Secret Solstice: Mikil óánægja vegna aðgangstakmarkana á Die Antwoord Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. júní 2016 22:57 Die Antwoord hefja flutning sinn klukkan ellefu. Vísir/Bjarki/EPA Löng röð er á tónleika Die Antwoord og er ljóst að ekki komast allir að sem vilja sjá bandið troða upp. Tónleikarnir voru færðir inn eftir tafir í flugsamgöngum til og frá landinu. Tónleikarnir verða haldnir á tónleikastaðnum Hel og hefjast klukkan ellefu. Þar rúmast um fimm þúsund manns en rúmlega sjö þúsund höfðu boðað komu sína á tónleikana. Blaðamaður Vísis sem er á staðnum beið ásamt kærustu sinni í röð í klukkustund áður en honum var svo hleypt inn klukkan tíu í kvöld.Hluti raðarinnar um tíuleytið í kvöld.VísirFjölmargir hafa lýst yfir óánægju sinni á Facebook-síðu Secret-Solstice í kvöld vegna breytinganna og vegna fyrirkomulagsins. Nefna nokkrir að mikil óánægja hafi verið meðal gesta á Radiohead sökum þess hve löng röð var og hve heitt var inni í tónleikasalnum á tónlistarhátíð sem markaðsett er sem tónlistarhátíð undir berum himni. Sjá hér að neðan. Í ummælum spyr einn tónleikagestur: „Fokk maður hvað það á etir að vera riot þegar að ekki helmingurinn kemst inn?“ Þá segir annar: „Flestir sem ég þekki keyptu miða bara til að sjá Die Antwoord. Verður þá 5 tíma röð á þau og bara 5þús manns komast að?“ Þá er ein kona með sérstakar áhyggjur af öryggi ófrískra kvenna sökum þess hve lítill tónleikastaðurinn er.Fólk hafði tekið að stilla sér upp um klukkan átta.Vísir/Bjarki„Djös rugl er þetta. Maður hefði aldrei keypt sér miða ef maður hefði vitað að DA yrðu fært inn og takmörkun á fjölda fólks inná þá. Meðan ein ofspilaðasta hljómsveit í íslensku útvarpi verður úti,“ segir enn annar ósáttur tónleikagestur. Ósk Gunnarsdóttir, einn skipuleggjenda, sagði fyrr í kvöld að þetta væri eina lausnin sem möguleg væri ef hljómsveitin ætti að ná að troða upp á hátíðinni. Leyfi fyrir útitónleikum er aðeins til miðnættis og Of Monsters and Men spila til 23.30 á stóra sviðinu Valhalla. Þá eru flugumferðarstjórar ósáttir við að vera kennt um tafir á tónleikum á Secret Solstice samkvæmt heimildum Vísis. Telja þeir aðra þætti í flugsamgöngum hafa haft ríkari áhrif í morgun á tafir í flugsamgöngum en kom fram í tilkynningu frá Secret Solstice.Uppfært 23.30: Enn er gríðarlega löng röð á tónleikana sem áttu þó að hefjast fyrir hálftíma. Mörg hundruð manns bíða fyrir utan og hafa komið sér fyrir með stóla í rigningunni. Vísir talaði við konu í röðinni sem sagði mikla reiði vera í mannskapnum, svo mikla að hún óttaðist að syði upp úr. Tengdar fréttir Secret Solstice: Die Antwoord seinkar vegna forfalla flugumferðarstjóra Færa þarf tónleikana og stendur nú til að Die Antwoord spili á sviðinu Hel, sem er í gömlu Laugardalshöllinni. 19. júní 2016 15:48 Secret-Solstice: Die Antwoord þurfti að endurskipuleggja tónleika kvöldsins vegna seinkunarinnar Hljómsveitin kemur fram í Hel í kvöld klukkan ellefu. 19. júní 2016 20:25 Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Löng röð er á tónleika Die Antwoord og er ljóst að ekki komast allir að sem vilja sjá bandið troða upp. Tónleikarnir voru færðir inn eftir tafir í flugsamgöngum til og frá landinu. Tónleikarnir verða haldnir á tónleikastaðnum Hel og hefjast klukkan ellefu. Þar rúmast um fimm þúsund manns en rúmlega sjö þúsund höfðu boðað komu sína á tónleikana. Blaðamaður Vísis sem er á staðnum beið ásamt kærustu sinni í röð í klukkustund áður en honum var svo hleypt inn klukkan tíu í kvöld.Hluti raðarinnar um tíuleytið í kvöld.VísirFjölmargir hafa lýst yfir óánægju sinni á Facebook-síðu Secret-Solstice í kvöld vegna breytinganna og vegna fyrirkomulagsins. Nefna nokkrir að mikil óánægja hafi verið meðal gesta á Radiohead sökum þess hve löng röð var og hve heitt var inni í tónleikasalnum á tónlistarhátíð sem markaðsett er sem tónlistarhátíð undir berum himni. Sjá hér að neðan. Í ummælum spyr einn tónleikagestur: „Fokk maður hvað það á etir að vera riot þegar að ekki helmingurinn kemst inn?“ Þá segir annar: „Flestir sem ég þekki keyptu miða bara til að sjá Die Antwoord. Verður þá 5 tíma röð á þau og bara 5þús manns komast að?“ Þá er ein kona með sérstakar áhyggjur af öryggi ófrískra kvenna sökum þess hve lítill tónleikastaðurinn er.Fólk hafði tekið að stilla sér upp um klukkan átta.Vísir/Bjarki„Djös rugl er þetta. Maður hefði aldrei keypt sér miða ef maður hefði vitað að DA yrðu fært inn og takmörkun á fjölda fólks inná þá. Meðan ein ofspilaðasta hljómsveit í íslensku útvarpi verður úti,“ segir enn annar ósáttur tónleikagestur. Ósk Gunnarsdóttir, einn skipuleggjenda, sagði fyrr í kvöld að þetta væri eina lausnin sem möguleg væri ef hljómsveitin ætti að ná að troða upp á hátíðinni. Leyfi fyrir útitónleikum er aðeins til miðnættis og Of Monsters and Men spila til 23.30 á stóra sviðinu Valhalla. Þá eru flugumferðarstjórar ósáttir við að vera kennt um tafir á tónleikum á Secret Solstice samkvæmt heimildum Vísis. Telja þeir aðra þætti í flugsamgöngum hafa haft ríkari áhrif í morgun á tafir í flugsamgöngum en kom fram í tilkynningu frá Secret Solstice.Uppfært 23.30: Enn er gríðarlega löng röð á tónleikana sem áttu þó að hefjast fyrir hálftíma. Mörg hundruð manns bíða fyrir utan og hafa komið sér fyrir með stóla í rigningunni. Vísir talaði við konu í röðinni sem sagði mikla reiði vera í mannskapnum, svo mikla að hún óttaðist að syði upp úr.
Tengdar fréttir Secret Solstice: Die Antwoord seinkar vegna forfalla flugumferðarstjóra Færa þarf tónleikana og stendur nú til að Die Antwoord spili á sviðinu Hel, sem er í gömlu Laugardalshöllinni. 19. júní 2016 15:48 Secret-Solstice: Die Antwoord þurfti að endurskipuleggja tónleika kvöldsins vegna seinkunarinnar Hljómsveitin kemur fram í Hel í kvöld klukkan ellefu. 19. júní 2016 20:25 Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Secret Solstice: Die Antwoord seinkar vegna forfalla flugumferðarstjóra Færa þarf tónleikana og stendur nú til að Die Antwoord spili á sviðinu Hel, sem er í gömlu Laugardalshöllinni. 19. júní 2016 15:48
Secret-Solstice: Die Antwoord þurfti að endurskipuleggja tónleika kvöldsins vegna seinkunarinnar Hljómsveitin kemur fram í Hel í kvöld klukkan ellefu. 19. júní 2016 20:25