Miðstöð félagslífsins á Þórshöfn hvarf í eldi Benedikt Bóas skrifar 14. desember 2016 07:00 Lítið er eftir af skálanun. Tankurinn stóri sést hægra megin við rústirnar en honum var bjargað með ótrúlegri lagni. Mynd/Kristinn Lárusson Eldsvoðinn í Grillskálanum á Þórshöfn skilur eftir sig sár í bænum. Skálinn var ekki aðeins bensínstöð heldur samverustaður bæjarbúa til 50 ára. „Þarna vorum við með heimilismat í hádeginu og bæjarbúar komu til okkar, ekki bara í hádeginu, heldur líka að morgni og eftir vinnu. Komu og fengu sér kaffi og spjölluðu. Grillskálinn var okkar félagsmiðstöð og hafði verið slík í rúm 50 ár,“ segir Kapítóla Rán Jónsdóttir, sem rak Grillskálann. Móðir hennar, Anna Jenny Einarsdóttir, sem býr hinum megin við götuna, vill varla horfa út um gluggann sinn því þar blasa rústirnar við. „Fólk er mjög slegið hér. En við erum samrýnt bæjarfélag og hér býr gott fólk,“ bætir Kapítóla við, sem tók við rekstri skálans í febrúar árið 2015. „Ég hef það ágætt svona miðað við allt. Ég er að átta mig á þessu og reyna að komast niður á jörðina. Það kemur.“ Brunavörnum Langanesbyggðar barst tilkynning um eldinn um klukkan fjögur um nóttina. Ákveðið var að ekki væri möguleiki að bjarga húsinu og því allt kapp lagt á að forða gaskútum og stórum eldsneytisgeymi frá því að verða eldinum að bráð. Á vegum N1, sem á húsnæðið, var verið að vinna við framkvæmdir, meðal annars að skipta um olíutanka. Var því risastór olíutankur við húsið. Tólf slökkviliðsmenn tóku þátt í slökkvistarfinu sem gekk greiðlega. Karl Ásberg Steinsson, formaður björgunarsveitarinnar Hafliða, segir að starfið um nóttina hafi gengið vel. „Við reyndum að færa það sem við gátum með höndunum. Ísfélagið bjargaði okkur svo um lyftara til að færa tankinn. Okkur tókst að binda í hann og lyftarinn gat fært hann,“ segir Karl en slökkviliðið lagði ofuráherslu á að kæla tankinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Eldsvoðinn í Grillskálanum á Þórshöfn skilur eftir sig sár í bænum. Skálinn var ekki aðeins bensínstöð heldur samverustaður bæjarbúa til 50 ára. „Þarna vorum við með heimilismat í hádeginu og bæjarbúar komu til okkar, ekki bara í hádeginu, heldur líka að morgni og eftir vinnu. Komu og fengu sér kaffi og spjölluðu. Grillskálinn var okkar félagsmiðstöð og hafði verið slík í rúm 50 ár,“ segir Kapítóla Rán Jónsdóttir, sem rak Grillskálann. Móðir hennar, Anna Jenny Einarsdóttir, sem býr hinum megin við götuna, vill varla horfa út um gluggann sinn því þar blasa rústirnar við. „Fólk er mjög slegið hér. En við erum samrýnt bæjarfélag og hér býr gott fólk,“ bætir Kapítóla við, sem tók við rekstri skálans í febrúar árið 2015. „Ég hef það ágætt svona miðað við allt. Ég er að átta mig á þessu og reyna að komast niður á jörðina. Það kemur.“ Brunavörnum Langanesbyggðar barst tilkynning um eldinn um klukkan fjögur um nóttina. Ákveðið var að ekki væri möguleiki að bjarga húsinu og því allt kapp lagt á að forða gaskútum og stórum eldsneytisgeymi frá því að verða eldinum að bráð. Á vegum N1, sem á húsnæðið, var verið að vinna við framkvæmdir, meðal annars að skipta um olíutanka. Var því risastór olíutankur við húsið. Tólf slökkviliðsmenn tóku þátt í slökkvistarfinu sem gekk greiðlega. Karl Ásberg Steinsson, formaður björgunarsveitarinnar Hafliða, segir að starfið um nóttina hafi gengið vel. „Við reyndum að færa það sem við gátum með höndunum. Ísfélagið bjargaði okkur svo um lyftara til að færa tankinn. Okkur tókst að binda í hann og lyftarinn gat fært hann,“ segir Karl en slökkviliðið lagði ofuráherslu á að kæla tankinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira