birti á eigin forsendum. Verkefnið kom af stað byltingu gegn hefndarklámi. „Ég skammaðist mín ekki fyrir það sem hafði komið fyrir mig og mér fannst ekki að ég ætti að gera það og mér fannst þetta sannarlega ekki mér að kenna.“Fékk grófa hótun í gær Sex árum síðar verður hún enn fyrir áreiti vegna myndanna. Hún segir okkur frá grófri hótun sem hún fékk í gær. „Svona hljóðaði hún: Þú ert svo djöfull ógeðsleg. Ég var að sjá að þetta hefði verið sett upp. Viltu senda mér nýjar nektarmyndir, annars hef ég samband við skólann þar sem þú kennir. Ég sé að þú átt 11 þúsund vini á Facebook. Ég er viss um að þeir vildu gjarnan sjá þetta.“ Emma er í ítarlegra viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Áhugasamir geta sótt fyrirlestur hennar sem er haldinn í Brugghúsinu klukkan þrjú á morgun. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Emma Holten er 25 ára dönsk baráttukona gegn hefndarklámi . Hún er stödd hér á landi til þess að tala um mikilvægi þess að útrýma ofbeldi gegn konum á netinu. Hún var nítján ára gömul þegar einhver hakkaði sig inn á tölvupóstinn hennar og Facebooksíðu og setti myndir af henni á þekkta síðu fyrir hefndarklám. Sársaukafull reynsla „Þetta var mjög sársaukafull reynsla og mér fannst ég mjög vanmáttug,“ segir Emma. Hún segir það ósköp venjulega menn sem áreiti hana og kúgi vegna myndanna. Jafnvel fjölskyldufeður. „Mér fannst þetta mikið ofbeldi og það var mikið áfall fyrir mig að upplifa að þetta voru frekar venjulegir menn sem stunduðu þetta á sínum venjulegu Facebook-síðum, að senda þessi skilaboð, þeir höfðu ekki einu sinni fyrir því að gera þetta undir nafnleynd. Sumir þeirra fjölskyldufeður.“Sneri vörn í sókn Emma ákvað að snúa vörn í sókn og kom á fót verkefninu Consent. Hún lét þekktan ljósmyndara taka af sér nektarmyndir sem hún birti á eigin forsendum. Verkefnið kom af stað byltingu gegn hefndarklámi. „Ég skammaðist mín ekki fyrir það sem hafði komið fyrir mig og mér fannst ekki að ég ætti að gera það og mér fannst þetta sannarlega ekki mér að kenna.“Fékk grófa hótun í gær Sex árum síðar verður hún enn fyrir áreiti vegna myndanna. Hún segir okkur frá grófri hótun sem hún fékk í gær. „Svona hljóðaði hún: Þú ert svo djöfull ógeðsleg. Ég var að sjá að þetta hefði verið sett upp. Viltu senda mér nýjar nektarmyndir, annars hef ég samband við skólann þar sem þú kennir. Ég sé að þú átt 11 þúsund vini á Facebook. Ég er viss um að þeir vildu gjarnan sjá þetta.“ Emma er í ítarlegra viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Áhugasamir geta sótt fyrirlestur hennar sem er haldinn í Brugghúsinu klukkan þrjú á morgun.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira