
Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum, tók meðfylgjandi myndir sem birtar voru á Facebook-síðu Þjóðgarðsins fyrr í dag en þar mátti sjá vaska kafara sem ætluðu sér að skoða Silfru en þurft frá að hverfa því hún varð svo gruggug í þessum vatnavöxtum.
Þeir brugðu hins vegar á leik fyrir framan ljósmyndara á Þingvöllum fyrr í dag sem sjá má í albúminu hér fyrir neðan.
Hægt er að skoða Facebook-síðu Þjóðgarðsins hér.