Frábær blanda hjá frábæru liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2016 09:00 Dimitri Payet hefur farið á kostum. vísir/getty Sigurlaun strákanna okkar fyrir að komast í 16 liða úrslit EM var leikur gegn Englandi. Leikur sem þjóðin var búin að bíða eftir. Ekki verður það minni viðburður þegar Ísland mætir sjálfum gestgjöfum Frakklands í átta liða úrslitum á þjóðarleikvangi þeirra, Stade de France. Franska liðinu er spáð sigri af ansi mörgum og er það vel skiljanlegt. Það er frábærlega vel mannað og að mati Heimis Hallgrímssonar, landsliðsþjálfara Íslands, með sterkasta 23 manna hópinn á mótinu. Frakkar þekkja það líka vel að vinna titla á heimavelli en þeir urðu Evrópumeistarar í Frakklandi 1984 og heimsmeistarar fjórtán árum síðar. Frakkland er með eins góða blöndu í sínu liði og þær verða; þrautreynda leikmenn sem hafa spilað með bestu liðum Evrópu í bland við ungstirni sem eru reyndar flest hver líka að spila með risum í álfunni. Frakkar geta séð fram á velgengni næsta áratuginn eða svo með leikmennina sem eru að koma upp en það sem skiptir máli er að liðið er líka tilbúið til að vinna núna. Frakkar hafa spilað góðan bolta á mótinu og verið mjög sókndjarfir sem er eitthvað sem hentar strákunum okkar mjög vel svo fremi að þeir fari að byggja upp betri skyndisóknir. Þær hefur algjörlega vantað í íslenska liðið. Þrátt fyrir að spila svona sóknarsinnaðan bolta hefur liðið átt í erfiðleikum með að skora í fyrri hálfleik. En mörkin koma alltaf á endanum. Franska liðið sækir svo stíft og hefur svo góða leikmenn til að skipta inn á að mótherjinn þreytist svakalega. Það er því engin tilviljun að liðið er alltaf að skora svona seint. Það er bara eins gott að okkar menn fá sex daga hvíld fyrir leikinn. Frakkland er lið sem skildi eftir heima framherja á borð við Alexandre Lacazette, Evrópudeildarmeistarann Kévin Gameiro og sjálfan Karim Benzema. Samt koma þar inn af bekknum Anthony Martial og Kingsley Coman. Breiddin fram á við er ógnvænleg. Franska liðið er miklu betra en það enska. Þetta verður erfiðasta verkefni landsliðsins undir stjórn Lars og Heimis. Það er klárt. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjá meira
Sigurlaun strákanna okkar fyrir að komast í 16 liða úrslit EM var leikur gegn Englandi. Leikur sem þjóðin var búin að bíða eftir. Ekki verður það minni viðburður þegar Ísland mætir sjálfum gestgjöfum Frakklands í átta liða úrslitum á þjóðarleikvangi þeirra, Stade de France. Franska liðinu er spáð sigri af ansi mörgum og er það vel skiljanlegt. Það er frábærlega vel mannað og að mati Heimis Hallgrímssonar, landsliðsþjálfara Íslands, með sterkasta 23 manna hópinn á mótinu. Frakkar þekkja það líka vel að vinna titla á heimavelli en þeir urðu Evrópumeistarar í Frakklandi 1984 og heimsmeistarar fjórtán árum síðar. Frakkland er með eins góða blöndu í sínu liði og þær verða; þrautreynda leikmenn sem hafa spilað með bestu liðum Evrópu í bland við ungstirni sem eru reyndar flest hver líka að spila með risum í álfunni. Frakkar geta séð fram á velgengni næsta áratuginn eða svo með leikmennina sem eru að koma upp en það sem skiptir máli er að liðið er líka tilbúið til að vinna núna. Frakkar hafa spilað góðan bolta á mótinu og verið mjög sókndjarfir sem er eitthvað sem hentar strákunum okkar mjög vel svo fremi að þeir fari að byggja upp betri skyndisóknir. Þær hefur algjörlega vantað í íslenska liðið. Þrátt fyrir að spila svona sóknarsinnaðan bolta hefur liðið átt í erfiðleikum með að skora í fyrri hálfleik. En mörkin koma alltaf á endanum. Franska liðið sækir svo stíft og hefur svo góða leikmenn til að skipta inn á að mótherjinn þreytist svakalega. Það er því engin tilviljun að liðið er alltaf að skora svona seint. Það er bara eins gott að okkar menn fá sex daga hvíld fyrir leikinn. Frakkland er lið sem skildi eftir heima framherja á borð við Alexandre Lacazette, Evrópudeildarmeistarann Kévin Gameiro og sjálfan Karim Benzema. Samt koma þar inn af bekknum Anthony Martial og Kingsley Coman. Breiddin fram á við er ógnvænleg. Franska liðið er miklu betra en það enska. Þetta verður erfiðasta verkefni landsliðsins undir stjórn Lars og Heimis. Það er klárt.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjá meira