Telur sig ekki brjóta höfundar- eða sæmdarrétt Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. september 2016 19:00 Fimm þúsund króna peningaseðillinn er í aðalhlutverki á myndlistarsýningu í Reykjanesbæ. Listamaðurinn sem teiknaði verkin telur sig ekki vera að brjóta höfundar- eða sæmdarrétt með birtingu þeirra en á von á því að fulltrúi frá Seðlabankanum komi til þess að meta það. Á myndlistarsýningu sem fram fer í Reykjanesbæ um helgina sýnir listamaðurinn óvenjulega list. Þar tekur hann fyrir fimm þúsund króna seðil en hvað segja höfundaréttalögin um það? Í fjórðu grein höfundalaga sem samþykkt voru á alþingi í maí 1972 kemur fram að „Óheimilt er að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni." Þá hefur Seðlabankinn einnig sett meginlínur við hvers konar notkun eftirmynda hann sættir sig við en þar segir meðal annars: „Bent er á að ekki er heimilt að breyta myndefni íslenskra peningaseðla og birta skrumskældar eftirgerðir þeirra, hvort sem er í prentuðu máli eða í ljósvakamiðlum.” Kristín Þorkelsdóttir og Stephen A. Fairbairn, teiknuðu fimm þúsund króna seðilinn á sínum tíma en hann fór fyrst í umferð árið 1986. Myndlistarmaðurinn Oddur Eysteinn Friðriksson eða Odee hefur á stuttum tíma vakið athygli bæði hér heima og erlendis fyrir áhugaverða listsköpun. Tjáningarfrelsi Odee er honum mjög hugleikið sérstaklega gagnvart höfundarrétti og telur sig ekki vera brjóta lög með myndbirtingunni. „Ég skapa bara til þess að skapa og það er bara einhverra annarra að pæla í því. Ég mundi aldrei láta höfundarrétt, sæmdarrétt eða eitthvað stoppa mig í að framleiða eða búa til nýja list. Ég er náttúrulega bara að skapa ákveðna ádeilu og húmor fyrir fólk að koma að skoða skrumskælingu á peningaseðlinum sem allir þekkja,“ segir Odee. Miðað við reglur og meginlínur Seðlabankans á notkun eftirmynda peningaseðla má ætla að Odee sé með verkum sínum að skrumskæla fimmþúsundkróna seðilinn. „Nei. Það kom reyndar einn hérna í gærkvöldi sem sagði að hann þekkti einhvern hjá Seðlabankanum sem sæi um peningaprentið. Hann ætlaði að senda hann hingað í kvöld. Það verður gaman að heyra álit hans ef að hann kemur,“ segir Odee.Heldur þú að sýningu yrði lokað ef þeir flokka þetta undir skrumskælingu? „Nei ég efast um það. Það gætu orðið einhverjir eftirmálar en eins og ég segi ég spái bara lítið í því þegar ég er að skapa,“ segir Odee að lokum. Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Fimm þúsund króna peningaseðillinn er í aðalhlutverki á myndlistarsýningu í Reykjanesbæ. Listamaðurinn sem teiknaði verkin telur sig ekki vera að brjóta höfundar- eða sæmdarrétt með birtingu þeirra en á von á því að fulltrúi frá Seðlabankanum komi til þess að meta það. Á myndlistarsýningu sem fram fer í Reykjanesbæ um helgina sýnir listamaðurinn óvenjulega list. Þar tekur hann fyrir fimm þúsund króna seðil en hvað segja höfundaréttalögin um það? Í fjórðu grein höfundalaga sem samþykkt voru á alþingi í maí 1972 kemur fram að „Óheimilt er að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni." Þá hefur Seðlabankinn einnig sett meginlínur við hvers konar notkun eftirmynda hann sættir sig við en þar segir meðal annars: „Bent er á að ekki er heimilt að breyta myndefni íslenskra peningaseðla og birta skrumskældar eftirgerðir þeirra, hvort sem er í prentuðu máli eða í ljósvakamiðlum.” Kristín Þorkelsdóttir og Stephen A. Fairbairn, teiknuðu fimm þúsund króna seðilinn á sínum tíma en hann fór fyrst í umferð árið 1986. Myndlistarmaðurinn Oddur Eysteinn Friðriksson eða Odee hefur á stuttum tíma vakið athygli bæði hér heima og erlendis fyrir áhugaverða listsköpun. Tjáningarfrelsi Odee er honum mjög hugleikið sérstaklega gagnvart höfundarrétti og telur sig ekki vera brjóta lög með myndbirtingunni. „Ég skapa bara til þess að skapa og það er bara einhverra annarra að pæla í því. Ég mundi aldrei láta höfundarrétt, sæmdarrétt eða eitthvað stoppa mig í að framleiða eða búa til nýja list. Ég er náttúrulega bara að skapa ákveðna ádeilu og húmor fyrir fólk að koma að skoða skrumskælingu á peningaseðlinum sem allir þekkja,“ segir Odee. Miðað við reglur og meginlínur Seðlabankans á notkun eftirmynda peningaseðla má ætla að Odee sé með verkum sínum að skrumskæla fimmþúsundkróna seðilinn. „Nei. Það kom reyndar einn hérna í gærkvöldi sem sagði að hann þekkti einhvern hjá Seðlabankanum sem sæi um peningaprentið. Hann ætlaði að senda hann hingað í kvöld. Það verður gaman að heyra álit hans ef að hann kemur,“ segir Odee.Heldur þú að sýningu yrði lokað ef þeir flokka þetta undir skrumskælingu? „Nei ég efast um það. Það gætu orðið einhverjir eftirmálar en eins og ég segi ég spái bara lítið í því þegar ég er að skapa,“ segir Odee að lokum.
Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira