Íbúar í Mývatnssveit vilja ekki sjá stærra hótel á bakka vatnsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2016 12:30 Íbúar í Reykjahlíð eru margir mjög ósáttir við að tapa útsýni yfir Mývatn. Fréttablaðið/Vilhelm Liðlega tvö hundruð íbúar í Mývatnssveit skrifuðu undir undirskriftalista til lýsa andstöðu sinni við að byggt verði stórt hótel á bakka Mývatns við Hótel Reykjahlíð. Alls skrifuðu 202 íbúar undir listann sem er 66 prósent íbúa á svæðinu en 58, eða 19 prósent, vildu ekki taka þátt. Söfnunin hófst þann 25. júní og lauk í dag þegar Yngvi Ragnar Kristjánsson, oddviti hreppsnefndar tók við undirskriftalistunum úr hendi Ásdísar Illugadóttur. Fréttablaðið greindi frá því í júní að engin sátt ríkti innan Skútustaðahrepps um stækkun Hótels Reykjahlíðar. Þá kom fram að sveitarstjórnin væri klofin í málinu og íbúar lýstu furðu sinni á því að svo virðist sem ákveðið hafi verið að ganga gegn yfirlýstri stefnu sveitarfélagsins um uppbyggingu í Reykjahlíð. Áformaðar nýbyggingar við Hótel Reykjahlíð á vegum Icelandair Hotels eiga að rísa langt innan þess 200 metra verndarsvæðis sem er markað hringinn í kringum vatnið og Laxá allt til ósa Skjálfandafljóts, samkvæmt sérlögum um vernd Mývatns og Laxár. Í tilkynningu frá íbúum vegna undirskriftasöfnunarinn segir að „framkvæmdin gangi gegn anda laga um verndun Mývatns og Laxár. Íbúarnir telja að hún muni spilla útsýni til vatnsins og ímynd sveitarinnar. Samþykkt áformanna skapi hættulegt fordæmi varðandi framkvæmdir á verndarsvæðinu.“ Yngvi Ragnar þakkaði þeim sem stóðu að undirskriftasöfnuninni fyrir að sýna málefnum sveitarfélagsins áhuga og sagði að auðvitað yrði hlustað á það sem verulegur meirihluta íbúanna segði. Textinn sem fólk undirritaði er eftirfarandi: „Við undirrituð, íbúar í Skútustaðahreppi, leggjumst gegn áformaðri byggingu við Hótel Reykjahlíð. Byggingin gengur gegn anda laga um verndun Mývatns og Laxár þar sem 200 metra bakki er friðaður. Hún spillir útsýni til vatnsins og er brot á þeirri reglu að hefja atvinnurekstur ekki vatnsmegin vegar. Þótt talað sé um viðbyggingu er öllum ljóst að hér er annað og meira á ferðinni. Samþykki fyrirliggjandi deiluskipulagstillögu myndi setja hættulegt fordæmi. Við skorum því á sveitarstjórn og skipulagsnefnd að stöðva þegar í stað umfjöllun um hana.“ Tengdar fréttir Fullt tillit tekið til athugasemda landeigenda Byggingaráform Icelandair Hotels um stækkun Hótels Reykjahlíðar hefur tekið verulegum breytingum frá því sem lagt var upp með í upphafi. 11. júní 2016 07:00 Ósáttir við stækkun hótels Áform Icelandair Hotels um að stækka Hótel Reykjahlíð margfalt mæta mikilli óánægju á meðal íbúa. Sveitarstjórnin er klofin í málinu. 9. júní 2016 08:00 Hótel langt innan verndarlínu Margföldun á stærð Hótels Reykjahlíðar, sem Icelandair Hotels áformar, er langt innan verndarlínu sérlaga um vernd Mývatns og Laxár. Umhverfisstofnun setur stranga fyrirvara. Sveitarstjóri segir ekkert hafa verið ákveðið. 