Símon Birgisson gefur kost á sér í forystusveit Samfylkingarinnar í Kraganum Birta Svavarsdóttir skrifar 19. ágúst 2016 16:29 Símon Örn Birgisson Símon Birgisson, 31 árs Hafnfirðingur, býður sig fram í 3. sæti í forvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símoni í dag. Símon hefur komið víða við á íslenskum fjölmiðlum sem blaðamaður, pistlahöfundur og leiklistargagnrýnandi. Einnig var hann einn af stofnendum og síðar formaður Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Símon er menntaður leiklistarfræðingur og hefur unnið í leikhúsum á Íslandi, Þýskalandi og í Sviss. Hann hefur tvívegis hlotið Grímuverðlaun fyrir leikrit ársins og starfar nú sem dramatúrg í Þjóðleikhúsinu. „Sterkur jafnaðarmannaflokkur er valkostur sem á að standa fólki til boða. Flokkur sem stendur vörð um hagsmuni almennings, velferðar-, mennta- og heilbrigðiskerfið. Flokkur sem ungt fólk og barnafjölskyldur geta treyst til að vernda hagsmuni kynslóðar sem upplifir skert lífskjör og skuldasöfnun.“ segir Símon í tilkynningunni. Þá segist hann ætla að leggja áherslu á að laga þann húsnæðisvanda sem blasir við ungu fólki á Íslandi í dag, sem og leggja rækt við menningu og listir. „Ég ætla að leggja mitt af mörkum verði ég kosinn til að breyta okkar kerfi þannig að ungt fólk sé ekki fast í vítahring skulda og leigu. Því miður eru margir sem gefast upp og flytja í burtu frá Íslandi og það er mikill skaði fyrir okkur sem samfélag og þjóð.“ „Menningin á það til að gleymast í pólitíkinni og fær lítið pláss í stefnuskrám stjórnmálaflokka eða framboðstilkyningum – sem er synd því í menningunni birtist sjálfsmynd okkar sem þjóðar. Menningin dregur ferðamenn til landsins, skapar störf og veitir ungu fólki tækifæri á erlendri grundu. Menningin er líka gagnrýnin, hún afhjúpar valdastéttir og hún sameinar okkur á erfiðum stundum. Hún er andleg næring sem verður ekki metin til fjár.“ „Ég veit að ég get lagt fjölmargt af mörkum þrátt fyrir að ég hafi ekki reynslu sem þingmaður. Það á heldur ekki að vera drifkraftur fólks – að sækjast eftir starfi þingmanns. Maður vill einfaldlega láta gott af sér leiða. Drifkrafturinn eru málefnin. Þegar maður sér óréttlætið og finnur hvernig kerfið bregst almenningi þá verður maður að taka til sinna mála.“ Kosningar 2016 X16 Suðvestur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
Símon Birgisson, 31 árs Hafnfirðingur, býður sig fram í 3. sæti í forvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símoni í dag. Símon hefur komið víða við á íslenskum fjölmiðlum sem blaðamaður, pistlahöfundur og leiklistargagnrýnandi. Einnig var hann einn af stofnendum og síðar formaður Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Símon er menntaður leiklistarfræðingur og hefur unnið í leikhúsum á Íslandi, Þýskalandi og í Sviss. Hann hefur tvívegis hlotið Grímuverðlaun fyrir leikrit ársins og starfar nú sem dramatúrg í Þjóðleikhúsinu. „Sterkur jafnaðarmannaflokkur er valkostur sem á að standa fólki til boða. Flokkur sem stendur vörð um hagsmuni almennings, velferðar-, mennta- og heilbrigðiskerfið. Flokkur sem ungt fólk og barnafjölskyldur geta treyst til að vernda hagsmuni kynslóðar sem upplifir skert lífskjör og skuldasöfnun.“ segir Símon í tilkynningunni. Þá segist hann ætla að leggja áherslu á að laga þann húsnæðisvanda sem blasir við ungu fólki á Íslandi í dag, sem og leggja rækt við menningu og listir. „Ég ætla að leggja mitt af mörkum verði ég kosinn til að breyta okkar kerfi þannig að ungt fólk sé ekki fast í vítahring skulda og leigu. Því miður eru margir sem gefast upp og flytja í burtu frá Íslandi og það er mikill skaði fyrir okkur sem samfélag og þjóð.“ „Menningin á það til að gleymast í pólitíkinni og fær lítið pláss í stefnuskrám stjórnmálaflokka eða framboðstilkyningum – sem er synd því í menningunni birtist sjálfsmynd okkar sem þjóðar. Menningin dregur ferðamenn til landsins, skapar störf og veitir ungu fólki tækifæri á erlendri grundu. Menningin er líka gagnrýnin, hún afhjúpar valdastéttir og hún sameinar okkur á erfiðum stundum. Hún er andleg næring sem verður ekki metin til fjár.“ „Ég veit að ég get lagt fjölmargt af mörkum þrátt fyrir að ég hafi ekki reynslu sem þingmaður. Það á heldur ekki að vera drifkraftur fólks – að sækjast eftir starfi þingmanns. Maður vill einfaldlega láta gott af sér leiða. Drifkrafturinn eru málefnin. Þegar maður sér óréttlætið og finnur hvernig kerfið bregst almenningi þá verður maður að taka til sinna mála.“
Kosningar 2016 X16 Suðvestur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira