Barnafjölskyldur hrekjast undan ferðamannaflóðinu í miðbænum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. ágúst 2016 07:00 Kristín Einarsdóttir er leikskólastjóri Miðborgar sem er meðal annars með starfsemi í Lindarborg í Lindargötu. Vísir/hanna „Það hefur reynst okkur erfitt að halda uppi starfi á átta deildum og því hefur sú ákvörðun verið tekin að loka þremur deildum,“ segir í bréfi sem foreldrum barna í leikskólanum Miðborg barst nýlega. Ástæða breytinganna er sögð sú að síðastliðin tvö ár hafi gengið illa að vista í öll laus pláss í Miðborg og því hafi börnum í leikskólanum fækkað. Starfsemi leikskólans er á þremur stöðum; í Barónsborg, í Lindarborg og í Njálsborg. „Leikskólabörnum hefur einfaldlega fækkað í miðbænum,“ segir Kristín Einarsdóttir, leikskólastjóri Miðborgar. „Þó að ég sé enginn sérfræðingur myndi ég halda að einn áhrifavaldurinn hér sé fasteignaverðið,“ segir Kristín. Ekki sé hlaupið að því fyrir barnafólk frekar en flesta aðra að kaupa húsnæði í miðbænum „Þegar fæðist kannski barn númer tvö og fólk ákveður að stækka við sig er það of dýrt.“ Þá nefnir Kristín að fólki sé sagt upp leigu því húseigandinn vilji hærra leiguverð. „Foreldrar hafa flutt í önnur hverfi vegna þess að húsaleigan hefur hækkað eða þeim er sagt upp,“ segir hún. Gjarnan vegna þess að eigandi húsnæðisins stefni í að selja ferðamönnum gistingu. „Ég hef heyrt dæmi um það. Það er bara allt í leigu í Airbnb.“ Innritun er ekki enn að fullu lokið en Kristín segir að um 120 börn verði í þremur húsum Miðborgar í vetur. Eðlilega fækki starfsfólki með breytingunum en samt þurfi ekki að grípa til uppsagna. Alls starfi nú 32 í skólanum. „Það voru starfsmenn að hætta til þess að fara í nám og við þurfum að ráða í eitt stöðugildi. Þjónustan hefur ekkert breyst hjá okkur. Þetta er sami góði leikskólinn,“ útskýrir Kristín Einarsdóttir. Árgangarnir 2009 og 2010, sem voru fremur stórir, eru nú báðir komnir í gegn um leikskólastigið. Sigrún Björnsdóttir hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar kveðst þó ekki kannast við sambærilega fækkun leikskólabarna og lokanir deilda í framhaldi af því annars staðar en í Miðborg.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
„Það hefur reynst okkur erfitt að halda uppi starfi á átta deildum og því hefur sú ákvörðun verið tekin að loka þremur deildum,“ segir í bréfi sem foreldrum barna í leikskólanum Miðborg barst nýlega. Ástæða breytinganna er sögð sú að síðastliðin tvö ár hafi gengið illa að vista í öll laus pláss í Miðborg og því hafi börnum í leikskólanum fækkað. Starfsemi leikskólans er á þremur stöðum; í Barónsborg, í Lindarborg og í Njálsborg. „Leikskólabörnum hefur einfaldlega fækkað í miðbænum,“ segir Kristín Einarsdóttir, leikskólastjóri Miðborgar. „Þó að ég sé enginn sérfræðingur myndi ég halda að einn áhrifavaldurinn hér sé fasteignaverðið,“ segir Kristín. Ekki sé hlaupið að því fyrir barnafólk frekar en flesta aðra að kaupa húsnæði í miðbænum „Þegar fæðist kannski barn númer tvö og fólk ákveður að stækka við sig er það of dýrt.“ Þá nefnir Kristín að fólki sé sagt upp leigu því húseigandinn vilji hærra leiguverð. „Foreldrar hafa flutt í önnur hverfi vegna þess að húsaleigan hefur hækkað eða þeim er sagt upp,“ segir hún. Gjarnan vegna þess að eigandi húsnæðisins stefni í að selja ferðamönnum gistingu. „Ég hef heyrt dæmi um það. Það er bara allt í leigu í Airbnb.“ Innritun er ekki enn að fullu lokið en Kristín segir að um 120 börn verði í þremur húsum Miðborgar í vetur. Eðlilega fækki starfsfólki með breytingunum en samt þurfi ekki að grípa til uppsagna. Alls starfi nú 32 í skólanum. „Það voru starfsmenn að hætta til þess að fara í nám og við þurfum að ráða í eitt stöðugildi. Þjónustan hefur ekkert breyst hjá okkur. Þetta er sami góði leikskólinn,“ útskýrir Kristín Einarsdóttir. Árgangarnir 2009 og 2010, sem voru fremur stórir, eru nú báðir komnir í gegn um leikskólastigið. Sigrún Björnsdóttir hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar kveðst þó ekki kannast við sambærilega fækkun leikskólabarna og lokanir deilda í framhaldi af því annars staðar en í Miðborg.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira