Símon Birgisson gefur kost á sér í forystusveit Samfylkingarinnar í Kraganum Birta Svavarsdóttir skrifar 19. ágúst 2016 16:29 Símon Örn Birgisson Símon Birgisson, 31 árs Hafnfirðingur, býður sig fram í 3. sæti í forvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símoni í dag. Símon hefur komið víða við á íslenskum fjölmiðlum sem blaðamaður, pistlahöfundur og leiklistargagnrýnandi. Einnig var hann einn af stofnendum og síðar formaður Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Símon er menntaður leiklistarfræðingur og hefur unnið í leikhúsum á Íslandi, Þýskalandi og í Sviss. Hann hefur tvívegis hlotið Grímuverðlaun fyrir leikrit ársins og starfar nú sem dramatúrg í Þjóðleikhúsinu. „Sterkur jafnaðarmannaflokkur er valkostur sem á að standa fólki til boða. Flokkur sem stendur vörð um hagsmuni almennings, velferðar-, mennta- og heilbrigðiskerfið. Flokkur sem ungt fólk og barnafjölskyldur geta treyst til að vernda hagsmuni kynslóðar sem upplifir skert lífskjör og skuldasöfnun.“ segir Símon í tilkynningunni. Þá segist hann ætla að leggja áherslu á að laga þann húsnæðisvanda sem blasir við ungu fólki á Íslandi í dag, sem og leggja rækt við menningu og listir. „Ég ætla að leggja mitt af mörkum verði ég kosinn til að breyta okkar kerfi þannig að ungt fólk sé ekki fast í vítahring skulda og leigu. Því miður eru margir sem gefast upp og flytja í burtu frá Íslandi og það er mikill skaði fyrir okkur sem samfélag og þjóð.“ „Menningin á það til að gleymast í pólitíkinni og fær lítið pláss í stefnuskrám stjórnmálaflokka eða framboðstilkyningum – sem er synd því í menningunni birtist sjálfsmynd okkar sem þjóðar. Menningin dregur ferðamenn til landsins, skapar störf og veitir ungu fólki tækifæri á erlendri grundu. Menningin er líka gagnrýnin, hún afhjúpar valdastéttir og hún sameinar okkur á erfiðum stundum. Hún er andleg næring sem verður ekki metin til fjár.“ „Ég veit að ég get lagt fjölmargt af mörkum þrátt fyrir að ég hafi ekki reynslu sem þingmaður. Það á heldur ekki að vera drifkraftur fólks – að sækjast eftir starfi þingmanns. Maður vill einfaldlega láta gott af sér leiða. Drifkrafturinn eru málefnin. Þegar maður sér óréttlætið og finnur hvernig kerfið bregst almenningi þá verður maður að taka til sinna mála.“ Kosningar 2016 X16 Suðvestur Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Símon Birgisson, 31 árs Hafnfirðingur, býður sig fram í 3. sæti í forvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símoni í dag. Símon hefur komið víða við á íslenskum fjölmiðlum sem blaðamaður, pistlahöfundur og leiklistargagnrýnandi. Einnig var hann einn af stofnendum og síðar formaður Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Símon er menntaður leiklistarfræðingur og hefur unnið í leikhúsum á Íslandi, Þýskalandi og í Sviss. Hann hefur tvívegis hlotið Grímuverðlaun fyrir leikrit ársins og starfar nú sem dramatúrg í Þjóðleikhúsinu. „Sterkur jafnaðarmannaflokkur er valkostur sem á að standa fólki til boða. Flokkur sem stendur vörð um hagsmuni almennings, velferðar-, mennta- og heilbrigðiskerfið. Flokkur sem ungt fólk og barnafjölskyldur geta treyst til að vernda hagsmuni kynslóðar sem upplifir skert lífskjör og skuldasöfnun.“ segir Símon í tilkynningunni. Þá segist hann ætla að leggja áherslu á að laga þann húsnæðisvanda sem blasir við ungu fólki á Íslandi í dag, sem og leggja rækt við menningu og listir. „Ég ætla að leggja mitt af mörkum verði ég kosinn til að breyta okkar kerfi þannig að ungt fólk sé ekki fast í vítahring skulda og leigu. Því miður eru margir sem gefast upp og flytja í burtu frá Íslandi og það er mikill skaði fyrir okkur sem samfélag og þjóð.“ „Menningin á það til að gleymast í pólitíkinni og fær lítið pláss í stefnuskrám stjórnmálaflokka eða framboðstilkyningum – sem er synd því í menningunni birtist sjálfsmynd okkar sem þjóðar. Menningin dregur ferðamenn til landsins, skapar störf og veitir ungu fólki tækifæri á erlendri grundu. Menningin er líka gagnrýnin, hún afhjúpar valdastéttir og hún sameinar okkur á erfiðum stundum. Hún er andleg næring sem verður ekki metin til fjár.“ „Ég veit að ég get lagt fjölmargt af mörkum þrátt fyrir að ég hafi ekki reynslu sem þingmaður. Það á heldur ekki að vera drifkraftur fólks – að sækjast eftir starfi þingmanns. Maður vill einfaldlega láta gott af sér leiða. Drifkrafturinn eru málefnin. Þegar maður sér óréttlætið og finnur hvernig kerfið bregst almenningi þá verður maður að taka til sinna mála.“
Kosningar 2016 X16 Suðvestur Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira