Veruleg röskun á flugi Óli Kr. Ármannsson skrifar 29. apríl 2016 07:00 Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra var ekki þjónusta við annað en neyðarflug í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nótt. Fréttablaðið/Stefán Flug lá niðri á Keflavíkurflugvelli frá klukkan níu í gærkvöldi til sjö í morgun vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Það hefur staðið frá sjötta þessa mánaðar. „Það var náttúrlega vitað að það væri tímaspursmál eftir að yfirvinnubannið byrjaði hvenær þessi staða myndi koma upp,“ segir Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Í tilkynningu Isavia ohf., sem rekur flugvellina hér á landi, kemur fram að þjónusta í Keflavík hafi takmarkast við sjúkra- og neyðarflug. „Ástæðan er að tveir flugumferðarstjórar sem áttu að vera á vaktinni í nótt eru veikir og vegna yfirvinnubanns fást ekki flugumferðarstjórar til afleysinga,“ segir þar. Áhrifin nái til 24 flugferða, annars vegar miðnæturflugs til og frá Evrópu og svo morgunflugs frá Norður-Ameríku til Keflavíkurflugvallar og frá Keflavíkurflugvelli til Evrópu. „Að auki mun þetta hafa umtalsverð áhrif til röskunar á áætlun flugfélaganna í framhaldinu.“Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóraSigurjón segir viðræðurnar við Isavia og Samtök atvinnulífsins hafa siglt í strand í síðustu viku. Ríkissáttasemjari hefur boðað næsta fund 9. maí, en fyrir honum liggi ekkert sérstakt. Lögboðið sé í kjaradeilum að boðað sé til fundar á minnst hálfs mánaðar fresti. Þá hefur þjálfunarbanni sem flugumferðarstjórar boðuðu í vikunni að tæki gildi 6. maí næstkomandi verið vísað til Félagsdóms. Þá eru víðar blikur á lofti í kjaraviðræðum sem tengjast flugi. Kjaradeila Félags flugumsjónarmanna er komin á borð ríkissáttasemjara eftir að samningur við Icelandair var felldur í febrúar. Karl Friðriksson, formaður félagsins, segir samninga enn í gangi og ekkert verið ákveðið um aðgerðir þótt þau mál séu í skoðun. Í félaginu séu um 50 manns, en deilan nái bara til starfsmanna Icelandair, sem séu tólf talsins. „Samningar hafa verið lausir síðan í janúar,“ segir Karl, en Icelandair hafi ekkert boðið umfram hækkanir í svonefndu SALEK-samkomulagi. „Og menn eru ekki sáttir við það.“ Komi til aðgerða flugumsjónarmanna muni þær ná til millilandaflugs og mögulega innanlandsflugs hjá Flugfélagi Íslands.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 29. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Flug lá niðri á Keflavíkurflugvelli frá klukkan níu í gærkvöldi til sjö í morgun vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Það hefur staðið frá sjötta þessa mánaðar. „Það var náttúrlega vitað að það væri tímaspursmál eftir að yfirvinnubannið byrjaði hvenær þessi staða myndi koma upp,“ segir Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Í tilkynningu Isavia ohf., sem rekur flugvellina hér á landi, kemur fram að þjónusta í Keflavík hafi takmarkast við sjúkra- og neyðarflug. „Ástæðan er að tveir flugumferðarstjórar sem áttu að vera á vaktinni í nótt eru veikir og vegna yfirvinnubanns fást ekki flugumferðarstjórar til afleysinga,“ segir þar. Áhrifin nái til 24 flugferða, annars vegar miðnæturflugs til og frá Evrópu og svo morgunflugs frá Norður-Ameríku til Keflavíkurflugvallar og frá Keflavíkurflugvelli til Evrópu. „Að auki mun þetta hafa umtalsverð áhrif til röskunar á áætlun flugfélaganna í framhaldinu.“Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóraSigurjón segir viðræðurnar við Isavia og Samtök atvinnulífsins hafa siglt í strand í síðustu viku. Ríkissáttasemjari hefur boðað næsta fund 9. maí, en fyrir honum liggi ekkert sérstakt. Lögboðið sé í kjaradeilum að boðað sé til fundar á minnst hálfs mánaðar fresti. Þá hefur þjálfunarbanni sem flugumferðarstjórar boðuðu í vikunni að tæki gildi 6. maí næstkomandi verið vísað til Félagsdóms. Þá eru víðar blikur á lofti í kjaraviðræðum sem tengjast flugi. Kjaradeila Félags flugumsjónarmanna er komin á borð ríkissáttasemjara eftir að samningur við Icelandair var felldur í febrúar. Karl Friðriksson, formaður félagsins, segir samninga enn í gangi og ekkert verið ákveðið um aðgerðir þótt þau mál séu í skoðun. Í félaginu séu um 50 manns, en deilan nái bara til starfsmanna Icelandair, sem séu tólf talsins. „Samningar hafa verið lausir síðan í janúar,“ segir Karl, en Icelandair hafi ekkert boðið umfram hækkanir í svonefndu SALEK-samkomulagi. „Og menn eru ekki sáttir við það.“ Komi til aðgerða flugumsjónarmanna muni þær ná til millilandaflugs og mögulega innanlandsflugs hjá Flugfélagi Íslands.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 29. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira