„Leyndin elur á tortryggni“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 31. mars 2016 12:07 Guðni Th. Jóhannesson. vísir/gva Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur fagnar tillögu um að ákvæði um 110 ára regluna svokölluðu verði fellt úr gildi. Hann segir ákvæðið samræmast illa nútíma stjórnarháttum og kröfum um gagnsæi í stjórnsýslunni. Leyndin ali á tortryggni sem þurfi að uppræta úr íslensku samfélagi. „Ég myndi hiklaust telja þetta jákvætt. Að öllu jöfnu myndi maður ætla að gögn þurfi ekki að vera hulin leynd í rúma hálfa öld. Maður getur sætt sig við að stundum þurfi að halda skjölum lokuðum um stundarsakir. Almenna reglan hér heima og víðar á vesturlöndum er kannski sú að skjöl eins og til dæmis skýrslur frá sendiráðum utanríkisráðuneytis séu lokuð í 25-30 ár, en einkamálefni, tik dæmis sjúkraskýrslur lengur þó vinna megi upp úr þeim tölulegar upplýsingar,“ segir Guðni. „En að eitthvað þurfi að vera lokað í rúma öld samræmist illa nútíma stjórnarháttum og kröfum um gagnsæi í stjórnsýslunni,“ bætir hann við. Þingflokkur Framsóknar samþykkti á fundi sínum í gær að leggja fram frumvarp um afnám 110 ára reglunnar en með breytingum á upplýsingalögum árið 2011 var ákveðið að stjórnvald geti lokað á skjöl í allt að 110 ár. Það þýddi meðal annars það að gögn, til dæmis í Icesave-málinu, gætu verið hulin leyndarhjúpi allan þann tíma. Guðni segir óeðlilegt að gögnum sé haldið svo lengi frá almenningi. „Sérstaklega þar sem því máli [Icesave] er lokið. Kannski var staðan sú þegar gögn urðu til í deilunni miðri að menn litu svo á að það gæti hugsanlega skaðað hagsmuni Íslands að einhverjar upplýsingar kæmu fram um íslenska hagsmuni, íslenska samningataktík eða eitthvað í þeim dúr. En nú er búið að kveða niður Icesave-drauginn eins og menn segja sumir þannig að varla er sú hætta fyrir hendi og leyndin elur á tortryggni. Ef það er eitthvað sem við þurfum að vinna bug á í þessu samfélagi þá er það tortryggni, því þessi leynd og leynimakk allt saman er að gera mann lifandi vitlausan,“ segir Guðni. Tengdar fréttir Leggja fram frumvarp sem afléttir leyndinni 110 ára reglan svokallaða er á útleið fái Framsóknarflokkurinn einhverju ráðið. 30. mars 2016 23:27 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur fagnar tillögu um að ákvæði um 110 ára regluna svokölluðu verði fellt úr gildi. Hann segir ákvæðið samræmast illa nútíma stjórnarháttum og kröfum um gagnsæi í stjórnsýslunni. Leyndin ali á tortryggni sem þurfi að uppræta úr íslensku samfélagi. „Ég myndi hiklaust telja þetta jákvætt. Að öllu jöfnu myndi maður ætla að gögn þurfi ekki að vera hulin leynd í rúma hálfa öld. Maður getur sætt sig við að stundum þurfi að halda skjölum lokuðum um stundarsakir. Almenna reglan hér heima og víðar á vesturlöndum er kannski sú að skjöl eins og til dæmis skýrslur frá sendiráðum utanríkisráðuneytis séu lokuð í 25-30 ár, en einkamálefni, tik dæmis sjúkraskýrslur lengur þó vinna megi upp úr þeim tölulegar upplýsingar,“ segir Guðni. „En að eitthvað þurfi að vera lokað í rúma öld samræmist illa nútíma stjórnarháttum og kröfum um gagnsæi í stjórnsýslunni,“ bætir hann við. Þingflokkur Framsóknar samþykkti á fundi sínum í gær að leggja fram frumvarp um afnám 110 ára reglunnar en með breytingum á upplýsingalögum árið 2011 var ákveðið að stjórnvald geti lokað á skjöl í allt að 110 ár. Það þýddi meðal annars það að gögn, til dæmis í Icesave-málinu, gætu verið hulin leyndarhjúpi allan þann tíma. Guðni segir óeðlilegt að gögnum sé haldið svo lengi frá almenningi. „Sérstaklega þar sem því máli [Icesave] er lokið. Kannski var staðan sú þegar gögn urðu til í deilunni miðri að menn litu svo á að það gæti hugsanlega skaðað hagsmuni Íslands að einhverjar upplýsingar kæmu fram um íslenska hagsmuni, íslenska samningataktík eða eitthvað í þeim dúr. En nú er búið að kveða niður Icesave-drauginn eins og menn segja sumir þannig að varla er sú hætta fyrir hendi og leyndin elur á tortryggni. Ef það er eitthvað sem við þurfum að vinna bug á í þessu samfélagi þá er það tortryggni, því þessi leynd og leynimakk allt saman er að gera mann lifandi vitlausan,“ segir Guðni.
Tengdar fréttir Leggja fram frumvarp sem afléttir leyndinni 110 ára reglan svokallaða er á útleið fái Framsóknarflokkurinn einhverju ráðið. 30. mars 2016 23:27 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
Leggja fram frumvarp sem afléttir leyndinni 110 ára reglan svokallaða er á útleið fái Framsóknarflokkurinn einhverju ráðið. 30. mars 2016 23:27