Óttast ekki að leynd verði aflétt af gögnum sem tengjast endurreisn bankanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. mars 2016 14:57 Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. vísir/stefán Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Vinstri grænna, fagnar frumvarpi Framsóknarflokksins sem miðar að því að afnema svokallaða 110 ára reglu reglu en ákvæðið er í upplýsingalögum og felur í sér að 110 ára leynd er yfir skjölum sem hafa að geyma upplýsingar um einkamálefni einstaklings sem enn er á lífi eða ef skjölin varða almannahagsmuni. Meðal gagna sem falla undir ákvæðið eru gögn sem snúa að endurreisn bankanna eftir hrunið og liggja nú í sérstöku herbergi á Alþingi. Þingmenn geta skoðað efni gagnanna einn í einu en óheimilt er að afrita þau með nokkrum hætti eða tjá sig um þau við aðra. Þetta hafa ýmsir gagnrýnt, þar á meðal formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir. Steingrímur segist ekkert óttast það að leynd verði aflétt af gögnunum en hann ræddi málið í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Hann sagði engin sérstök lög eða ákvæði hafa verið sett um meðferð gagna sem tengjast bönkunum eða endurreisn þeirra.„Ekki hef ég beðið um eða staðið fyrir neinni leynd á þessu“ „Ég er mjög hrifinn af því að við reynum að gera allt opinberlegt sem mögulega er hægt og skal ekki standa á mér að vera með Framsókn í því. Ég er bara spenntur að sjá frumvarpið sem þeir ætla að ná þessu fram með vegna þess að ekki hef ég beðið um eða staðið fyrir neinni leynd á þessu. Þvert á móti þá skilaði ég nú til Alþingis ítarlegri skýrslu 2011 um endurreisn bankakerfisins og samninga við gömlu bankana sem þingið fékk um þau mál en ef að menn vilja komast í öll gögn þá er það fínt,“ sagði Steingrímur og bætti við að hann gerði þá ráð fyrir að menn væru að tala um öll gögn sem tengjast bönkunum allt frá einkavæðingu til samninga við kröfuhafa. Þá sagðist hann sérstaklega spenntur að sjá einn nýlegan samning sem gerður var síðastliðið haust.Samkomulag milli aðila að halda samningnum leyndum „Einn nýlegur samningur sem ég væri mjög spenntur að sjá það er sá Icesave samningur sem gerður var í tíð þessarar ríkisstjórnar og er algjörlega leynilegur og enginn hefur fengið að sjá. það er samningur tryggingasjóðsins við Breta og Hollendinga frá því í september um að borga þeim yfir 20 milljarða í viðbót við höfuðstólinn. Þarna er samningur gerður sem ég er ekkert að setja út á, það var verið að klára það mál og losna við málaferli en TIF (Trygggingasjóður innistæðueigenda) semur þarna við bresk og hollensk stjórnvöld. Ég hafði áhuga á að sjá þennan samning og spurðist fyrir um það en mér var sagt nei hann er leynilegur það var samkomulag á milli aðila um að halda honum leyndum,“ sagði Steingrímur. Þarna vísar hann í lok Icesave-málsins en samningar um lokauppgjör þeirra náðist í september í fyrra og var í samræmi við tilskipun um innistæðutryggingar. Í tilkynningu frá Tryggingasjóðnum að fjárhæðin var greidd með hluta þeirra fjármuna sem voru þá þegar til staðar í B-deild sjóðsins en þar eru vistaðir fjármunir sem að mestu leyti var safnað fyrir bankahrunið í október 2008. Viðtalið við Steingrím má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Björgólfur vonar að Icesave-grýlan fái að hvíla óáreitt í gröf sinni Björgólfur Thor Björgólfsson skrifar um endalok Icesave-málsins á heimasíðu sína í dag. 21. september 2015 16:25 Hafa náð samningum um lokauppgjör Icesave-krafna Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tryggingasjóði innstæðueigenda en þar segir að samningurinn feli í sér að sjóðurinn greiddi mótaðilum sínum samtals 20 milljarða íslenskra króna. 18. september 2015 13:52 „Leyndin elur á tortryggni“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur fagnar tillögu um að ákvæði um 110 ára regluna svokölluðu verði fellt úr gildi. 31. mars 2016 12:07 Icesave-kröfurnar voru greiddar í gær Samtals voru greiddar 706 milljónir evra, 374 milljónir punda og 306 milljónir dala. 12. janúar 2016 10:15 Vilja opna leyniherbergið á Alþingi upp á gátt Þingmenn mælast til þess að leynd verði aflétt af skjölum varðandi afhendingu ríkisins á nýju bönkunum í hendur slitastjórna föllnu bankanna. 18. mars 2016 18:30 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Vinstri grænna, fagnar frumvarpi Framsóknarflokksins sem miðar að því að afnema svokallaða 110 ára reglu reglu en ákvæðið er í upplýsingalögum og felur í sér að 110 ára leynd er yfir skjölum sem hafa að geyma upplýsingar um einkamálefni einstaklings sem enn er á lífi eða ef skjölin varða almannahagsmuni. Meðal gagna sem falla undir ákvæðið eru gögn sem snúa að endurreisn bankanna eftir hrunið og liggja nú í sérstöku herbergi á Alþingi. Þingmenn geta skoðað efni gagnanna einn í einu en óheimilt er að afrita þau með nokkrum hætti eða tjá sig um þau við aðra. Þetta hafa ýmsir gagnrýnt, þar á meðal formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir. Steingrímur segist ekkert óttast það að leynd verði aflétt af gögnunum en hann ræddi málið í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Hann sagði engin sérstök lög eða ákvæði hafa verið sett um meðferð gagna sem tengjast bönkunum eða endurreisn þeirra.„Ekki hef ég beðið um eða staðið fyrir neinni leynd á þessu“ „Ég er mjög hrifinn af því að við reynum að gera allt opinberlegt sem mögulega er hægt og skal ekki standa á mér að vera með Framsókn í því. Ég er bara spenntur að sjá frumvarpið sem þeir ætla að ná þessu fram með vegna þess að ekki hef ég beðið um eða staðið fyrir neinni leynd á þessu. Þvert á móti þá skilaði ég nú til Alþingis ítarlegri skýrslu 2011 um endurreisn bankakerfisins og samninga við gömlu bankana sem þingið fékk um þau mál en ef að menn vilja komast í öll gögn þá er það fínt,“ sagði Steingrímur og bætti við að hann gerði þá ráð fyrir að menn væru að tala um öll gögn sem tengjast bönkunum allt frá einkavæðingu til samninga við kröfuhafa. Þá sagðist hann sérstaklega spenntur að sjá einn nýlegan samning sem gerður var síðastliðið haust.Samkomulag milli aðila að halda samningnum leyndum „Einn nýlegur samningur sem ég væri mjög spenntur að sjá það er sá Icesave samningur sem gerður var í tíð þessarar ríkisstjórnar og er algjörlega leynilegur og enginn hefur fengið að sjá. það er samningur tryggingasjóðsins við Breta og Hollendinga frá því í september um að borga þeim yfir 20 milljarða í viðbót við höfuðstólinn. Þarna er samningur gerður sem ég er ekkert að setja út á, það var verið að klára það mál og losna við málaferli en TIF (Trygggingasjóður innistæðueigenda) semur þarna við bresk og hollensk stjórnvöld. Ég hafði áhuga á að sjá þennan samning og spurðist fyrir um það en mér var sagt nei hann er leynilegur það var samkomulag á milli aðila um að halda honum leyndum,“ sagði Steingrímur. Þarna vísar hann í lok Icesave-málsins en samningar um lokauppgjör þeirra náðist í september í fyrra og var í samræmi við tilskipun um innistæðutryggingar. Í tilkynningu frá Tryggingasjóðnum að fjárhæðin var greidd með hluta þeirra fjármuna sem voru þá þegar til staðar í B-deild sjóðsins en þar eru vistaðir fjármunir sem að mestu leyti var safnað fyrir bankahrunið í október 2008. Viðtalið við Steingrím má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Björgólfur vonar að Icesave-grýlan fái að hvíla óáreitt í gröf sinni Björgólfur Thor Björgólfsson skrifar um endalok Icesave-málsins á heimasíðu sína í dag. 21. september 2015 16:25 Hafa náð samningum um lokauppgjör Icesave-krafna Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tryggingasjóði innstæðueigenda en þar segir að samningurinn feli í sér að sjóðurinn greiddi mótaðilum sínum samtals 20 milljarða íslenskra króna. 18. september 2015 13:52 „Leyndin elur á tortryggni“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur fagnar tillögu um að ákvæði um 110 ára regluna svokölluðu verði fellt úr gildi. 31. mars 2016 12:07 Icesave-kröfurnar voru greiddar í gær Samtals voru greiddar 706 milljónir evra, 374 milljónir punda og 306 milljónir dala. 12. janúar 2016 10:15 Vilja opna leyniherbergið á Alþingi upp á gátt Þingmenn mælast til þess að leynd verði aflétt af skjölum varðandi afhendingu ríkisins á nýju bönkunum í hendur slitastjórna föllnu bankanna. 18. mars 2016 18:30 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Björgólfur vonar að Icesave-grýlan fái að hvíla óáreitt í gröf sinni Björgólfur Thor Björgólfsson skrifar um endalok Icesave-málsins á heimasíðu sína í dag. 21. september 2015 16:25
Hafa náð samningum um lokauppgjör Icesave-krafna Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tryggingasjóði innstæðueigenda en þar segir að samningurinn feli í sér að sjóðurinn greiddi mótaðilum sínum samtals 20 milljarða íslenskra króna. 18. september 2015 13:52
„Leyndin elur á tortryggni“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur fagnar tillögu um að ákvæði um 110 ára regluna svokölluðu verði fellt úr gildi. 31. mars 2016 12:07
Icesave-kröfurnar voru greiddar í gær Samtals voru greiddar 706 milljónir evra, 374 milljónir punda og 306 milljónir dala. 12. janúar 2016 10:15
Vilja opna leyniherbergið á Alþingi upp á gátt Þingmenn mælast til þess að leynd verði aflétt af skjölum varðandi afhendingu ríkisins á nýju bönkunum í hendur slitastjórna föllnu bankanna. 18. mars 2016 18:30