Samkeppniseftirlitið boðar hærri sektir Ingvar Haraldsson skrifar 19. febrúar 2016 07:00 Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, á von á að sektir eftirlitsins hækki á næstu árum. vísir/anton Búast má við því að sektir Samkeppniseftirlitsins hækki á næstu árum að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Páll sagði á fundi eftirlitsins í gær, að það yrði að líkindum niðurstaða aukinnar samræmingar eftirlitstækja samkeppniseftirlitsstofnana í Evrópu. „Eitt af því sem menn eru að draga lærdóm af úr fortíðinni í Evrópu er að sektir hafa ekki verið að hafa þau varnaðaráhrif í öllum tilfellum, í öllum ríkjum í Evrópu sem æskilegt hefði verið. Þannig að þróunin er í þá átt. Það má alveg gera ráð fyrir því að sú þróun sem verið hefur í Evrópu hækki sektir hér á landi líka,“ sagði Páll. Forstjórinn benti á að af um sextíu sektum sem Samkeppniseftirlitið hefði lagt á fyrirtæki hefðu sex fyrirtæki verið sektuð oftar en einu sinni og eitt fyrirtæki (Síminn) hefði verið sektað sex sinnum. Það bendi til þess að sektirnar hafi ekki þann fælingarmátt sem ætlast hafi verið til, að minnsta kosti ekki í þeim málum. Þá hefðu sektir Samkeppniseftirlitsins almennt verið fremur lágar miðað við þau viðmið sem ESA notar við álagningu sekta. Þá sagði Páll að á næstu árum mætti búast við því að Samkeppniseftirlitið myndi stefna að auknu gegnsæi varðandi álagningu sekta líkt og tíðkast hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Reglurnar mættu hins vegar ekki vera þannig að fyrirtæki gætu reiknað út fyrir fram hvort brot á samkeppnislögum borgi sig. Gjermund Mathiesen, yfirmaður samkeppnismála hjá ESA, sagði í erindi sínu á fundinum að búast mætti við að meira myndi bera á hlutverki ESA við rannsókn samkeppnismála hér á landi á næstu árum. ESA hefði þegar rannsakað nokkur mál sem sneru að íslenskum fyrirtækjum án þess að það hefði skilað niðurstöðu. Ósennilegt væri að ekkert þessara mála myndi skila niðurstöðu á næstu árum eða áratugum. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Búast má við því að sektir Samkeppniseftirlitsins hækki á næstu árum að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Páll sagði á fundi eftirlitsins í gær, að það yrði að líkindum niðurstaða aukinnar samræmingar eftirlitstækja samkeppniseftirlitsstofnana í Evrópu. „Eitt af því sem menn eru að draga lærdóm af úr fortíðinni í Evrópu er að sektir hafa ekki verið að hafa þau varnaðaráhrif í öllum tilfellum, í öllum ríkjum í Evrópu sem æskilegt hefði verið. Þannig að þróunin er í þá átt. Það má alveg gera ráð fyrir því að sú þróun sem verið hefur í Evrópu hækki sektir hér á landi líka,“ sagði Páll. Forstjórinn benti á að af um sextíu sektum sem Samkeppniseftirlitið hefði lagt á fyrirtæki hefðu sex fyrirtæki verið sektuð oftar en einu sinni og eitt fyrirtæki (Síminn) hefði verið sektað sex sinnum. Það bendi til þess að sektirnar hafi ekki þann fælingarmátt sem ætlast hafi verið til, að minnsta kosti ekki í þeim málum. Þá hefðu sektir Samkeppniseftirlitsins almennt verið fremur lágar miðað við þau viðmið sem ESA notar við álagningu sekta. Þá sagði Páll að á næstu árum mætti búast við því að Samkeppniseftirlitið myndi stefna að auknu gegnsæi varðandi álagningu sekta líkt og tíðkast hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Reglurnar mættu hins vegar ekki vera þannig að fyrirtæki gætu reiknað út fyrir fram hvort brot á samkeppnislögum borgi sig. Gjermund Mathiesen, yfirmaður samkeppnismála hjá ESA, sagði í erindi sínu á fundinum að búast mætti við að meira myndi bera á hlutverki ESA við rannsókn samkeppnismála hér á landi á næstu árum. ESA hefði þegar rannsakað nokkur mál sem sneru að íslenskum fyrirtækjum án þess að það hefði skilað niðurstöðu. Ósennilegt væri að ekkert þessara mála myndi skila niðurstöðu á næstu árum eða áratugum.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira