Samkeppniseftirlitið boðar hærri sektir Ingvar Haraldsson skrifar 19. febrúar 2016 07:00 Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, á von á að sektir eftirlitsins hækki á næstu árum. vísir/anton Búast má við því að sektir Samkeppniseftirlitsins hækki á næstu árum að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Páll sagði á fundi eftirlitsins í gær, að það yrði að líkindum niðurstaða aukinnar samræmingar eftirlitstækja samkeppniseftirlitsstofnana í Evrópu. „Eitt af því sem menn eru að draga lærdóm af úr fortíðinni í Evrópu er að sektir hafa ekki verið að hafa þau varnaðaráhrif í öllum tilfellum, í öllum ríkjum í Evrópu sem æskilegt hefði verið. Þannig að þróunin er í þá átt. Það má alveg gera ráð fyrir því að sú þróun sem verið hefur í Evrópu hækki sektir hér á landi líka,“ sagði Páll. Forstjórinn benti á að af um sextíu sektum sem Samkeppniseftirlitið hefði lagt á fyrirtæki hefðu sex fyrirtæki verið sektuð oftar en einu sinni og eitt fyrirtæki (Síminn) hefði verið sektað sex sinnum. Það bendi til þess að sektirnar hafi ekki þann fælingarmátt sem ætlast hafi verið til, að minnsta kosti ekki í þeim málum. Þá hefðu sektir Samkeppniseftirlitsins almennt verið fremur lágar miðað við þau viðmið sem ESA notar við álagningu sekta. Þá sagði Páll að á næstu árum mætti búast við því að Samkeppniseftirlitið myndi stefna að auknu gegnsæi varðandi álagningu sekta líkt og tíðkast hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Reglurnar mættu hins vegar ekki vera þannig að fyrirtæki gætu reiknað út fyrir fram hvort brot á samkeppnislögum borgi sig. Gjermund Mathiesen, yfirmaður samkeppnismála hjá ESA, sagði í erindi sínu á fundinum að búast mætti við að meira myndi bera á hlutverki ESA við rannsókn samkeppnismála hér á landi á næstu árum. ESA hefði þegar rannsakað nokkur mál sem sneru að íslenskum fyrirtækjum án þess að það hefði skilað niðurstöðu. Ósennilegt væri að ekkert þessara mála myndi skila niðurstöðu á næstu árum eða áratugum. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira
Búast má við því að sektir Samkeppniseftirlitsins hækki á næstu árum að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Páll sagði á fundi eftirlitsins í gær, að það yrði að líkindum niðurstaða aukinnar samræmingar eftirlitstækja samkeppniseftirlitsstofnana í Evrópu. „Eitt af því sem menn eru að draga lærdóm af úr fortíðinni í Evrópu er að sektir hafa ekki verið að hafa þau varnaðaráhrif í öllum tilfellum, í öllum ríkjum í Evrópu sem æskilegt hefði verið. Þannig að þróunin er í þá átt. Það má alveg gera ráð fyrir því að sú þróun sem verið hefur í Evrópu hækki sektir hér á landi líka,“ sagði Páll. Forstjórinn benti á að af um sextíu sektum sem Samkeppniseftirlitið hefði lagt á fyrirtæki hefðu sex fyrirtæki verið sektuð oftar en einu sinni og eitt fyrirtæki (Síminn) hefði verið sektað sex sinnum. Það bendi til þess að sektirnar hafi ekki þann fælingarmátt sem ætlast hafi verið til, að minnsta kosti ekki í þeim málum. Þá hefðu sektir Samkeppniseftirlitsins almennt verið fremur lágar miðað við þau viðmið sem ESA notar við álagningu sekta. Þá sagði Páll að á næstu árum mætti búast við því að Samkeppniseftirlitið myndi stefna að auknu gegnsæi varðandi álagningu sekta líkt og tíðkast hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Reglurnar mættu hins vegar ekki vera þannig að fyrirtæki gætu reiknað út fyrir fram hvort brot á samkeppnislögum borgi sig. Gjermund Mathiesen, yfirmaður samkeppnismála hjá ESA, sagði í erindi sínu á fundinum að búast mætti við að meira myndi bera á hlutverki ESA við rannsókn samkeppnismála hér á landi á næstu árum. ESA hefði þegar rannsakað nokkur mál sem sneru að íslenskum fyrirtækjum án þess að það hefði skilað niðurstöðu. Ósennilegt væri að ekkert þessara mála myndi skila niðurstöðu á næstu árum eða áratugum.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira