Segir ólíklegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins kjósi með þingrofi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 31. mars 2016 07:00 Stjórnarandstaðan lagði á ráðin í gær um að leggja fram tillögu um þingrof í næstu viku. Visir/Vilhelm „Við skulum bara sjá, ég bíð þá eftir að sjá þessa tillögu og ég mun hlusta eftir því hvernig henni er fylgt eftir,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um fyrirætlanir stjórnarandstöðunnar um að leggja til þingrof og að boðað verði til alþingiskosninga. „Það kemur svo sem ekkert á óvart frá stjórnarandstöðunni miðað við þau orð sem hafa fallið undanfarna daga,“ segir hann. Aðspurður segir hann ólíklegt að hans eigin flokksmenn muni stökkva á lestina með stjórnarandstöðunni og kjósa með þingrofi. „Ég hef enga ástæðu til að ætla það,“ segir Bjarni en nokkrir flokksfélaga hans hafa sagt að það hafi skapað stjórnarsamstarfinu óþægindi að forsætisráðherra hafi ekki upplýst um eignir eiginkonu sinnar á Bresku Jómfrúareyjum fyrir síðustu alþingiskosningar. Í fyrradag kom í ljós að Bjarni Benediktsson og Ólöf Nordal innanríkisráðherra hafi áður tengst félögum í skattaskjólum. Stjórnarandstaðan mun leggja til að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundi tafarlaust um tengsl þriggja ráðherra í ríkisstjórninni við aflandsfélög eða skattaskjól og að umboðsmaður Alþingis verði kallaður fyrir nefndina og kannað hvernig hann geti brugðist við. Bjarni á ekki von á því að aðkoma umboðsmanns Alþingis muni draga fleiri upplýsingar fram á sjónarsviðið. „Ég skal ekkert um það segja, ég á ekki von á því sérstaklega,“ segir hann. „Ef fólk sér ástæðu til að virkja kraft stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eða eftir atvikum umboðsmann Alþingis, þá er það sjálfsagt að menn geri það. Ég hef ekkert við það að athuga.“Bjarni segir tillöguna ekki koma sér á óvart.Vísir/PjeturSigmundur Davíð Gunnlaugsson fagnar fyrirætlunum stjórnarandstöðunnar. „Mér líst vel á það ef þau ætla að manna sig upp í að flytja vantrauststillögu þó þau vilji kalla hana öðru nafni. Ef menn eru til í að sjá af tíma þingsins til að ræða árangur þessarar ríkisstjórnar og jafnvel bera hann saman við þá síðustu er ekkert nema gott um það að segja,“ segir Sigmundur. „Við erum sammála um það að ríkisstjórnin er rúin trausti og það er mikilvægt að þjóðin fái að ganga að kjörborðinu og kjósa upp á nýtt,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. „Þjóðin var leynd upplýsingum í aðdraganda síðustu kosninga sem hún á rétt á að séu uppi á borði þegar hún gerir upp hug sinn.“ Ekki liggur fyrir útfærsla á tillögunni, til að mynda með tilliti til þess hvenær ætti að kjósa. „Stóra spurningin sem alþingismenn stjórnarmeirihlutans þurfa að spyrja sig er ekki hvort það sé hægt að berja sig til hlýðni við ríkisstjórnarmeirihlutann heldur hvort þeir séu virkilega á þeim stað að þeir óttist kjósendur sína,“ segir Árni aðspurður hvort að hann telji einhverjar líkur á að þingmenn stjórnarmeirihlutans muni kjósa með þingrofi. Árni Páll segir upplýsingum hafa verið leynt fyrir kjósendum.Vísir/vilhelmÓttarr Proppé formaður Bjartrar Framtíðar segir það falla undir eftirlitshlutverk Alþingis að bregðast við auknu vantrausti í samfélaginu gagnvart ríkisstjórninni. „Við upplifum það allavega að það sé komið djúpt vantraust í samfélaginu gagnvart ríkisstjórninni og forsætisráðherra eftir þær upplýsingar sem komið hafa fram undanfarna daga,“ segir hann og segir enga aðra stöðu í boði en að rjúfa þing og boða til kosninga. Björt Framtíð, Vinstri Græn og Samfylkingin hafa mælst með afar lágt fylgi undanfarna mánuði. Bæði Óttarr og Árni óttast ekki kosningar þrátt fyrir það og Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri Grænna sagði í samtali við Stöð 2 í gærkvöldi að aðstæður einstaka flokka skipti ekki máli í þessu samhengi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 31. mars. Panama-skjölin Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Sjá meira
„Við skulum bara sjá, ég bíð þá eftir að sjá þessa tillögu og ég mun hlusta eftir því hvernig henni er fylgt eftir,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um fyrirætlanir stjórnarandstöðunnar um að leggja til þingrof og að boðað verði til alþingiskosninga. „Það kemur svo sem ekkert á óvart frá stjórnarandstöðunni miðað við þau orð sem hafa fallið undanfarna daga,“ segir hann. Aðspurður segir hann ólíklegt að hans eigin flokksmenn muni stökkva á lestina með stjórnarandstöðunni og kjósa með þingrofi. „Ég hef enga ástæðu til að ætla það,“ segir Bjarni en nokkrir flokksfélaga hans hafa sagt að það hafi skapað stjórnarsamstarfinu óþægindi að forsætisráðherra hafi ekki upplýst um eignir eiginkonu sinnar á Bresku Jómfrúareyjum fyrir síðustu alþingiskosningar. Í fyrradag kom í ljós að Bjarni Benediktsson og Ólöf Nordal innanríkisráðherra hafi áður tengst félögum í skattaskjólum. Stjórnarandstaðan mun leggja til að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundi tafarlaust um tengsl þriggja ráðherra í ríkisstjórninni við aflandsfélög eða skattaskjól og að umboðsmaður Alþingis verði kallaður fyrir nefndina og kannað hvernig hann geti brugðist við. Bjarni á ekki von á því að aðkoma umboðsmanns Alþingis muni draga fleiri upplýsingar fram á sjónarsviðið. „Ég skal ekkert um það segja, ég á ekki von á því sérstaklega,“ segir hann. „Ef fólk sér ástæðu til að virkja kraft stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eða eftir atvikum umboðsmann Alþingis, þá er það sjálfsagt að menn geri það. Ég hef ekkert við það að athuga.“Bjarni segir tillöguna ekki koma sér á óvart.Vísir/PjeturSigmundur Davíð Gunnlaugsson fagnar fyrirætlunum stjórnarandstöðunnar. „Mér líst vel á það ef þau ætla að manna sig upp í að flytja vantrauststillögu þó þau vilji kalla hana öðru nafni. Ef menn eru til í að sjá af tíma þingsins til að ræða árangur þessarar ríkisstjórnar og jafnvel bera hann saman við þá síðustu er ekkert nema gott um það að segja,“ segir Sigmundur. „Við erum sammála um það að ríkisstjórnin er rúin trausti og það er mikilvægt að þjóðin fái að ganga að kjörborðinu og kjósa upp á nýtt,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. „Þjóðin var leynd upplýsingum í aðdraganda síðustu kosninga sem hún á rétt á að séu uppi á borði þegar hún gerir upp hug sinn.“ Ekki liggur fyrir útfærsla á tillögunni, til að mynda með tilliti til þess hvenær ætti að kjósa. „Stóra spurningin sem alþingismenn stjórnarmeirihlutans þurfa að spyrja sig er ekki hvort það sé hægt að berja sig til hlýðni við ríkisstjórnarmeirihlutann heldur hvort þeir séu virkilega á þeim stað að þeir óttist kjósendur sína,“ segir Árni aðspurður hvort að hann telji einhverjar líkur á að þingmenn stjórnarmeirihlutans muni kjósa með þingrofi. Árni Páll segir upplýsingum hafa verið leynt fyrir kjósendum.Vísir/vilhelmÓttarr Proppé formaður Bjartrar Framtíðar segir það falla undir eftirlitshlutverk Alþingis að bregðast við auknu vantrausti í samfélaginu gagnvart ríkisstjórninni. „Við upplifum það allavega að það sé komið djúpt vantraust í samfélaginu gagnvart ríkisstjórninni og forsætisráðherra eftir þær upplýsingar sem komið hafa fram undanfarna daga,“ segir hann og segir enga aðra stöðu í boði en að rjúfa þing og boða til kosninga. Björt Framtíð, Vinstri Græn og Samfylkingin hafa mælst með afar lágt fylgi undanfarna mánuði. Bæði Óttarr og Árni óttast ekki kosningar þrátt fyrir það og Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri Grænna sagði í samtali við Stöð 2 í gærkvöldi að aðstæður einstaka flokka skipti ekki máli í þessu samhengi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 31. mars.
Panama-skjölin Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent