Obama vill skipa nýjan dómara eins fljótt og unnt er Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. febrúar 2016 23:07 Barack Obama vill skipa nýjan hæstaréttardómara sem fyrst. vísir/getty Andlát hæstaréttardómarans Antonin Scalia mun hafa talsverð átök í för með sér í bandarískum stjórnmálum. Bandaríkjaforseti, Barack Obama, hefur gefið það út að hann ætli sér að skipa nýjan dómara áður en kjörtímabil hans rennur sitt skeið og helst sem fyrst. Sú ákvörðun sætir mikilli andstöðu meðal repúblíkana. Antonin Scalia lést í gær 79 ára að aldri en hann hafði setið sem dómari frá árinu 1986, skipaður af Ronald Reagan. Scalia var einhver ötulasti fylgismaður þess að leggja sömu merkingu í lagaákvæði og lögð var í þau við setningu þeirra. Dómarar við hæstarétt landsins eru níu talsins og sitja ævilangt en þeim er oftar en ekki skipt í fylkingar eftir því hvort forsetinn sem skipaði þá var frjálslyndur eða íhaldssamur. Scalia var einn íhaldssamasti dómari dómstólsins en eftir andlát hans tilheyra jafnmargir dómarar hvorri fylkingu um sig. Líkt og áður hefur komið fram stefnir Barack Obama að því að nefna dómara áður en hann lætur af embætti en gera má því í skóna að eftir skipunina verði frjálslyndir dómarar við réttinn fimm talsins. Forsetaframbjóðendur Repúblíkanaflokksins hafa mótmælt þeirri ákvörðun hans og þingmenn flokksins hafa gefið út að þeir muni reyna að tefja málið þar til að nýr forseti hefur verið kjörinn. Öldungadeild bandaríska þingsins þarf að samþykkja þann sem hlýtur útnefningu forsetans en sem stendur eiga repúblíkanar 54 sæti í deildinni en demókratar 44. Tveir þingmenn eru óháðir. Það gæti reynst erfitt fyrir Obama að finna kandídat sem fær náð í augum þingsins. Ellefu mánuðir eru þar til eftirmaður Obama tekur við af honum en skipun dómara hefur aldrei tekið lengri tíma en 125 daga. Síðustu skipanir hafa flestar tekið um tvo mánuði en líklegt þykir að öldungadeildin muni taka allan þann tíma sem býðst til að fara yfir tillögu Obama. Maður að nafni Sri Srinivasan hefur nú þegar verið nefndur til sögunnar sem líklegur eftirmaður Scalia. Srinivasan er 48 ára gamall alríkisdómari en hann varð dómari árið 2013. Þá samþykkti öldungadeildin skipan hans með 97 atkvæðum en enginn hreyfði andmælum. Srinivasan er fæddur á Indlandi en fluttist ungur til Bandaríkjanna þegar foreldrum hans bauðst að kenna við háskóla í Kansas. Tengdar fréttir Umdeildur hæstaréttardómari allur Hart er tekist á um skipan nýs hæstaréttadómara í Bandaríkjunum eftir að hinn umdeildi Antonin Scalia lést í gær. Jón Steinar Gunnlaugsson segir mikinn missi af Scalia, sem hafi verið mikill áhrifavaldur í sínu fagi. 14. febrúar 2016 20:13 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Andlát hæstaréttardómarans Antonin Scalia mun hafa talsverð átök í för með sér í bandarískum stjórnmálum. Bandaríkjaforseti, Barack Obama, hefur gefið það út að hann ætli sér að skipa nýjan dómara áður en kjörtímabil hans rennur sitt skeið og helst sem fyrst. Sú ákvörðun sætir mikilli andstöðu meðal repúblíkana. Antonin Scalia lést í gær 79 ára að aldri en hann hafði setið sem dómari frá árinu 1986, skipaður af Ronald Reagan. Scalia var einhver ötulasti fylgismaður þess að leggja sömu merkingu í lagaákvæði og lögð var í þau við setningu þeirra. Dómarar við hæstarétt landsins eru níu talsins og sitja ævilangt en þeim er oftar en ekki skipt í fylkingar eftir því hvort forsetinn sem skipaði þá var frjálslyndur eða íhaldssamur. Scalia var einn íhaldssamasti dómari dómstólsins en eftir andlát hans tilheyra jafnmargir dómarar hvorri fylkingu um sig. Líkt og áður hefur komið fram stefnir Barack Obama að því að nefna dómara áður en hann lætur af embætti en gera má því í skóna að eftir skipunina verði frjálslyndir dómarar við réttinn fimm talsins. Forsetaframbjóðendur Repúblíkanaflokksins hafa mótmælt þeirri ákvörðun hans og þingmenn flokksins hafa gefið út að þeir muni reyna að tefja málið þar til að nýr forseti hefur verið kjörinn. Öldungadeild bandaríska þingsins þarf að samþykkja þann sem hlýtur útnefningu forsetans en sem stendur eiga repúblíkanar 54 sæti í deildinni en demókratar 44. Tveir þingmenn eru óháðir. Það gæti reynst erfitt fyrir Obama að finna kandídat sem fær náð í augum þingsins. Ellefu mánuðir eru þar til eftirmaður Obama tekur við af honum en skipun dómara hefur aldrei tekið lengri tíma en 125 daga. Síðustu skipanir hafa flestar tekið um tvo mánuði en líklegt þykir að öldungadeildin muni taka allan þann tíma sem býðst til að fara yfir tillögu Obama. Maður að nafni Sri Srinivasan hefur nú þegar verið nefndur til sögunnar sem líklegur eftirmaður Scalia. Srinivasan er 48 ára gamall alríkisdómari en hann varð dómari árið 2013. Þá samþykkti öldungadeildin skipan hans með 97 atkvæðum en enginn hreyfði andmælum. Srinivasan er fæddur á Indlandi en fluttist ungur til Bandaríkjanna þegar foreldrum hans bauðst að kenna við háskóla í Kansas.
Tengdar fréttir Umdeildur hæstaréttardómari allur Hart er tekist á um skipan nýs hæstaréttadómara í Bandaríkjunum eftir að hinn umdeildi Antonin Scalia lést í gær. Jón Steinar Gunnlaugsson segir mikinn missi af Scalia, sem hafi verið mikill áhrifavaldur í sínu fagi. 14. febrúar 2016 20:13 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Umdeildur hæstaréttardómari allur Hart er tekist á um skipan nýs hæstaréttadómara í Bandaríkjunum eftir að hinn umdeildi Antonin Scalia lést í gær. Jón Steinar Gunnlaugsson segir mikinn missi af Scalia, sem hafi verið mikill áhrifavaldur í sínu fagi. 14. febrúar 2016 20:13