Miðstöð félagslífsins á Þórshöfn hvarf í eldi Benedikt Bóas skrifar 14. desember 2016 07:00 Lítið er eftir af skálanun. Tankurinn stóri sést hægra megin við rústirnar en honum var bjargað með ótrúlegri lagni. Mynd/Kristinn Lárusson Eldsvoðinn í Grillskálanum á Þórshöfn skilur eftir sig sár í bænum. Skálinn var ekki aðeins bensínstöð heldur samverustaður bæjarbúa til 50 ára. „Þarna vorum við með heimilismat í hádeginu og bæjarbúar komu til okkar, ekki bara í hádeginu, heldur líka að morgni og eftir vinnu. Komu og fengu sér kaffi og spjölluðu. Grillskálinn var okkar félagsmiðstöð og hafði verið slík í rúm 50 ár,“ segir Kapítóla Rán Jónsdóttir, sem rak Grillskálann. Móðir hennar, Anna Jenny Einarsdóttir, sem býr hinum megin við götuna, vill varla horfa út um gluggann sinn því þar blasa rústirnar við. „Fólk er mjög slegið hér. En við erum samrýnt bæjarfélag og hér býr gott fólk,“ bætir Kapítóla við, sem tók við rekstri skálans í febrúar árið 2015. „Ég hef það ágætt svona miðað við allt. Ég er að átta mig á þessu og reyna að komast niður á jörðina. Það kemur.“ Brunavörnum Langanesbyggðar barst tilkynning um eldinn um klukkan fjögur um nóttina. Ákveðið var að ekki væri möguleiki að bjarga húsinu og því allt kapp lagt á að forða gaskútum og stórum eldsneytisgeymi frá því að verða eldinum að bráð. Á vegum N1, sem á húsnæðið, var verið að vinna við framkvæmdir, meðal annars að skipta um olíutanka. Var því risastór olíutankur við húsið. Tólf slökkviliðsmenn tóku þátt í slökkvistarfinu sem gekk greiðlega. Karl Ásberg Steinsson, formaður björgunarsveitarinnar Hafliða, segir að starfið um nóttina hafi gengið vel. „Við reyndum að færa það sem við gátum með höndunum. Ísfélagið bjargaði okkur svo um lyftara til að færa tankinn. Okkur tókst að binda í hann og lyftarinn gat fært hann,“ segir Karl en slökkviliðið lagði ofuráherslu á að kæla tankinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira
Eldsvoðinn í Grillskálanum á Þórshöfn skilur eftir sig sár í bænum. Skálinn var ekki aðeins bensínstöð heldur samverustaður bæjarbúa til 50 ára. „Þarna vorum við með heimilismat í hádeginu og bæjarbúar komu til okkar, ekki bara í hádeginu, heldur líka að morgni og eftir vinnu. Komu og fengu sér kaffi og spjölluðu. Grillskálinn var okkar félagsmiðstöð og hafði verið slík í rúm 50 ár,“ segir Kapítóla Rán Jónsdóttir, sem rak Grillskálann. Móðir hennar, Anna Jenny Einarsdóttir, sem býr hinum megin við götuna, vill varla horfa út um gluggann sinn því þar blasa rústirnar við. „Fólk er mjög slegið hér. En við erum samrýnt bæjarfélag og hér býr gott fólk,“ bætir Kapítóla við, sem tók við rekstri skálans í febrúar árið 2015. „Ég hef það ágætt svona miðað við allt. Ég er að átta mig á þessu og reyna að komast niður á jörðina. Það kemur.“ Brunavörnum Langanesbyggðar barst tilkynning um eldinn um klukkan fjögur um nóttina. Ákveðið var að ekki væri möguleiki að bjarga húsinu og því allt kapp lagt á að forða gaskútum og stórum eldsneytisgeymi frá því að verða eldinum að bráð. Á vegum N1, sem á húsnæðið, var verið að vinna við framkvæmdir, meðal annars að skipta um olíutanka. Var því risastór olíutankur við húsið. Tólf slökkviliðsmenn tóku þátt í slökkvistarfinu sem gekk greiðlega. Karl Ásberg Steinsson, formaður björgunarsveitarinnar Hafliða, segir að starfið um nóttina hafi gengið vel. „Við reyndum að færa það sem við gátum með höndunum. Ísfélagið bjargaði okkur svo um lyftara til að færa tankinn. Okkur tókst að binda í hann og lyftarinn gat fært hann,“ segir Karl en slökkviliðið lagði ofuráherslu á að kæla tankinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira