Samkeppniseftirlitið boðar hærri sektir Ingvar Haraldsson skrifar 19. febrúar 2016 07:00 Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, á von á að sektir eftirlitsins hækki á næstu árum. vísir/anton Búast má við því að sektir Samkeppniseftirlitsins hækki á næstu árum að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Páll sagði á fundi eftirlitsins í gær, að það yrði að líkindum niðurstaða aukinnar samræmingar eftirlitstækja samkeppniseftirlitsstofnana í Evrópu. „Eitt af því sem menn eru að draga lærdóm af úr fortíðinni í Evrópu er að sektir hafa ekki verið að hafa þau varnaðaráhrif í öllum tilfellum, í öllum ríkjum í Evrópu sem æskilegt hefði verið. Þannig að þróunin er í þá átt. Það má alveg gera ráð fyrir því að sú þróun sem verið hefur í Evrópu hækki sektir hér á landi líka,“ sagði Páll. Forstjórinn benti á að af um sextíu sektum sem Samkeppniseftirlitið hefði lagt á fyrirtæki hefðu sex fyrirtæki verið sektuð oftar en einu sinni og eitt fyrirtæki (Síminn) hefði verið sektað sex sinnum. Það bendi til þess að sektirnar hafi ekki þann fælingarmátt sem ætlast hafi verið til, að minnsta kosti ekki í þeim málum. Þá hefðu sektir Samkeppniseftirlitsins almennt verið fremur lágar miðað við þau viðmið sem ESA notar við álagningu sekta. Þá sagði Páll að á næstu árum mætti búast við því að Samkeppniseftirlitið myndi stefna að auknu gegnsæi varðandi álagningu sekta líkt og tíðkast hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Reglurnar mættu hins vegar ekki vera þannig að fyrirtæki gætu reiknað út fyrir fram hvort brot á samkeppnislögum borgi sig. Gjermund Mathiesen, yfirmaður samkeppnismála hjá ESA, sagði í erindi sínu á fundinum að búast mætti við að meira myndi bera á hlutverki ESA við rannsókn samkeppnismála hér á landi á næstu árum. ESA hefði þegar rannsakað nokkur mál sem sneru að íslenskum fyrirtækjum án þess að það hefði skilað niðurstöðu. Ósennilegt væri að ekkert þessara mála myndi skila niðurstöðu á næstu árum eða áratugum. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Búast má við því að sektir Samkeppniseftirlitsins hækki á næstu árum að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Páll sagði á fundi eftirlitsins í gær, að það yrði að líkindum niðurstaða aukinnar samræmingar eftirlitstækja samkeppniseftirlitsstofnana í Evrópu. „Eitt af því sem menn eru að draga lærdóm af úr fortíðinni í Evrópu er að sektir hafa ekki verið að hafa þau varnaðaráhrif í öllum tilfellum, í öllum ríkjum í Evrópu sem æskilegt hefði verið. Þannig að þróunin er í þá átt. Það má alveg gera ráð fyrir því að sú þróun sem verið hefur í Evrópu hækki sektir hér á landi líka,“ sagði Páll. Forstjórinn benti á að af um sextíu sektum sem Samkeppniseftirlitið hefði lagt á fyrirtæki hefðu sex fyrirtæki verið sektuð oftar en einu sinni og eitt fyrirtæki (Síminn) hefði verið sektað sex sinnum. Það bendi til þess að sektirnar hafi ekki þann fælingarmátt sem ætlast hafi verið til, að minnsta kosti ekki í þeim málum. Þá hefðu sektir Samkeppniseftirlitsins almennt verið fremur lágar miðað við þau viðmið sem ESA notar við álagningu sekta. Þá sagði Páll að á næstu árum mætti búast við því að Samkeppniseftirlitið myndi stefna að auknu gegnsæi varðandi álagningu sekta líkt og tíðkast hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Reglurnar mættu hins vegar ekki vera þannig að fyrirtæki gætu reiknað út fyrir fram hvort brot á samkeppnislögum borgi sig. Gjermund Mathiesen, yfirmaður samkeppnismála hjá ESA, sagði í erindi sínu á fundinum að búast mætti við að meira myndi bera á hlutverki ESA við rannsókn samkeppnismála hér á landi á næstu árum. ESA hefði þegar rannsakað nokkur mál sem sneru að íslenskum fyrirtækjum án þess að það hefði skilað niðurstöðu. Ósennilegt væri að ekkert þessara mála myndi skila niðurstöðu á næstu árum eða áratugum.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira