Óttast ekki að leynd verði aflétt af gögnum sem tengjast endurreisn bankanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. mars 2016 14:57 Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. vísir/stefán Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Vinstri grænna, fagnar frumvarpi Framsóknarflokksins sem miðar að því að afnema svokallaða 110 ára reglu reglu en ákvæðið er í upplýsingalögum og felur í sér að 110 ára leynd er yfir skjölum sem hafa að geyma upplýsingar um einkamálefni einstaklings sem enn er á lífi eða ef skjölin varða almannahagsmuni. Meðal gagna sem falla undir ákvæðið eru gögn sem snúa að endurreisn bankanna eftir hrunið og liggja nú í sérstöku herbergi á Alþingi. Þingmenn geta skoðað efni gagnanna einn í einu en óheimilt er að afrita þau með nokkrum hætti eða tjá sig um þau við aðra. Þetta hafa ýmsir gagnrýnt, þar á meðal formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir. Steingrímur segist ekkert óttast það að leynd verði aflétt af gögnunum en hann ræddi málið í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Hann sagði engin sérstök lög eða ákvæði hafa verið sett um meðferð gagna sem tengjast bönkunum eða endurreisn þeirra.„Ekki hef ég beðið um eða staðið fyrir neinni leynd á þessu“ „Ég er mjög hrifinn af því að við reynum að gera allt opinberlegt sem mögulega er hægt og skal ekki standa á mér að vera með Framsókn í því. Ég er bara spenntur að sjá frumvarpið sem þeir ætla að ná þessu fram með vegna þess að ekki hef ég beðið um eða staðið fyrir neinni leynd á þessu. Þvert á móti þá skilaði ég nú til Alþingis ítarlegri skýrslu 2011 um endurreisn bankakerfisins og samninga við gömlu bankana sem þingið fékk um þau mál en ef að menn vilja komast í öll gögn þá er það fínt,“ sagði Steingrímur og bætti við að hann gerði þá ráð fyrir að menn væru að tala um öll gögn sem tengjast bönkunum allt frá einkavæðingu til samninga við kröfuhafa. Þá sagðist hann sérstaklega spenntur að sjá einn nýlegan samning sem gerður var síðastliðið haust.Samkomulag milli aðila að halda samningnum leyndum „Einn nýlegur samningur sem ég væri mjög spenntur að sjá það er sá Icesave samningur sem gerður var í tíð þessarar ríkisstjórnar og er algjörlega leynilegur og enginn hefur fengið að sjá. það er samningur tryggingasjóðsins við Breta og Hollendinga frá því í september um að borga þeim yfir 20 milljarða í viðbót við höfuðstólinn. Þarna er samningur gerður sem ég er ekkert að setja út á, það var verið að klára það mál og losna við málaferli en TIF (Trygggingasjóður innistæðueigenda) semur þarna við bresk og hollensk stjórnvöld. Ég hafði áhuga á að sjá þennan samning og spurðist fyrir um það en mér var sagt nei hann er leynilegur það var samkomulag á milli aðila um að halda honum leyndum,“ sagði Steingrímur. Þarna vísar hann í lok Icesave-málsins en samningar um lokauppgjör þeirra náðist í september í fyrra og var í samræmi við tilskipun um innistæðutryggingar. Í tilkynningu frá Tryggingasjóðnum að fjárhæðin var greidd með hluta þeirra fjármuna sem voru þá þegar til staðar í B-deild sjóðsins en þar eru vistaðir fjármunir sem að mestu leyti var safnað fyrir bankahrunið í október 2008. Viðtalið við Steingrím má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Björgólfur vonar að Icesave-grýlan fái að hvíla óáreitt í gröf sinni Björgólfur Thor Björgólfsson skrifar um endalok Icesave-málsins á heimasíðu sína í dag. 21. september 2015 16:25 Hafa náð samningum um lokauppgjör Icesave-krafna Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tryggingasjóði innstæðueigenda en þar segir að samningurinn feli í sér að sjóðurinn greiddi mótaðilum sínum samtals 20 milljarða íslenskra króna. 18. september 2015 13:52 „Leyndin elur á tortryggni“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur fagnar tillögu um að ákvæði um 110 ára regluna svokölluðu verði fellt úr gildi. 31. mars 2016 12:07 Icesave-kröfurnar voru greiddar í gær Samtals voru greiddar 706 milljónir evra, 374 milljónir punda og 306 milljónir dala. 12. janúar 2016 10:15 Vilja opna leyniherbergið á Alþingi upp á gátt Þingmenn mælast til þess að leynd verði aflétt af skjölum varðandi afhendingu ríkisins á nýju bönkunum í hendur slitastjórna föllnu bankanna. 18. mars 2016 18:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Vinstri grænna, fagnar frumvarpi Framsóknarflokksins sem miðar að því að afnema svokallaða 110 ára reglu reglu en ákvæðið er í upplýsingalögum og felur í sér að 110 ára leynd er yfir skjölum sem hafa að geyma upplýsingar um einkamálefni einstaklings sem enn er á lífi eða ef skjölin varða almannahagsmuni. Meðal gagna sem falla undir ákvæðið eru gögn sem snúa að endurreisn bankanna eftir hrunið og liggja nú í sérstöku herbergi á Alþingi. Þingmenn geta skoðað efni gagnanna einn í einu en óheimilt er að afrita þau með nokkrum hætti eða tjá sig um þau við aðra. Þetta hafa ýmsir gagnrýnt, þar á meðal formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir. Steingrímur segist ekkert óttast það að leynd verði aflétt af gögnunum en hann ræddi málið í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Hann sagði engin sérstök lög eða ákvæði hafa verið sett um meðferð gagna sem tengjast bönkunum eða endurreisn þeirra.„Ekki hef ég beðið um eða staðið fyrir neinni leynd á þessu“ „Ég er mjög hrifinn af því að við reynum að gera allt opinberlegt sem mögulega er hægt og skal ekki standa á mér að vera með Framsókn í því. Ég er bara spenntur að sjá frumvarpið sem þeir ætla að ná þessu fram með vegna þess að ekki hef ég beðið um eða staðið fyrir neinni leynd á þessu. Þvert á móti þá skilaði ég nú til Alþingis ítarlegri skýrslu 2011 um endurreisn bankakerfisins og samninga við gömlu bankana sem þingið fékk um þau mál en ef að menn vilja komast í öll gögn þá er það fínt,“ sagði Steingrímur og bætti við að hann gerði þá ráð fyrir að menn væru að tala um öll gögn sem tengjast bönkunum allt frá einkavæðingu til samninga við kröfuhafa. Þá sagðist hann sérstaklega spenntur að sjá einn nýlegan samning sem gerður var síðastliðið haust.Samkomulag milli aðila að halda samningnum leyndum „Einn nýlegur samningur sem ég væri mjög spenntur að sjá það er sá Icesave samningur sem gerður var í tíð þessarar ríkisstjórnar og er algjörlega leynilegur og enginn hefur fengið að sjá. það er samningur tryggingasjóðsins við Breta og Hollendinga frá því í september um að borga þeim yfir 20 milljarða í viðbót við höfuðstólinn. Þarna er samningur gerður sem ég er ekkert að setja út á, það var verið að klára það mál og losna við málaferli en TIF (Trygggingasjóður innistæðueigenda) semur þarna við bresk og hollensk stjórnvöld. Ég hafði áhuga á að sjá þennan samning og spurðist fyrir um það en mér var sagt nei hann er leynilegur það var samkomulag á milli aðila um að halda honum leyndum,“ sagði Steingrímur. Þarna vísar hann í lok Icesave-málsins en samningar um lokauppgjör þeirra náðist í september í fyrra og var í samræmi við tilskipun um innistæðutryggingar. Í tilkynningu frá Tryggingasjóðnum að fjárhæðin var greidd með hluta þeirra fjármuna sem voru þá þegar til staðar í B-deild sjóðsins en þar eru vistaðir fjármunir sem að mestu leyti var safnað fyrir bankahrunið í október 2008. Viðtalið við Steingrím má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Björgólfur vonar að Icesave-grýlan fái að hvíla óáreitt í gröf sinni Björgólfur Thor Björgólfsson skrifar um endalok Icesave-málsins á heimasíðu sína í dag. 21. september 2015 16:25 Hafa náð samningum um lokauppgjör Icesave-krafna Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tryggingasjóði innstæðueigenda en þar segir að samningurinn feli í sér að sjóðurinn greiddi mótaðilum sínum samtals 20 milljarða íslenskra króna. 18. september 2015 13:52 „Leyndin elur á tortryggni“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur fagnar tillögu um að ákvæði um 110 ára regluna svokölluðu verði fellt úr gildi. 31. mars 2016 12:07 Icesave-kröfurnar voru greiddar í gær Samtals voru greiddar 706 milljónir evra, 374 milljónir punda og 306 milljónir dala. 12. janúar 2016 10:15 Vilja opna leyniherbergið á Alþingi upp á gátt Þingmenn mælast til þess að leynd verði aflétt af skjölum varðandi afhendingu ríkisins á nýju bönkunum í hendur slitastjórna föllnu bankanna. 18. mars 2016 18:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Björgólfur vonar að Icesave-grýlan fái að hvíla óáreitt í gröf sinni Björgólfur Thor Björgólfsson skrifar um endalok Icesave-málsins á heimasíðu sína í dag. 21. september 2015 16:25
Hafa náð samningum um lokauppgjör Icesave-krafna Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tryggingasjóði innstæðueigenda en þar segir að samningurinn feli í sér að sjóðurinn greiddi mótaðilum sínum samtals 20 milljarða íslenskra króna. 18. september 2015 13:52
„Leyndin elur á tortryggni“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur fagnar tillögu um að ákvæði um 110 ára regluna svokölluðu verði fellt úr gildi. 31. mars 2016 12:07
Icesave-kröfurnar voru greiddar í gær Samtals voru greiddar 706 milljónir evra, 374 milljónir punda og 306 milljónir dala. 12. janúar 2016 10:15
Vilja opna leyniherbergið á Alþingi upp á gátt Þingmenn mælast til þess að leynd verði aflétt af skjölum varðandi afhendingu ríkisins á nýju bönkunum í hendur slitastjórna föllnu bankanna. 18. mars 2016 18:30