Heldur myndlistarsýningu í stigaganginum heima Tinni Sveinsson skrifar 19. ágúst 2016 10:45 Sýningin hlaut nafnið Stairway to heaven og segir Aron málverkin unnin út frá zen-hugmyndafræðinni. Mynd/Lilja Jónsdóttir „Mér finnst gaman að leika mér með rými sem eru ekki hefðbundin sýningarrými,“ segir listamaðurinn Aron Bergmann Magnússon en hann ætlar að halda myndlistarsýningu á stigaganginum sínum á Skólavörðustíg 22b á Menningarnótt. Aron er ekki óvanur óhefðbundnum sýningarrýmum en hann hefur meðal annars breytt Sundhöll Keflavíkur í listasal. „Síðan breyttum við gamalli fiskvinnslu í sýningarrými sem varð síðan að galleríi,“ segir Aron en er þetta í fyrsta skipti sem hann heldur listasýningu á stigagangi. „Ég ákvað að nýta loksins staðsetninguna mína í eitthvað gott,“ segir listamaðurinn en hann hefur búið á Skólavörðustígnum í fjögur ár. Sýningin hefur hlotið nafnið „Stairway to heaven“ og segir Aron málverkin vera unnin út frá zen-hugmyndafræðinni. Þá gefur listamaðurinn upp vissa hluti í verkinu en leyfir ímyndunarafli áhorfandans að leika sér. „Ég mála kannski nokkur aðalatriði en svo gerir ímyndunaraflið restina,“ segir listamaðurinn. „Ég er ekki að fylla upp í neitt.“ Aron hefur verið að teikna frá blautu barnsbeini en hann lærði síðar hjá listakonunni Sossu á unglingsárunum. Eftir að hann kláraði myndlist á framhaldsskólastigi á Akureyri lá leið hans til Flórens þar sem hann útskrifaðist úr listaháskólanum Lorenzo de' Medici árið 2003. Aron hefur hinsvegar ekki setið auðum höndum síðan þá en í dag starfar hann sem leikmyndahönnuður og hugmyndasmiður. „Og vegna ofvirkninnar eyði ég flestum kvöldum heima að mála,“ segir listamaðurinn og hlær. Sýningin hefst klukkan 16 á laugardag og mun standa til 20 í stigagangi Arons við Skólavörðustíg 22b. Menning Menningarnótt Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Mér finnst gaman að leika mér með rými sem eru ekki hefðbundin sýningarrými,“ segir listamaðurinn Aron Bergmann Magnússon en hann ætlar að halda myndlistarsýningu á stigaganginum sínum á Skólavörðustíg 22b á Menningarnótt. Aron er ekki óvanur óhefðbundnum sýningarrýmum en hann hefur meðal annars breytt Sundhöll Keflavíkur í listasal. „Síðan breyttum við gamalli fiskvinnslu í sýningarrými sem varð síðan að galleríi,“ segir Aron en er þetta í fyrsta skipti sem hann heldur listasýningu á stigagangi. „Ég ákvað að nýta loksins staðsetninguna mína í eitthvað gott,“ segir listamaðurinn en hann hefur búið á Skólavörðustígnum í fjögur ár. Sýningin hefur hlotið nafnið „Stairway to heaven“ og segir Aron málverkin vera unnin út frá zen-hugmyndafræðinni. Þá gefur listamaðurinn upp vissa hluti í verkinu en leyfir ímyndunarafli áhorfandans að leika sér. „Ég mála kannski nokkur aðalatriði en svo gerir ímyndunaraflið restina,“ segir listamaðurinn. „Ég er ekki að fylla upp í neitt.“ Aron hefur verið að teikna frá blautu barnsbeini en hann lærði síðar hjá listakonunni Sossu á unglingsárunum. Eftir að hann kláraði myndlist á framhaldsskólastigi á Akureyri lá leið hans til Flórens þar sem hann útskrifaðist úr listaháskólanum Lorenzo de' Medici árið 2003. Aron hefur hinsvegar ekki setið auðum höndum síðan þá en í dag starfar hann sem leikmyndahönnuður og hugmyndasmiður. „Og vegna ofvirkninnar eyði ég flestum kvöldum heima að mála,“ segir listamaðurinn og hlær. Sýningin hefst klukkan 16 á laugardag og mun standa til 20 í stigagangi Arons við Skólavörðustíg 22b.
Menning Menningarnótt Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira