Lífeyrismálið í gegn á Alþingi ef annað fer út Snærós Sindradóttir skrifar 21. september 2016 07:00 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. vísir/anton brink „Það er spurning hvort ríkisstjórnin sjái fyrir sér að liðka eitthvað fyrir þessu máli með því að setja önnur mál til hliðar,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, og nefnir sem dæmi umdeilt frumvarp um breytingar á námslánakerfinu og LÍN. Á mánudag kynnti ríkisstjórnin áform um breytingar á lífeyrissjóðakerfinu sem gera eiga launafólki auðveldara að færa sig á milli opinbers og almenns vinnumarkaðar. Einnig að lífeyrisaldur opinberra starfsmanna verður hækkaður í 67 ár.Óttarr ProppéMálið er umfangsmikið en þingmaður Pírata, Birgitta Jónsdóttir, átti í orðaskiptum við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra vegna þess á þingi á mánudag og kallaði eftir því að málið fengi eðlilega þinglega meðferð, kallað væri eftir umsögnum um málið en það ekki klárað á einni viku. Bjarni Benediktsson sagði í kjölfarið að ef slík staða kæmi upp þá væri tilefni til að framlengja þingið. Þingið ætti ekki að ljúka störfum án þess að hafa klárað málið. „Það er ljóst að forystumenn verkalýðshreyfingarinnar standa að baki tillögunum. Það breytir því ekki að við berum ábyrgð á því að fjalla vandlega um málið. Þetta er viðamikil breyting sem er mikilvægt að sé rýnd, hvernig hún kemur út fyrir kynslóðirnar og svo framvegis,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.Guðlaugur Þór Þórðarson segir það kalla á niðurskurð næstu ár ef samkomulagið verður ekki staðfest strax.vísir/stefánKatrín kastar fram þeirri hugmynd að stofnuð verði milliþinganefnd sem geti farið með málið fram á næsta kjörtímabil. Stjórnarflokkunum finnst hins vegar mikilvægt að málið klárist á þessu ári. Töluverður afgangur er af ríkissjóði nú vegna stöðugleikaframlagsins en fari svo að málið verði afgreitt á næsta ári, og umsamin eingreiðsla úr ríkissjóði bókfærist ekki á þessu ári, ætti að koma fram halli á fjárlögum næsta árs. „Samkvæmt Ríkisfjármálaáætlun og þeim reglum sem við höfum sett um opinber fjármál megum við ekki hafa halla á fjárlögum núna. Ef við settum þetta á á næsta ári myndi það kalla á mikinn niðurskurð ríkisútgjalda á árunum þar á eftir,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Sjá meira
„Það er spurning hvort ríkisstjórnin sjái fyrir sér að liðka eitthvað fyrir þessu máli með því að setja önnur mál til hliðar,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, og nefnir sem dæmi umdeilt frumvarp um breytingar á námslánakerfinu og LÍN. Á mánudag kynnti ríkisstjórnin áform um breytingar á lífeyrissjóðakerfinu sem gera eiga launafólki auðveldara að færa sig á milli opinbers og almenns vinnumarkaðar. Einnig að lífeyrisaldur opinberra starfsmanna verður hækkaður í 67 ár.Óttarr ProppéMálið er umfangsmikið en þingmaður Pírata, Birgitta Jónsdóttir, átti í orðaskiptum við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra vegna þess á þingi á mánudag og kallaði eftir því að málið fengi eðlilega þinglega meðferð, kallað væri eftir umsögnum um málið en það ekki klárað á einni viku. Bjarni Benediktsson sagði í kjölfarið að ef slík staða kæmi upp þá væri tilefni til að framlengja þingið. Þingið ætti ekki að ljúka störfum án þess að hafa klárað málið. „Það er ljóst að forystumenn verkalýðshreyfingarinnar standa að baki tillögunum. Það breytir því ekki að við berum ábyrgð á því að fjalla vandlega um málið. Þetta er viðamikil breyting sem er mikilvægt að sé rýnd, hvernig hún kemur út fyrir kynslóðirnar og svo framvegis,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.Guðlaugur Þór Þórðarson segir það kalla á niðurskurð næstu ár ef samkomulagið verður ekki staðfest strax.vísir/stefánKatrín kastar fram þeirri hugmynd að stofnuð verði milliþinganefnd sem geti farið með málið fram á næsta kjörtímabil. Stjórnarflokkunum finnst hins vegar mikilvægt að málið klárist á þessu ári. Töluverður afgangur er af ríkissjóði nú vegna stöðugleikaframlagsins en fari svo að málið verði afgreitt á næsta ári, og umsamin eingreiðsla úr ríkissjóði bókfærist ekki á þessu ári, ætti að koma fram halli á fjárlögum næsta árs. „Samkvæmt Ríkisfjármálaáætlun og þeim reglum sem við höfum sett um opinber fjármál megum við ekki hafa halla á fjárlögum núna. Ef við settum þetta á á næsta ári myndi það kalla á mikinn niðurskurð ríkisútgjalda á árunum þar á eftir,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda