Björgólfur vonar að Icesave-grýlan fái að hvíla óáreitt í gröf sinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2015 16:25 Björgólfur Thor Björgólfsson. vísir/vilhelm Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir og einn stærsti eigandi Landsbankans fyrir hrun, skrifar um endalok Icesave-málsins á heimasíðu sína í dag en á föstudag var tilkynnt að samið hefði verið um lokauppgjör Icesave. Í skrifum sínum líkir hann málinu við Grýlu og segir jarðarför hennar næstum því hafa farið fram í kyrrþey. Miðar hann þar við „þær upphrópanir, formælingar og og djöfulskap sem einkenndu tilveru hennar. Öll sú tilfinningasemi var byggð á innantómum hræðsluáróðri og stjórnmálamenn þess tíma ættu að skammast sín fyrir að leiða þjóðina á þær skaðlegu brautir.“ Björgólfur rifjar síðan upp það sem hann kallar stærsta áfangann í Icesave-málinu. Er hann þar að vísa til þess þegar EFTA-dómstóllinn hafnaði öllum kröfum Eftirlitsstofnunar EFTA í janúar 2013. Segir Björgólfur að sú niðurstaða hafi ekki komið honum á óvart. Það hafi hins vegar komið honum á óvart hversu langan tíma það tók að sannfæra fólk um það að eigur Landsbankans myndu duga fyrir Icesave-kröfunum. Þá segir hann skömm þeirra stjórnmálamanna sem kyntu undir bölmóð vegna Icesave mikla: „Ég leyfi mér líka að rifja upp núna, að haustið 2008 varaði ég við því að viðbrögð við vandanum gætu reynst afdrifaríkari en vandinn sjálfur og þar reyndist ég því miður einnig sannspár. Þjóðin klofnaði í stríðandi fylkingar og ásakanir um föðurlandssvik urðu svo algengar að enginn virtist gera sér grein fyrir alvarleika þeirra lengur. Lífskjör hér áttu að færast aftur á steinöld og þjóðarinnar beið það eitt að verða undirokaðir þrælar stórþjóða. Stjórnmálamenn kyntu margir undir, í stað þess að hefja sig upp yfir öfgarnar og benda rólega og yfirvegað á færar leiðir til lausnar. Skömm þeirra er mikil. Grýla er dauð og búið að kasta rekunum. Ég vona að hún fái að hvíla óáreitt í gröf sinni.“ Tengdar fréttir Hafa náð samningum um lokauppgjör Icesave-krafna Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tryggingasjóði innstæðueigenda en þar segir að samningurinn feli í sér að sjóðurinn greiddi mótaðilum sínum samtals 20 milljarða íslenskra króna. 18. september 2015 13:52 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir og einn stærsti eigandi Landsbankans fyrir hrun, skrifar um endalok Icesave-málsins á heimasíðu sína í dag en á föstudag var tilkynnt að samið hefði verið um lokauppgjör Icesave. Í skrifum sínum líkir hann málinu við Grýlu og segir jarðarför hennar næstum því hafa farið fram í kyrrþey. Miðar hann þar við „þær upphrópanir, formælingar og og djöfulskap sem einkenndu tilveru hennar. Öll sú tilfinningasemi var byggð á innantómum hræðsluáróðri og stjórnmálamenn þess tíma ættu að skammast sín fyrir að leiða þjóðina á þær skaðlegu brautir.“ Björgólfur rifjar síðan upp það sem hann kallar stærsta áfangann í Icesave-málinu. Er hann þar að vísa til þess þegar EFTA-dómstóllinn hafnaði öllum kröfum Eftirlitsstofnunar EFTA í janúar 2013. Segir Björgólfur að sú niðurstaða hafi ekki komið honum á óvart. Það hafi hins vegar komið honum á óvart hversu langan tíma það tók að sannfæra fólk um það að eigur Landsbankans myndu duga fyrir Icesave-kröfunum. Þá segir hann skömm þeirra stjórnmálamanna sem kyntu undir bölmóð vegna Icesave mikla: „Ég leyfi mér líka að rifja upp núna, að haustið 2008 varaði ég við því að viðbrögð við vandanum gætu reynst afdrifaríkari en vandinn sjálfur og þar reyndist ég því miður einnig sannspár. Þjóðin klofnaði í stríðandi fylkingar og ásakanir um föðurlandssvik urðu svo algengar að enginn virtist gera sér grein fyrir alvarleika þeirra lengur. Lífskjör hér áttu að færast aftur á steinöld og þjóðarinnar beið það eitt að verða undirokaðir þrælar stórþjóða. Stjórnmálamenn kyntu margir undir, í stað þess að hefja sig upp yfir öfgarnar og benda rólega og yfirvegað á færar leiðir til lausnar. Skömm þeirra er mikil. Grýla er dauð og búið að kasta rekunum. Ég vona að hún fái að hvíla óáreitt í gröf sinni.“
Tengdar fréttir Hafa náð samningum um lokauppgjör Icesave-krafna Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tryggingasjóði innstæðueigenda en þar segir að samningurinn feli í sér að sjóðurinn greiddi mótaðilum sínum samtals 20 milljarða íslenskra króna. 18. september 2015 13:52 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Hafa náð samningum um lokauppgjör Icesave-krafna Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tryggingasjóði innstæðueigenda en þar segir að samningurinn feli í sér að sjóðurinn greiddi mótaðilum sínum samtals 20 milljarða íslenskra króna. 18. september 2015 13:52