4. júní 2016 07:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Liðlega tvö hundruð íbúar í Mývatnssveit skrifuðu undir undirskriftalista til lýsa andstöðu sinni við að byggt verði stórt hótel á bakka Mývatns við Hótel Reykjahlíð. Alls skrifuðu 202 íbúar undir listann sem er 66 prósent íbúa á svæðinu en 58, eða 19 prósent, vildu ekki taka þátt. Söfnunin hófst þann 25. júní og lauk í dag þegar Yngvi Ragnar Kristjánsson, oddviti hreppsnefndar tók við undirskriftalistunum úr hendi Ásdísar Illugadóttur. Fréttablaðið greindi frá því í júní að engin sátt ríkti innan Skútustaðahrepps um stækkun Hótels Reykjahlíðar. Þá kom fram að sveitarstjórnin væri klofin í málinu og íbúar lýstu furðu sinni á því að svo virðist sem ákveðið hafi verið að ganga gegn yfirlýstri stefnu sveitarfélagsins um uppbyggingu í Reykjahlíð. Áformaðar nýbyggingar við Hótel Reykjahlíð á vegum Icelandair Hotels eiga að rísa langt innan þess 200 metra verndarsvæðis sem er markað hringinn í kringum vatnið og Laxá allt til ósa Skjálfandafljóts, samkvæmt sérlögum um vernd Mývatns og Laxár. Í tilkynningu frá íbúum vegna undirskriftasöfnunarinn segir að „framkvæmdin gangi gegn anda laga um verndun Mývatns og Laxár. Íbúarnir telja að hún muni spilla útsýni til vatnsins og ímynd sveitarinnar. Samþykkt áformanna skapi hættulegt fordæmi varðandi framkvæmdir á verndarsvæðinu.“ Yngvi Ragnar þakkaði þeim sem stóðu að undirskriftasöfnuninni fyrir að sýna málefnum sveitarfélagsins áhuga og sagði að auðvitað yrði hlustað á það sem verulegur meirihluta íbúanna segði. Textinn sem fólk undirritaði er eftirfarandi: „Við undirrituð, íbúar í Skútustaðahreppi, leggjumst gegn áformaðri byggingu við Hótel Reykjahlíð. Byggingin gengur gegn anda laga um verndun Mývatns og Laxár þar sem 200 metra bakki er friðaður. Hún spillir útsýni til vatnsins og er brot á þeirri reglu að hefja atvinnurekstur ekki vatnsmegin vegar. Þótt talað sé um viðbyggingu er öllum ljóst að hér er annað og meira á ferðinni. Samþykki fyrirliggjandi deiluskipulagstillögu myndi setja hættulegt fordæmi. Við skorum því á sveitarstjórn og skipulagsnefnd að stöðva þegar í stað umfjöllun um hana.“
Tengdar fréttir Fullt tillit tekið til athugasemda landeigenda Byggingaráform Icelandair Hotels um stækkun Hótels Reykjahlíðar hefur tekið verulegum breytingum frá því sem lagt var upp með í upphafi. 11. júní 2016 07:00 Ósáttir við stækkun hótels Áform Icelandair Hotels um að stækka Hótel Reykjahlíð margfalt mæta mikilli óánægju á meðal íbúa. Sveitarstjórnin er klofin í málinu. 9. júní 2016 08:00 Hótel langt innan verndarlínu Margföldun á stærð Hótels Reykjahlíðar, sem Icelandair Hotels áformar, er langt innan verndarlínu sérlaga um vernd Mývatns og Laxár. Umhverfisstofnun setur stranga fyrirvara. Sveitarstjóri segir ekkert hafa verið ákveðið. 4. júní 2016 07:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Fullt tillit tekið til athugasemda landeigenda Byggingaráform Icelandair Hotels um stækkun Hótels Reykjahlíðar hefur tekið verulegum breytingum frá því sem lagt var upp með í upphafi. 11. júní 2016 07:00
Ósáttir við stækkun hótels Áform Icelandair Hotels um að stækka Hótel Reykjahlíð margfalt mæta mikilli óánægju á meðal íbúa. Sveitarstjórnin er klofin í málinu. 9. júní 2016 08:00
Hótel langt innan verndarlínu Margföldun á stærð Hótels Reykjahlíðar, sem Icelandair Hotels áformar, er langt innan verndarlínu sérlaga um vernd Mývatns og Laxár. Umhverfisstofnun setur stranga fyrirvara. Sveitarstjóri segir ekkert hafa verið ákveðið. 4. júní 2016 07:00