Miðstöð félagslífsins á Þórshöfn hvarf í eldi Benedikt Bóas skrifar 14. desember 2016 07:00 Lítið er eftir af skálanun. Tankurinn stóri sést hægra megin við rústirnar en honum var bjargað með ótrúlegri lagni. Mynd/Kristinn Lárusson Eldsvoðinn í Grillskálanum á Þórshöfn skilur eftir sig sár í bænum. Skálinn var ekki aðeins bensínstöð heldur samverustaður bæjarbúa til 50 ára. „Þarna vorum við með heimilismat í hádeginu og bæjarbúar komu til okkar, ekki bara í hádeginu, heldur líka að morgni og eftir vinnu. Komu og fengu sér kaffi og spjölluðu. Grillskálinn var okkar félagsmiðstöð og hafði verið slík í rúm 50 ár,“ segir Kapítóla Rán Jónsdóttir, sem rak Grillskálann. Móðir hennar, Anna Jenny Einarsdóttir, sem býr hinum megin við götuna, vill varla horfa út um gluggann sinn því þar blasa rústirnar við. „Fólk er mjög slegið hér. En við erum samrýnt bæjarfélag og hér býr gott fólk,“ bætir Kapítóla við, sem tók við rekstri skálans í febrúar árið 2015. „Ég hef það ágætt svona miðað við allt. Ég er að átta mig á þessu og reyna að komast niður á jörðina. Það kemur.“ Brunavörnum Langanesbyggðar barst tilkynning um eldinn um klukkan fjögur um nóttina. Ákveðið var að ekki væri möguleiki að bjarga húsinu og því allt kapp lagt á að forða gaskútum og stórum eldsneytisgeymi frá því að verða eldinum að bráð. Á vegum N1, sem á húsnæðið, var verið að vinna við framkvæmdir, meðal annars að skipta um olíutanka. Var því risastór olíutankur við húsið. Tólf slökkviliðsmenn tóku þátt í slökkvistarfinu sem gekk greiðlega. Karl Ásberg Steinsson, formaður björgunarsveitarinnar Hafliða, segir að starfið um nóttina hafi gengið vel. „Við reyndum að færa það sem við gátum með höndunum. Ísfélagið bjargaði okkur svo um lyftara til að færa tankinn. Okkur tókst að binda í hann og lyftarinn gat fært hann,“ segir Karl en slökkviliðið lagði ofuráherslu á að kæla tankinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
Eldsvoðinn í Grillskálanum á Þórshöfn skilur eftir sig sár í bænum. Skálinn var ekki aðeins bensínstöð heldur samverustaður bæjarbúa til 50 ára. „Þarna vorum við með heimilismat í hádeginu og bæjarbúar komu til okkar, ekki bara í hádeginu, heldur líka að morgni og eftir vinnu. Komu og fengu sér kaffi og spjölluðu. Grillskálinn var okkar félagsmiðstöð og hafði verið slík í rúm 50 ár,“ segir Kapítóla Rán Jónsdóttir, sem rak Grillskálann. Móðir hennar, Anna Jenny Einarsdóttir, sem býr hinum megin við götuna, vill varla horfa út um gluggann sinn því þar blasa rústirnar við. „Fólk er mjög slegið hér. En við erum samrýnt bæjarfélag og hér býr gott fólk,“ bætir Kapítóla við, sem tók við rekstri skálans í febrúar árið 2015. „Ég hef það ágætt svona miðað við allt. Ég er að átta mig á þessu og reyna að komast niður á jörðina. Það kemur.“ Brunavörnum Langanesbyggðar barst tilkynning um eldinn um klukkan fjögur um nóttina. Ákveðið var að ekki væri möguleiki að bjarga húsinu og því allt kapp lagt á að forða gaskútum og stórum eldsneytisgeymi frá því að verða eldinum að bráð. Á vegum N1, sem á húsnæðið, var verið að vinna við framkvæmdir, meðal annars að skipta um olíutanka. Var því risastór olíutankur við húsið. Tólf slökkviliðsmenn tóku þátt í slökkvistarfinu sem gekk greiðlega. Karl Ásberg Steinsson, formaður björgunarsveitarinnar Hafliða, segir að starfið um nóttina hafi gengið vel. „Við reyndum að færa það sem við gátum með höndunum. Ísfélagið bjargaði okkur svo um lyftara til að færa tankinn. Okkur tókst að binda í hann og lyftarinn gat fært hann,“ segir Karl en slökkviliðið lagði ofuráherslu á að kæla tankinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira