Ráðherra segir ekki óeðlilegt að skipa aðstoðarmann ef hann er eins og Sunna Þorgeir Helgason skrifar 22. október 2016 07:00 Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ásamt Sunnu Gunnars Marteinsdóttur, aðstoðarkonu sinni. Mynd af Facebook-síðu Framsóknarflokksins „Það er einfaldlega þannig að það er ráðherra sem að skipar í stjórnina. Ég taldi rétt að gera þessar breytingar, fá inn fólk með aðra nálgun og sýn en það fólk sem áður sat í stjórninni. Án þess að það sé neitt að því fólki. Það er ágætt að breyta til,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um þá ákvörðun sína að skipta um þrjá stjórnarmenn í Matís, aðeins ellefu dögum fyrir kosningar.Sunna Gunnars Marteinsdóttir, aðstoðarmaður Gunnars Braga til síðustu þriggja ára.Gunnar Bragi segir eina ástæðu mannabreytinganna þá að hann hafi viljað laga kynjahlutföll í stjórninni. Meðal nýrra stjórnarmanna í Matís er Sunna Gunnars Marteinsdóttir, sem hefur starfað sem aðstoðarmaður Gunnars Braga í rúm þrjú ár, og er mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins. „Það er alls ekkert óeðlilegt að skipa aðstoðarmann sinn í stjórn félags ef viðkomandi er eins og Sunna. Hún er vel menntuð, með góða reynslu af stjórnsýslunni, erlendum samskiptum og hinu og þessu,“ segir Gunnar Bragi um ráðninguna. Ásamt Sunnu var Viggó Jónsson einnig skipaður í stjórnina. Hann hefur setið í sveitarstjórn Skagafjarðar fyrir hönd Framsóknarflokksins síðan árið 2010 en hann á einnig sæti sem varamaður í stjórn Kaupfélags Skagafjarðar. Spurður út í skipun Viggós segir Gunnar Bragi hann vel hæfan. „Hann er einhvers konar rafmagnsfræðingur, minnir mig. Auk þess hefur hann mikla reynslu af atvinnuþróun og af atvinnulífinu.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmann sinn í stjórn hjá Matís Aðstoðarmaður ráðherra og sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknar í Skagafirði skipaðir í stjórn Matís. Þremur tilkynnt kvöldið fyrir aðalfund að þeim yrði vikið úr stjórn. Mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er meðal hinna nýj 20. október 2016 07:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
„Það er einfaldlega þannig að það er ráðherra sem að skipar í stjórnina. Ég taldi rétt að gera þessar breytingar, fá inn fólk með aðra nálgun og sýn en það fólk sem áður sat í stjórninni. Án þess að það sé neitt að því fólki. Það er ágætt að breyta til,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um þá ákvörðun sína að skipta um þrjá stjórnarmenn í Matís, aðeins ellefu dögum fyrir kosningar.Sunna Gunnars Marteinsdóttir, aðstoðarmaður Gunnars Braga til síðustu þriggja ára.Gunnar Bragi segir eina ástæðu mannabreytinganna þá að hann hafi viljað laga kynjahlutföll í stjórninni. Meðal nýrra stjórnarmanna í Matís er Sunna Gunnars Marteinsdóttir, sem hefur starfað sem aðstoðarmaður Gunnars Braga í rúm þrjú ár, og er mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins. „Það er alls ekkert óeðlilegt að skipa aðstoðarmann sinn í stjórn félags ef viðkomandi er eins og Sunna. Hún er vel menntuð, með góða reynslu af stjórnsýslunni, erlendum samskiptum og hinu og þessu,“ segir Gunnar Bragi um ráðninguna. Ásamt Sunnu var Viggó Jónsson einnig skipaður í stjórnina. Hann hefur setið í sveitarstjórn Skagafjarðar fyrir hönd Framsóknarflokksins síðan árið 2010 en hann á einnig sæti sem varamaður í stjórn Kaupfélags Skagafjarðar. Spurður út í skipun Viggós segir Gunnar Bragi hann vel hæfan. „Hann er einhvers konar rafmagnsfræðingur, minnir mig. Auk þess hefur hann mikla reynslu af atvinnuþróun og af atvinnulífinu.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmann sinn í stjórn hjá Matís Aðstoðarmaður ráðherra og sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknar í Skagafirði skipaðir í stjórn Matís. Þremur tilkynnt kvöldið fyrir aðalfund að þeim yrði vikið úr stjórn. Mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er meðal hinna nýj 20. október 2016 07:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmann sinn í stjórn hjá Matís Aðstoðarmaður ráðherra og sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknar í Skagafirði skipaðir í stjórn Matís. Þremur tilkynnt kvöldið fyrir aðalfund að þeim yrði vikið úr stjórn. Mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er meðal hinna nýj 20. október 2016 07:00