Alþingiskosningar í október Bjarki Ármannsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 22. apríl 2016 14:53 Frá fyrri fundi Sigurðar Inga með stjórnarandstöðunni. vísir/ernir Kosið verður til Alþingis í seinni hluta október. Þetta kom fram á fundi Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra með forsvarsmönnum stjórnarandstöðuflokkanna í Stjórnarráðinu í dag. Árni Páll Árnason, sem sat fundinn fyrir hönd Samfylkingunnar, staðfesti í samtali við Vísi að þetta hefði orðið niðurstaða fundarins. Þá hefði verið farið yfir málaskrá ríkisstjórnarinnar á fundinum en þar er að finna þau mál sem ríkisstjórnin leggur upp með að takist að ljúka áður en gengið verði til kosninga. „Þarna eru náttúrulega þjóðþrifamál sem það hefur aldrei staðið á okkur að afgreiða, eins og húsnæðismálin þar sem ágreiningurinn hefur fyrst og fremst verið á milli stjórnarflokkanna,“ segir Árni Páll. „Svo eru þarna einstaka mál sem eru ekki komin fram þannig að við vitum ekki hvað í þeim er.“ Þá sagði Árni Páll að lýðræðisleg skylda fælist í því að upplýsa almenning um hvenær kosningarnar færu fram. Ljóst væri að dagskrá Alþingis myndi riðlast eitthvað vegna kosninganna. Hann hefði sjálfur kosið að kosningar hefðu farið fram í vor en haust. „Ég lagði sömuleiðis áherslu á það viðhorf að ef fjárlög yrðu lögð fram í haust þá væri mjög mikilvægt að það væru ekki kosningafjárlög einstakra flokka í aðdraganda kosninga,“ segir hann. „Við eigum ekki að misnota ríkisvaldið til að búa til kosningastefnu fyrir einstaka stjórnmálaflokka. Ef fjárlögð verða lögð fram í haust, yrðu þau bara um það sem er svona almenn samstaða um.“ Hvorki náðist í Bjarna Benediktsson né Sigurð Inga við vinnslu fréttarinnar. Alþingi Tengdar fréttir Bjarni og Sigurður Ingi funda með stjórnarandstöðunni Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir málaskrá ríkisstjórnarinnar og kjördegi. 22. apríl 2016 13:24 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Sjá meira
Kosið verður til Alþingis í seinni hluta október. Þetta kom fram á fundi Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra með forsvarsmönnum stjórnarandstöðuflokkanna í Stjórnarráðinu í dag. Árni Páll Árnason, sem sat fundinn fyrir hönd Samfylkingunnar, staðfesti í samtali við Vísi að þetta hefði orðið niðurstaða fundarins. Þá hefði verið farið yfir málaskrá ríkisstjórnarinnar á fundinum en þar er að finna þau mál sem ríkisstjórnin leggur upp með að takist að ljúka áður en gengið verði til kosninga. „Þarna eru náttúrulega þjóðþrifamál sem það hefur aldrei staðið á okkur að afgreiða, eins og húsnæðismálin þar sem ágreiningurinn hefur fyrst og fremst verið á milli stjórnarflokkanna,“ segir Árni Páll. „Svo eru þarna einstaka mál sem eru ekki komin fram þannig að við vitum ekki hvað í þeim er.“ Þá sagði Árni Páll að lýðræðisleg skylda fælist í því að upplýsa almenning um hvenær kosningarnar færu fram. Ljóst væri að dagskrá Alþingis myndi riðlast eitthvað vegna kosninganna. Hann hefði sjálfur kosið að kosningar hefðu farið fram í vor en haust. „Ég lagði sömuleiðis áherslu á það viðhorf að ef fjárlög yrðu lögð fram í haust þá væri mjög mikilvægt að það væru ekki kosningafjárlög einstakra flokka í aðdraganda kosninga,“ segir hann. „Við eigum ekki að misnota ríkisvaldið til að búa til kosningastefnu fyrir einstaka stjórnmálaflokka. Ef fjárlögð verða lögð fram í haust, yrðu þau bara um það sem er svona almenn samstaða um.“ Hvorki náðist í Bjarna Benediktsson né Sigurð Inga við vinnslu fréttarinnar.
Alþingi Tengdar fréttir Bjarni og Sigurður Ingi funda með stjórnarandstöðunni Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir málaskrá ríkisstjórnarinnar og kjördegi. 22. apríl 2016 13:24 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Sjá meira
Bjarni og Sigurður Ingi funda með stjórnarandstöðunni Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir málaskrá ríkisstjórnarinnar og kjördegi. 22. apríl 2016 13:24
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels