FH-banarnir nálgast milljarð króna í verðlaunafé fyrir Evrópuævintýrið Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. september 2016 09:45 Leikmenn og þjálfari Dundalk fagna eftir sigurinn í gærkvöldi. vísir/afp Írska liðið Dundalk, sem lagði FH í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar fyrr í sumar, gerði sér lítið fyrir og vann Viðar Örn Kjartansson og félaga í Maccabi Tel Aviv, 1-0, í annarri umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. Ævintýri Dundalk ætlar engan endi að taka en írskum fjölmiðlum fannst nógu merkilegt að liðið hefði unnið Íslandsmeistara FH í forkeppninni og gerðu mikið úr því eins og Vísir fjallaði um í sumar. Eftir sigurinn á FH vann Dundalk Íslandsvinina í BATE Borisov og komst þannig í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar gegn Legía Varsjá. Sama hvað gerðist þar var liðið öruggt með sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar þangað sem Dundalk fór eftir tap gegn pólska liðinu.Írarnir fagna sigurmarkinu.vísir/afpGullpottur Dundalk er búið að græða á tá og fingri og má hæglega fullyrða að liðið er orðið það langríkasta á Írlandi. Það nálgast nú einn milljarð króna í tekjur vegna árangurs í forkeppni Meistaradeildarinnar og riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Dundalk fékk 300.000 Evrur eða 39 milljónir króna á núvirði fyrir sigurinn á FH og 51 milljón króna fyrir að leggja BATE. Þá var írska liðið komið í gullpottinn því þó það tapaði fyrir Legía Varsjá fá liðin sem tapa í umspili Meistaradeildarinnar þrjár milljónir evra eða 385 milljónir króna. Írska félagið fékk svo aðrar 2.400.000 milljónir evra fyrir að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eða 308 milljónir króna. Fyrir það eitt að komast þessa leið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fékk Dundalk 783 milljónir króna.Formaður Dundalk tók leikinn í stúkunni í Krikanum með sínu fólki og fagnaði vel.vísir/eyþór844 milljónir og telurDundalk náði í stig á útivelli gegn AZ Alkmaar í fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en það var fyrsta stigið sem írskt lið fær í riðlakeppninni í sögunni. Stig í riðlakeppni Evrópudeildarinnar gefur 120.000 evrur eða fimmtán milljónir króna. Í gær hafði liðið svo betur gegn Maccabi Tel Avic og fékk fyrir það 360.000 evrur eða 46 milljónir króna. Leikurinn gat ekki einu sinni farið fram á heimavelli Dundalk því hann stenst ekki kröfur UEFA. Liðið hefur spilað á Tallaght-leikvanginum í Dyflinni. Í heildina er Dundalk búið að fá 844 milljónir í verðlaunafé og getur liðið haldið áfram að safna í kassann. Fjórir leikir eru eftir í riðlinum en fyrir sigur í sínum riðli fær Dundalk 64 milljónir króna og 32 milljónir fást fyrir annað sætið. Aðrar 64 milljónir fást fyrir að komast í 32 liða úrslitin. KR var eina liðið sem vann Evrópueinvígi í sumar en FH, Valur og Breiðablik féllu á fyrstu hindrun. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Stjóri Dundalk kom stuðningsmönnum FH-bananna til bjargar FH-banarnir í Dundalk þreyta frumraun sína í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á morgun þegar þeir mæta hollenska liðinu AZ Alkmaar á útivelli. 14. september 2016 23:30 Dundalk náði jafntefli og Inter tapaði | Úrslit kvöldsins FH-banarnir í Dundalk halda áfram að gera það gott í Evrópukeppni. 15. september 2016 21:15 Ævintýri FH-banana heldur áfram Dundalk frá Írlandi gerði sér lítið fyrir og vann Viðar Örn Kjartansson og félaga á heimavelli. 29. september 2016 21:00 Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Sjá meira
Írska liðið Dundalk, sem lagði FH í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar fyrr í sumar, gerði sér lítið fyrir og vann Viðar Örn Kjartansson og félaga í Maccabi Tel Aviv, 1-0, í annarri umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. Ævintýri Dundalk ætlar engan endi að taka en írskum fjölmiðlum fannst nógu merkilegt að liðið hefði unnið Íslandsmeistara FH í forkeppninni og gerðu mikið úr því eins og Vísir fjallaði um í sumar. Eftir sigurinn á FH vann Dundalk Íslandsvinina í BATE Borisov og komst þannig í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar gegn Legía Varsjá. Sama hvað gerðist þar var liðið öruggt með sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar þangað sem Dundalk fór eftir tap gegn pólska liðinu.Írarnir fagna sigurmarkinu.vísir/afpGullpottur Dundalk er búið að græða á tá og fingri og má hæglega fullyrða að liðið er orðið það langríkasta á Írlandi. Það nálgast nú einn milljarð króna í tekjur vegna árangurs í forkeppni Meistaradeildarinnar og riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Dundalk fékk 300.000 Evrur eða 39 milljónir króna á núvirði fyrir sigurinn á FH og 51 milljón króna fyrir að leggja BATE. Þá var írska liðið komið í gullpottinn því þó það tapaði fyrir Legía Varsjá fá liðin sem tapa í umspili Meistaradeildarinnar þrjár milljónir evra eða 385 milljónir króna. Írska félagið fékk svo aðrar 2.400.000 milljónir evra fyrir að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eða 308 milljónir króna. Fyrir það eitt að komast þessa leið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fékk Dundalk 783 milljónir króna.Formaður Dundalk tók leikinn í stúkunni í Krikanum með sínu fólki og fagnaði vel.vísir/eyþór844 milljónir og telurDundalk náði í stig á útivelli gegn AZ Alkmaar í fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en það var fyrsta stigið sem írskt lið fær í riðlakeppninni í sögunni. Stig í riðlakeppni Evrópudeildarinnar gefur 120.000 evrur eða fimmtán milljónir króna. Í gær hafði liðið svo betur gegn Maccabi Tel Avic og fékk fyrir það 360.000 evrur eða 46 milljónir króna. Leikurinn gat ekki einu sinni farið fram á heimavelli Dundalk því hann stenst ekki kröfur UEFA. Liðið hefur spilað á Tallaght-leikvanginum í Dyflinni. Í heildina er Dundalk búið að fá 844 milljónir í verðlaunafé og getur liðið haldið áfram að safna í kassann. Fjórir leikir eru eftir í riðlinum en fyrir sigur í sínum riðli fær Dundalk 64 milljónir króna og 32 milljónir fást fyrir annað sætið. Aðrar 64 milljónir fást fyrir að komast í 32 liða úrslitin. KR var eina liðið sem vann Evrópueinvígi í sumar en FH, Valur og Breiðablik féllu á fyrstu hindrun.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Stjóri Dundalk kom stuðningsmönnum FH-bananna til bjargar FH-banarnir í Dundalk þreyta frumraun sína í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á morgun þegar þeir mæta hollenska liðinu AZ Alkmaar á útivelli. 14. september 2016 23:30 Dundalk náði jafntefli og Inter tapaði | Úrslit kvöldsins FH-banarnir í Dundalk halda áfram að gera það gott í Evrópukeppni. 15. september 2016 21:15 Ævintýri FH-banana heldur áfram Dundalk frá Írlandi gerði sér lítið fyrir og vann Viðar Örn Kjartansson og félaga á heimavelli. 29. september 2016 21:00 Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Sjá meira
Stjóri Dundalk kom stuðningsmönnum FH-bananna til bjargar FH-banarnir í Dundalk þreyta frumraun sína í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á morgun þegar þeir mæta hollenska liðinu AZ Alkmaar á útivelli. 14. september 2016 23:30
Dundalk náði jafntefli og Inter tapaði | Úrslit kvöldsins FH-banarnir í Dundalk halda áfram að gera það gott í Evrópukeppni. 15. september 2016 21:15
Ævintýri FH-banana heldur áfram Dundalk frá Írlandi gerði sér lítið fyrir og vann Viðar Örn Kjartansson og félaga á heimavelli. 29. september 2016 21:00