Hættur við að slíta pólitískum tengslum við Bandaríkin Birgir Örn Steinarsson skrifar 22. október 2016 16:44 Duterte virðist ekki mjög hrifinn af utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Vísir/AFP Forseti Filippseyja hefur dregið til baka tilkynningu sína frá því á fimmtudag að landið ætlaði sér að slíta öll tengsl við Bandaríkin. Hann lét þau orð falla á meðan hann var í heimsókn í Kína að Filippseyja ætluðu sér að slíta alla viðskipta- og hernaðarsamninga við Bandaríkin. Í sömu ræðu sagðist hann ætla að hitta Vladimir Putin rússlandsforseta til þess að ræða bandalag á milli landanna. Í dag virðist honum þó hafa snúist hugur. „Við ætlum ekki að slíta tengsl okkar við Bandaríkin,“ sagði hann í yfirlýsingu sem hann gaf út frá heimili sínu í borginni Davao. „Það myndi þýða að við ætluðum okkur að slíta öll pólitísk tengsl við landið. Við getum ekki gert það? Hvers vegna ekki? Það væri betra fyrir hagsmuni landsins míns að við viðhöldum samskiptum við þá.“Hugarfarsbreyting fremur en formleg slitDuterte reyndi að útskýra fyrri tilkynningu sína á þann hátt að um hugarfarsbreytingu væri að ræða frekar en pólitíska ákvörðun. „Það sem ég var í raun að segja var að við erum að færast frá þeim í utanríkisstefnu okkar. Hér áður fyrr, þar til ég varð forseti, höfum við alltaf fylgt því sem Bandaríkin hafa ákveðið að gera. Það hefur verið ætlast til þess að Filippseyjar fylgi utanríkisstefnu þeirra í einu og öllu. Það ætla ég ekki að gera.“ Talsmenn Hvíta hússins fögnuðu þessari skilgreiningu Duterte og sögðu hana meira í ætt við sjötíu ára bandalag þjóðanna. Duterte hefur verið mjög harðorður í garð Barack Obama forseta Bandaríkjanna og meðal annars kallað hann „tíkarson“ eftir að hann afboðaði fyrirhugaðan fund þeirra á milli. Duterte baðst síðar afsökunar á þeim orðum sínum. Tengdar fréttir Duterte snýr sér til Kína Segir Bandaríkin hafa „tapað“. 20. október 2016 13:28 Duterte líkir sjálfum sér við Hitler Forseti Filippseyja segir að á Fillipseyjum væru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga og að hann myndi glaður vilja slátra þeim öllum. 30. september 2016 08:26 Segir Obama að „fara til helvítis“ Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist ætla að „hætta með“ Bandaríkjunum. 4. október 2016 17:40 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Forseti Filippseyja hefur dregið til baka tilkynningu sína frá því á fimmtudag að landið ætlaði sér að slíta öll tengsl við Bandaríkin. Hann lét þau orð falla á meðan hann var í heimsókn í Kína að Filippseyja ætluðu sér að slíta alla viðskipta- og hernaðarsamninga við Bandaríkin. Í sömu ræðu sagðist hann ætla að hitta Vladimir Putin rússlandsforseta til þess að ræða bandalag á milli landanna. Í dag virðist honum þó hafa snúist hugur. „Við ætlum ekki að slíta tengsl okkar við Bandaríkin,“ sagði hann í yfirlýsingu sem hann gaf út frá heimili sínu í borginni Davao. „Það myndi þýða að við ætluðum okkur að slíta öll pólitísk tengsl við landið. Við getum ekki gert það? Hvers vegna ekki? Það væri betra fyrir hagsmuni landsins míns að við viðhöldum samskiptum við þá.“Hugarfarsbreyting fremur en formleg slitDuterte reyndi að útskýra fyrri tilkynningu sína á þann hátt að um hugarfarsbreytingu væri að ræða frekar en pólitíska ákvörðun. „Það sem ég var í raun að segja var að við erum að færast frá þeim í utanríkisstefnu okkar. Hér áður fyrr, þar til ég varð forseti, höfum við alltaf fylgt því sem Bandaríkin hafa ákveðið að gera. Það hefur verið ætlast til þess að Filippseyjar fylgi utanríkisstefnu þeirra í einu og öllu. Það ætla ég ekki að gera.“ Talsmenn Hvíta hússins fögnuðu þessari skilgreiningu Duterte og sögðu hana meira í ætt við sjötíu ára bandalag þjóðanna. Duterte hefur verið mjög harðorður í garð Barack Obama forseta Bandaríkjanna og meðal annars kallað hann „tíkarson“ eftir að hann afboðaði fyrirhugaðan fund þeirra á milli. Duterte baðst síðar afsökunar á þeim orðum sínum.
Tengdar fréttir Duterte snýr sér til Kína Segir Bandaríkin hafa „tapað“. 20. október 2016 13:28 Duterte líkir sjálfum sér við Hitler Forseti Filippseyja segir að á Fillipseyjum væru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga og að hann myndi glaður vilja slátra þeim öllum. 30. september 2016 08:26 Segir Obama að „fara til helvítis“ Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist ætla að „hætta með“ Bandaríkjunum. 4. október 2016 17:40 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Duterte líkir sjálfum sér við Hitler Forseti Filippseyja segir að á Fillipseyjum væru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga og að hann myndi glaður vilja slátra þeim öllum. 30. september 2016 08:26
Segir Obama að „fara til helvítis“ Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist ætla að „hætta með“ Bandaríkjunum. 4. október 2016 17:40