Hótel langt innan verndarlínu Svavar Hávarðsson skrifar 4. júní 2016 07:00 Gamla Hótel Reykjahlíð, og uppbygging nýs hótels, er aðeins 50 metra frá bökkum Mývatns. vísir/Vilhelm „Ég held að það sé alveg ljóst að þessi framkvæmd verður aldrei heimiluð nema fráveitumál hótelsins uppfylli þær kröfur sem um svæðið gilda, annaðhvort verður framkvæmdaaðili því að setja upp hreinsistöð eða hreinlega keyra skólp út af svæðinu,“ segir Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun (UMST), um áform Icelandair Hotels um að margfalda stærð Hótels Reykjahlíðar með tveimur viðbyggingum. Frárennslismál þéttbýlis í Mývatnssveit hafa mikið verið til umræðu síðustu vikurnar vegna óheillaþróunar í lífríki Mývatns. Viðmælendur Fréttablaðsins hafa í tengslum við fréttaflutning um Mývatn lýst furðu sinni og áhyggjum yfir því að til greina komi að reisa nýtt hótel aðeins 30 til 50 metra frá Mývatni. Stórum spurningum eigi eftir að svara er varða lífríki vatnsins og því skjóti það skökku við að byggja svo nærri vatninu. Þessar ábendingar hverfast allar um þá staðreynd að byggingin á að rísa langt innan þess 200 metra verndarsvæðis sem er markað hringinn í kringum vatnið og Laxá allt til ósa Skjálfandafljóts. Byggingarreiturinn sem um ræðir er Mývatnsmegin við þjóðveg 1 og um 30 metra frá vatnsbakkanum. Þar stendur fyrir Hótel Reykjahlíð sem var reist árið 1948. Þéttbýlið í Reykjahlíð er austan við þjóðveginn. Hótelið er nú um 600 fermetrar með níu herbergjum en verður tæplega 3.700 fermetrar með 43 herbergjum gangi þetta eftir – og að því næst verður komist.Jón Óskar Pétursson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, tekur það skýrt fram að það eina sem hafi verið ákveðið varðandi hótelbygginguna af hálfu sveitarfélagsins sé að heimila skipulagsvinnuna. „Það er almennt þannig að Umhverfisstofnun er leyfisveitandi innan verndarlínunnar. En það sem sveitarfélagið gerði, í því ljósi að fyrirtækið [Icelandair Hotels] á þessa lóð, var að samþykkja að hleypa þessu í skipulagsferli. Þannig koma fram athugasemdir og ólík sjónarmið. Við erum ekki að gefa leyfi til að gera eitt eða neitt, einungis að leyfa þeim að hefjast handa við skipulag. Síðan hafa menn sínar skoðanir á þessu og þær geta verið ýmsar,“ segir Jón Óskar. Aðalbjörg Birna segir til viðbótar við kröfur um fráveitumál hótelsins hvað varðar „útlit bygginga og áhrif þeirra á landslag og ásýnd, ásamt áhrifum framkvæmda og reksturs á lífríkið svo nálægt vatninu, þá er það eitthvað sem við munum meta þegar við fáum leyfisumsóknina inn til okkar. Þar munum við m.a. leita til sérfræðinga í lífríkismálum, svo sem Náttúrurannsóknastöðina við Mývatn (RAMÝ) og Náttúrufræðistofnun.“Á verndarsvæði sérlaga Hótel Reykjahlíð er staðsett langt innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár en allar framkvæmdir innan þess eru háðar leyfi Umhverfisstofnunar. Verndarsvæðið er 200 metra breiður bakki meðfram Mývatni öllu og Laxá báðum megin til sjávar. Lífríki Mývatns er undir miklu álagi og breytinga hefur orðið vart í vatninu undanfarin ár og áratugi. Verndarsvæðið hefur verið á rauðum lista Umhverfisstofnunar yfir friðlýst svæði sem eiga á hættu að verndargildi skerðist.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
„Ég held að það sé alveg ljóst að þessi framkvæmd verður aldrei heimiluð nema fráveitumál hótelsins uppfylli þær kröfur sem um svæðið gilda, annaðhvort verður framkvæmdaaðili því að setja upp hreinsistöð eða hreinlega keyra skólp út af svæðinu,“ segir Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun (UMST), um áform Icelandair Hotels um að margfalda stærð Hótels Reykjahlíðar með tveimur viðbyggingum. Frárennslismál þéttbýlis í Mývatnssveit hafa mikið verið til umræðu síðustu vikurnar vegna óheillaþróunar í lífríki Mývatns. Viðmælendur Fréttablaðsins hafa í tengslum við fréttaflutning um Mývatn lýst furðu sinni og áhyggjum yfir því að til greina komi að reisa nýtt hótel aðeins 30 til 50 metra frá Mývatni. Stórum spurningum eigi eftir að svara er varða lífríki vatnsins og því skjóti það skökku við að byggja svo nærri vatninu. Þessar ábendingar hverfast allar um þá staðreynd að byggingin á að rísa langt innan þess 200 metra verndarsvæðis sem er markað hringinn í kringum vatnið og Laxá allt til ósa Skjálfandafljóts. Byggingarreiturinn sem um ræðir er Mývatnsmegin við þjóðveg 1 og um 30 metra frá vatnsbakkanum. Þar stendur fyrir Hótel Reykjahlíð sem var reist árið 1948. Þéttbýlið í Reykjahlíð er austan við þjóðveginn. Hótelið er nú um 600 fermetrar með níu herbergjum en verður tæplega 3.700 fermetrar með 43 herbergjum gangi þetta eftir – og að því næst verður komist.Jón Óskar Pétursson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, tekur það skýrt fram að það eina sem hafi verið ákveðið varðandi hótelbygginguna af hálfu sveitarfélagsins sé að heimila skipulagsvinnuna. „Það er almennt þannig að Umhverfisstofnun er leyfisveitandi innan verndarlínunnar. En það sem sveitarfélagið gerði, í því ljósi að fyrirtækið [Icelandair Hotels] á þessa lóð, var að samþykkja að hleypa þessu í skipulagsferli. Þannig koma fram athugasemdir og ólík sjónarmið. Við erum ekki að gefa leyfi til að gera eitt eða neitt, einungis að leyfa þeim að hefjast handa við skipulag. Síðan hafa menn sínar skoðanir á þessu og þær geta verið ýmsar,“ segir Jón Óskar. Aðalbjörg Birna segir til viðbótar við kröfur um fráveitumál hótelsins hvað varðar „útlit bygginga og áhrif þeirra á landslag og ásýnd, ásamt áhrifum framkvæmda og reksturs á lífríkið svo nálægt vatninu, þá er það eitthvað sem við munum meta þegar við fáum leyfisumsóknina inn til okkar. Þar munum við m.a. leita til sérfræðinga í lífríkismálum, svo sem Náttúrurannsóknastöðina við Mývatn (RAMÝ) og Náttúrufræðistofnun.“Á verndarsvæði sérlaga Hótel Reykjahlíð er staðsett langt innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár en allar framkvæmdir innan þess eru háðar leyfi Umhverfisstofnunar. Verndarsvæðið er 200 metra breiður bakki meðfram Mývatni öllu og Laxá báðum megin til sjávar. Lífríki Mývatns er undir miklu álagi og breytinga hefur orðið vart í vatninu undanfarin ár og áratugi. Verndarsvæðið hefur verið á rauðum lista Umhverfisstofnunar yfir friðlýst svæði sem eiga á hættu að verndargildi skerðist.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira