Lífeyrismálið í gegn á Alþingi ef annað fer út Snærós Sindradóttir skrifar 21. september 2016 07:00 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. vísir/anton brink „Það er spurning hvort ríkisstjórnin sjái fyrir sér að liðka eitthvað fyrir þessu máli með því að setja önnur mál til hliðar,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, og nefnir sem dæmi umdeilt frumvarp um breytingar á námslánakerfinu og LÍN. Á mánudag kynnti ríkisstjórnin áform um breytingar á lífeyrissjóðakerfinu sem gera eiga launafólki auðveldara að færa sig á milli opinbers og almenns vinnumarkaðar. Einnig að lífeyrisaldur opinberra starfsmanna verður hækkaður í 67 ár.Óttarr ProppéMálið er umfangsmikið en þingmaður Pírata, Birgitta Jónsdóttir, átti í orðaskiptum við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra vegna þess á þingi á mánudag og kallaði eftir því að málið fengi eðlilega þinglega meðferð, kallað væri eftir umsögnum um málið en það ekki klárað á einni viku. Bjarni Benediktsson sagði í kjölfarið að ef slík staða kæmi upp þá væri tilefni til að framlengja þingið. Þingið ætti ekki að ljúka störfum án þess að hafa klárað málið. „Það er ljóst að forystumenn verkalýðshreyfingarinnar standa að baki tillögunum. Það breytir því ekki að við berum ábyrgð á því að fjalla vandlega um málið. Þetta er viðamikil breyting sem er mikilvægt að sé rýnd, hvernig hún kemur út fyrir kynslóðirnar og svo framvegis,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.Guðlaugur Þór Þórðarson segir það kalla á niðurskurð næstu ár ef samkomulagið verður ekki staðfest strax.vísir/stefánKatrín kastar fram þeirri hugmynd að stofnuð verði milliþinganefnd sem geti farið með málið fram á næsta kjörtímabil. Stjórnarflokkunum finnst hins vegar mikilvægt að málið klárist á þessu ári. Töluverður afgangur er af ríkissjóði nú vegna stöðugleikaframlagsins en fari svo að málið verði afgreitt á næsta ári, og umsamin eingreiðsla úr ríkissjóði bókfærist ekki á þessu ári, ætti að koma fram halli á fjárlögum næsta árs. „Samkvæmt Ríkisfjármálaáætlun og þeim reglum sem við höfum sett um opinber fjármál megum við ekki hafa halla á fjárlögum núna. Ef við settum þetta á á næsta ári myndi það kalla á mikinn niðurskurð ríkisútgjalda á árunum þar á eftir,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
„Það er spurning hvort ríkisstjórnin sjái fyrir sér að liðka eitthvað fyrir þessu máli með því að setja önnur mál til hliðar,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, og nefnir sem dæmi umdeilt frumvarp um breytingar á námslánakerfinu og LÍN. Á mánudag kynnti ríkisstjórnin áform um breytingar á lífeyrissjóðakerfinu sem gera eiga launafólki auðveldara að færa sig á milli opinbers og almenns vinnumarkaðar. Einnig að lífeyrisaldur opinberra starfsmanna verður hækkaður í 67 ár.Óttarr ProppéMálið er umfangsmikið en þingmaður Pírata, Birgitta Jónsdóttir, átti í orðaskiptum við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra vegna þess á þingi á mánudag og kallaði eftir því að málið fengi eðlilega þinglega meðferð, kallað væri eftir umsögnum um málið en það ekki klárað á einni viku. Bjarni Benediktsson sagði í kjölfarið að ef slík staða kæmi upp þá væri tilefni til að framlengja þingið. Þingið ætti ekki að ljúka störfum án þess að hafa klárað málið. „Það er ljóst að forystumenn verkalýðshreyfingarinnar standa að baki tillögunum. Það breytir því ekki að við berum ábyrgð á því að fjalla vandlega um málið. Þetta er viðamikil breyting sem er mikilvægt að sé rýnd, hvernig hún kemur út fyrir kynslóðirnar og svo framvegis,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.Guðlaugur Þór Þórðarson segir það kalla á niðurskurð næstu ár ef samkomulagið verður ekki staðfest strax.vísir/stefánKatrín kastar fram þeirri hugmynd að stofnuð verði milliþinganefnd sem geti farið með málið fram á næsta kjörtímabil. Stjórnarflokkunum finnst hins vegar mikilvægt að málið klárist á þessu ári. Töluverður afgangur er af ríkissjóði nú vegna stöðugleikaframlagsins en fari svo að málið verði afgreitt á næsta ári, og umsamin eingreiðsla úr ríkissjóði bókfærist ekki á þessu ári, ætti að koma fram halli á fjárlögum næsta árs. „Samkvæmt Ríkisfjármálaáætlun og þeim reglum sem við höfum sett um opinber fjármál megum við ekki hafa halla á fjárlögum núna. Ef við settum þetta á á næsta ári myndi það kalla á mikinn niðurskurð ríkisútgjalda á árunum þar á eftir,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira