Búist við frekari seinkunum á Keflavíkurflugvelli í dag sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. apríl 2016 08:44 Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur staðið yfir frá 6. apríl. vísir/gva Unnið er að því að koma flugumferð í samt horf eftir að Keflavíkurflugvelli var lokað í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að búast megi við frekari seinkunum í dag. „Það er möguleiki á einhverjum seinkunum á þessum ferðum sem urðu fyrir áhrifum af þessu yfirvinnubanni. Það er þétt dagskrá hjá þeim vélum en flugfélögin gera sitt besta til þess að ná upp réttri áætlun á sem stystum tíma,“ segir Guðni í samtali við Vísi. Ekkert var lent á Keflavíkurflugvelli á milli klukkan níu í gærkvöldi og til klukkan sjö í morgun. Það hafði áhrif á um tuttugu og fjórar flugferðir um völlin en fyrsta vélin lenti klukkan sjö. „Þetta hefur allt saman gengið rosalega vel. Strax eina mínútu yfir sjö fór allt á fullt þegar morgunvaktin kom og það hafa allir lagt á eitt að láta þetta ganga sem hraðast fyrir sig,“ útskýrir Guðni. Tveimur ferðum flugfélagsins Air Berlin var aflýst vegna yfirvinnubannsins og flugvél frá Icelandair lenti á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi vegna þessa. Guðni segir það eflaust eiga eftir að taka einhvern tíma að koma öllu í samt lag. Alls eru 29 flugferðir á áætlun á Keflavíkurflugvelli á milli klukkan 7 og 8.30. „Vélarnar eru að komast út núna ein af annarri. Þetta eru töluverðar seinkanir bæði inn á völlunn og frá og flugfélögin verða eflaust einhvern tíma að ná að leiðrétta þær. En það hefur gengið ótrúlega vel að afgreiða þennan mikla fjölda sem þarna er.“ Yfirvinnubann flugumferðarstjóra tók gildi 6. apríl síðastliðinn. Lítið hefur miðað í samningaviðræðum þeirra við Isavia og hafa þeir boðað til þjálfunarbanns frá og með 6. maí næstkomandi. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Veruleg röskun á flugi Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra féll áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll niður frá níu í gærkvöldi til sjö í morgun. Vilja kjarabætur umfram SALEK. 29. apríl 2016 07:00 Áhyggjufull vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra Samtök ferðaþjónustunnar segja það óásættanlegt að ferðaþjónustunni sé stefnt í hættu með yfirvinnubanni flugumferðarstjóra. 28. apríl 2016 20:13 Skúli Mogensen: Varhugavert ef starfsstétt nánast lokar landinu Flugumferðarstjórar í verkfalli. 28. apríl 2016 17:04 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklag ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Sjá meira
Unnið er að því að koma flugumferð í samt horf eftir að Keflavíkurflugvelli var lokað í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að búast megi við frekari seinkunum í dag. „Það er möguleiki á einhverjum seinkunum á þessum ferðum sem urðu fyrir áhrifum af þessu yfirvinnubanni. Það er þétt dagskrá hjá þeim vélum en flugfélögin gera sitt besta til þess að ná upp réttri áætlun á sem stystum tíma,“ segir Guðni í samtali við Vísi. Ekkert var lent á Keflavíkurflugvelli á milli klukkan níu í gærkvöldi og til klukkan sjö í morgun. Það hafði áhrif á um tuttugu og fjórar flugferðir um völlin en fyrsta vélin lenti klukkan sjö. „Þetta hefur allt saman gengið rosalega vel. Strax eina mínútu yfir sjö fór allt á fullt þegar morgunvaktin kom og það hafa allir lagt á eitt að láta þetta ganga sem hraðast fyrir sig,“ útskýrir Guðni. Tveimur ferðum flugfélagsins Air Berlin var aflýst vegna yfirvinnubannsins og flugvél frá Icelandair lenti á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi vegna þessa. Guðni segir það eflaust eiga eftir að taka einhvern tíma að koma öllu í samt lag. Alls eru 29 flugferðir á áætlun á Keflavíkurflugvelli á milli klukkan 7 og 8.30. „Vélarnar eru að komast út núna ein af annarri. Þetta eru töluverðar seinkanir bæði inn á völlunn og frá og flugfélögin verða eflaust einhvern tíma að ná að leiðrétta þær. En það hefur gengið ótrúlega vel að afgreiða þennan mikla fjölda sem þarna er.“ Yfirvinnubann flugumferðarstjóra tók gildi 6. apríl síðastliðinn. Lítið hefur miðað í samningaviðræðum þeirra við Isavia og hafa þeir boðað til þjálfunarbanns frá og með 6. maí næstkomandi.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Veruleg röskun á flugi Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra féll áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll niður frá níu í gærkvöldi til sjö í morgun. Vilja kjarabætur umfram SALEK. 29. apríl 2016 07:00 Áhyggjufull vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra Samtök ferðaþjónustunnar segja það óásættanlegt að ferðaþjónustunni sé stefnt í hættu með yfirvinnubanni flugumferðarstjóra. 28. apríl 2016 20:13 Skúli Mogensen: Varhugavert ef starfsstétt nánast lokar landinu Flugumferðarstjórar í verkfalli. 28. apríl 2016 17:04 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklag ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Sjá meira
Veruleg röskun á flugi Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra féll áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll niður frá níu í gærkvöldi til sjö í morgun. Vilja kjarabætur umfram SALEK. 29. apríl 2016 07:00
Áhyggjufull vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra Samtök ferðaþjónustunnar segja það óásættanlegt að ferðaþjónustunni sé stefnt í hættu með yfirvinnubanni flugumferðarstjóra. 28. apríl 2016 20:13
Skúli Mogensen: Varhugavert ef starfsstétt nánast lokar landinu Flugumferðarstjórar í verkfalli. 28. apríl 2016 17:04