Áfram varað við miklu vatnsveðri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. október 2016 10:08 Svona var ástandið á tjaldsvæðinu á Selfossi í morgun. Vísir/Magnús Hlynur Veðurstofan varar við miklu vatnsveðri á öllu sunnan- og vestanverðu landinu í dag, miðvikudag og fyrrihluta morgundags, fimmtudags. Mest verður úrkomuákefðin í dag. Mikið hefur rignt síðustu daga og er sjaldgæft að spáð sé jafn mikilli úrkomu um land allt líkt og hefur verið síðustu daga. Myndin hér að ofan var tekin á Selfossi í morgun við tjaldsvæðið. Miklir pollar hafa myndast þar líkt og sjá má. Gert var ráð fyrir því að úrkoman myndi ná hámarki í nótt en samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu frá höfuðborgarsvæðinu fór slökkviliðið ekki í nein útköll vegna stíflaðra niðurfalla eða vatnsleka inn í hús. Fólki er áfram bent á að ganga frá niðurföllum og tryggja að vatn komist rétta leið að þeim svo lágmarka megi líkurnar á tjóni vegna úrkomunnar. Björgunarsveitarmenn Landsbjargar verða áfram í viðbragðsstöðu og bakvakt var í nótt hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra en gera má ráð fyrir að mikið muni vaxa í ám og lækjum eftir því sem líður á daginn. Á þetta sérstaklega við um vatnasvæði Hvítár í Árnessýslum, við Ölfusá, og við Norðurá og Hvítá í Borgarfirði en einnig er aukin hætta á skriðuföllum á þessum slóðum. Einnig hefur verið ákveðið að loka Þórsmerkurvegi í dag vegna vatnavaxta en búist er við miklum vatnavöxtum á Þórsmerkursvæðinu í dag vegna úrkomunnar.Veðurhorfur á landinuSunnan og suðaustan 13-20 m/s og rigning og jafnvel mikil rigning allvíða en hægari og þurrt að kalla norðaustantil. Lægir vestast um tíma um hádegi. Fer að draga úr vindi og úrkomu um landið vestanvert í nótt, en áfram rigning SA-til. Suðaustan 8-15 og lengst af þurrt fyrir norðan á morgun, en annars rigning. Hiti 5 til 12 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Suðaustlæg átt 5-10 m/s, bjartviðri norðanlands, en dálítil væta sunnan- og vestanlands. Lægir og styttir að mestu upp þegar líður á daginn. Hiti 6 til 13 stig að deginum.Á laugardag: Fremur hæg austlæg eða breytileg átt og bjart með köflum. Hiti 4 til 9 stig.Á sunnudag:Austlæg átt 5-13, hvassast syðst. Þykknar upp og fer að rigna sunnantil á landinu þegar líður á daginn, en lengst af bjart norðantil. Heldur svalara í veðri.Á mánudag:Austlæg átt og rigning með köflum eða skúrir, en þurrt að mestu norðanlands. Hiti 3 til 7 stig.Á þriðjudag:Útlit fyrir norðaustlæga átt. Rigning eða skúrir, en þurrt suðvestantil. Hiti breytist lítið. Veður Tengdar fréttir Engin útköll hjá slökkviliði í nótt Björgunarsveitarmenn Landsbjargar verða áfram í viðbragðsstöðu vegna rigningar. 12. október 2016 07:27 Mesta úrhelli í mörg ár: Svona mikil rigning svo víða á landinu afskaplega sjaldgæf „Við spáum ekki mikilli úrkomu nema það sé yfir 100 millimetrum á sólarhring og við gerum það svona öðru hverju á suðaustanverðu landinu en það er afskaplega sjaldgæft að það gerist á fjórum spásvæðum og hvað þá yfir svona langan tíma ,“ segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands aðspurð um úrkomuna framundan sem er sú mesta hér á landi í mörg ár. 11. október 2016 16:55 Búast við miklu vatnsveðri næstu daga en léttir til á föstudag Er viðbúið að flóðahætta myndist. 10. október 2016 23:32 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Veðurstofan varar við miklu vatnsveðri á öllu sunnan- og vestanverðu landinu í dag, miðvikudag og fyrrihluta morgundags, fimmtudags. Mest verður úrkomuákefðin í dag. Mikið hefur rignt síðustu daga og er sjaldgæft að spáð sé jafn mikilli úrkomu um land allt líkt og hefur verið síðustu daga. Myndin hér að ofan var tekin á Selfossi í morgun við tjaldsvæðið. Miklir pollar hafa myndast þar líkt og sjá má. Gert var ráð fyrir því að úrkoman myndi ná hámarki í nótt en samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu frá höfuðborgarsvæðinu fór slökkviliðið ekki í nein útköll vegna stíflaðra niðurfalla eða vatnsleka inn í hús. Fólki er áfram bent á að ganga frá niðurföllum og tryggja að vatn komist rétta leið að þeim svo lágmarka megi líkurnar á tjóni vegna úrkomunnar. Björgunarsveitarmenn Landsbjargar verða áfram í viðbragðsstöðu og bakvakt var í nótt hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra en gera má ráð fyrir að mikið muni vaxa í ám og lækjum eftir því sem líður á daginn. Á þetta sérstaklega við um vatnasvæði Hvítár í Árnessýslum, við Ölfusá, og við Norðurá og Hvítá í Borgarfirði en einnig er aukin hætta á skriðuföllum á þessum slóðum. Einnig hefur verið ákveðið að loka Þórsmerkurvegi í dag vegna vatnavaxta en búist er við miklum vatnavöxtum á Þórsmerkursvæðinu í dag vegna úrkomunnar.Veðurhorfur á landinuSunnan og suðaustan 13-20 m/s og rigning og jafnvel mikil rigning allvíða en hægari og þurrt að kalla norðaustantil. Lægir vestast um tíma um hádegi. Fer að draga úr vindi og úrkomu um landið vestanvert í nótt, en áfram rigning SA-til. Suðaustan 8-15 og lengst af þurrt fyrir norðan á morgun, en annars rigning. Hiti 5 til 12 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Suðaustlæg átt 5-10 m/s, bjartviðri norðanlands, en dálítil væta sunnan- og vestanlands. Lægir og styttir að mestu upp þegar líður á daginn. Hiti 6 til 13 stig að deginum.Á laugardag: Fremur hæg austlæg eða breytileg átt og bjart með köflum. Hiti 4 til 9 stig.Á sunnudag:Austlæg átt 5-13, hvassast syðst. Þykknar upp og fer að rigna sunnantil á landinu þegar líður á daginn, en lengst af bjart norðantil. Heldur svalara í veðri.Á mánudag:Austlæg átt og rigning með köflum eða skúrir, en þurrt að mestu norðanlands. Hiti 3 til 7 stig.Á þriðjudag:Útlit fyrir norðaustlæga átt. Rigning eða skúrir, en þurrt suðvestantil. Hiti breytist lítið.
Veður Tengdar fréttir Engin útköll hjá slökkviliði í nótt Björgunarsveitarmenn Landsbjargar verða áfram í viðbragðsstöðu vegna rigningar. 12. október 2016 07:27 Mesta úrhelli í mörg ár: Svona mikil rigning svo víða á landinu afskaplega sjaldgæf „Við spáum ekki mikilli úrkomu nema það sé yfir 100 millimetrum á sólarhring og við gerum það svona öðru hverju á suðaustanverðu landinu en það er afskaplega sjaldgæft að það gerist á fjórum spásvæðum og hvað þá yfir svona langan tíma ,“ segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands aðspurð um úrkomuna framundan sem er sú mesta hér á landi í mörg ár. 11. október 2016 16:55 Búast við miklu vatnsveðri næstu daga en léttir til á föstudag Er viðbúið að flóðahætta myndist. 10. október 2016 23:32 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Engin útköll hjá slökkviliði í nótt Björgunarsveitarmenn Landsbjargar verða áfram í viðbragðsstöðu vegna rigningar. 12. október 2016 07:27
Mesta úrhelli í mörg ár: Svona mikil rigning svo víða á landinu afskaplega sjaldgæf „Við spáum ekki mikilli úrkomu nema það sé yfir 100 millimetrum á sólarhring og við gerum það svona öðru hverju á suðaustanverðu landinu en það er afskaplega sjaldgæft að það gerist á fjórum spásvæðum og hvað þá yfir svona langan tíma ,“ segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands aðspurð um úrkomuna framundan sem er sú mesta hér á landi í mörg ár. 11. október 2016 16:55
Búast við miklu vatnsveðri næstu daga en léttir til á föstudag Er viðbúið að flóðahætta myndist. 10. október 2016 23:32