Búist við frekari seinkunum á Keflavíkurflugvelli í dag sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. apríl 2016 08:44 Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur staðið yfir frá 6. apríl. vísir/gva Unnið er að því að koma flugumferð í samt horf eftir að Keflavíkurflugvelli var lokað í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að búast megi við frekari seinkunum í dag. „Það er möguleiki á einhverjum seinkunum á þessum ferðum sem urðu fyrir áhrifum af þessu yfirvinnubanni. Það er þétt dagskrá hjá þeim vélum en flugfélögin gera sitt besta til þess að ná upp réttri áætlun á sem stystum tíma,“ segir Guðni í samtali við Vísi. Ekkert var lent á Keflavíkurflugvelli á milli klukkan níu í gærkvöldi og til klukkan sjö í morgun. Það hafði áhrif á um tuttugu og fjórar flugferðir um völlin en fyrsta vélin lenti klukkan sjö. „Þetta hefur allt saman gengið rosalega vel. Strax eina mínútu yfir sjö fór allt á fullt þegar morgunvaktin kom og það hafa allir lagt á eitt að láta þetta ganga sem hraðast fyrir sig,“ útskýrir Guðni. Tveimur ferðum flugfélagsins Air Berlin var aflýst vegna yfirvinnubannsins og flugvél frá Icelandair lenti á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi vegna þessa. Guðni segir það eflaust eiga eftir að taka einhvern tíma að koma öllu í samt lag. Alls eru 29 flugferðir á áætlun á Keflavíkurflugvelli á milli klukkan 7 og 8.30. „Vélarnar eru að komast út núna ein af annarri. Þetta eru töluverðar seinkanir bæði inn á völlunn og frá og flugfélögin verða eflaust einhvern tíma að ná að leiðrétta þær. En það hefur gengið ótrúlega vel að afgreiða þennan mikla fjölda sem þarna er.“ Yfirvinnubann flugumferðarstjóra tók gildi 6. apríl síðastliðinn. Lítið hefur miðað í samningaviðræðum þeirra við Isavia og hafa þeir boðað til þjálfunarbanns frá og með 6. maí næstkomandi. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Veruleg röskun á flugi Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra féll áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll niður frá níu í gærkvöldi til sjö í morgun. Vilja kjarabætur umfram SALEK. 29. apríl 2016 07:00 Áhyggjufull vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra Samtök ferðaþjónustunnar segja það óásættanlegt að ferðaþjónustunni sé stefnt í hættu með yfirvinnubanni flugumferðarstjóra. 28. apríl 2016 20:13 Skúli Mogensen: Varhugavert ef starfsstétt nánast lokar landinu Flugumferðarstjórar í verkfalli. 28. apríl 2016 17:04 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Unnið er að því að koma flugumferð í samt horf eftir að Keflavíkurflugvelli var lokað í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að búast megi við frekari seinkunum í dag. „Það er möguleiki á einhverjum seinkunum á þessum ferðum sem urðu fyrir áhrifum af þessu yfirvinnubanni. Það er þétt dagskrá hjá þeim vélum en flugfélögin gera sitt besta til þess að ná upp réttri áætlun á sem stystum tíma,“ segir Guðni í samtali við Vísi. Ekkert var lent á Keflavíkurflugvelli á milli klukkan níu í gærkvöldi og til klukkan sjö í morgun. Það hafði áhrif á um tuttugu og fjórar flugferðir um völlin en fyrsta vélin lenti klukkan sjö. „Þetta hefur allt saman gengið rosalega vel. Strax eina mínútu yfir sjö fór allt á fullt þegar morgunvaktin kom og það hafa allir lagt á eitt að láta þetta ganga sem hraðast fyrir sig,“ útskýrir Guðni. Tveimur ferðum flugfélagsins Air Berlin var aflýst vegna yfirvinnubannsins og flugvél frá Icelandair lenti á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi vegna þessa. Guðni segir það eflaust eiga eftir að taka einhvern tíma að koma öllu í samt lag. Alls eru 29 flugferðir á áætlun á Keflavíkurflugvelli á milli klukkan 7 og 8.30. „Vélarnar eru að komast út núna ein af annarri. Þetta eru töluverðar seinkanir bæði inn á völlunn og frá og flugfélögin verða eflaust einhvern tíma að ná að leiðrétta þær. En það hefur gengið ótrúlega vel að afgreiða þennan mikla fjölda sem þarna er.“ Yfirvinnubann flugumferðarstjóra tók gildi 6. apríl síðastliðinn. Lítið hefur miðað í samningaviðræðum þeirra við Isavia og hafa þeir boðað til þjálfunarbanns frá og með 6. maí næstkomandi.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Veruleg röskun á flugi Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra féll áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll niður frá níu í gærkvöldi til sjö í morgun. Vilja kjarabætur umfram SALEK. 29. apríl 2016 07:00 Áhyggjufull vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra Samtök ferðaþjónustunnar segja það óásættanlegt að ferðaþjónustunni sé stefnt í hættu með yfirvinnubanni flugumferðarstjóra. 28. apríl 2016 20:13 Skúli Mogensen: Varhugavert ef starfsstétt nánast lokar landinu Flugumferðarstjórar í verkfalli. 28. apríl 2016 17:04 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Veruleg röskun á flugi Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra féll áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll niður frá níu í gærkvöldi til sjö í morgun. Vilja kjarabætur umfram SALEK. 29. apríl 2016 07:00
Áhyggjufull vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra Samtök ferðaþjónustunnar segja það óásættanlegt að ferðaþjónustunni sé stefnt í hættu með yfirvinnubanni flugumferðarstjóra. 28. apríl 2016 20:13
Skúli Mogensen: Varhugavert ef starfsstétt nánast lokar landinu Flugumferðarstjórar í verkfalli. 28. apríl 2016 17:04