Gengur afar illa að manna störf Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. ágúst 2016 10:00 Mest vantar starfsfólk í þjónustu- og iðnaðarstörf. vísir/anton brink Verulegur skortur er á starfsfólki á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Þetta staðfesta framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands. „Þetta er staðreynd sem við erum að glíma við eftir þessa kröftugu uppsveiflu. Það er þegar farið að gera verulega vart við sig að það skortir starfsfólk á fjölmörgum sviðum í samfélaginu,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Þorsteinn Víglundsson„Það er mikil þörf á starfsfólki í þjónustu- og iðnaðargeiranum. Kosturinn er hins vegar sá að við erum með aðgang að sameiginlegum evrópskum vinnumarkaði og það er auðvelt að fá fólk hingað til lands frá evrópska efnahagssvæðinu,“ segir hann og bætir við að það hafi stóraukist að fólk komi til Íslands að vinna. Vinnumarkaðurinn á Íslandi sé einfaldlega ekki nógu stór til að anna eftirspurninni. Vandinn verði ekki leystur öðruvísi. „Við þekkjum það að það hefur gengið illa að ráða. Vöxturinn er mikill og margir sem þurfa fólk í vinnu,“ segir Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ, og tekur undir það að mest vanti starfsfólk í þjónustu- og iðnaðarstörf. „Aðallega í mannvirkjagerð og ferðaþjónustu. Við höfum áhyggjur af þessu enda er vöxturinn of hraður og meiri en það sem við getum skaffað. Til dæmis er skortur á bílstjórum með meira próf,“ segir Róbert.Níels Sigurður Olgeirsson, formaður MatvísNíels Sigurður Olgeirsson, formaður MATVÍS, segir að gengið hafi erfiðlega fyrir veitingahús á landinu að ráða í störf. „Þetta er orðið eins og við höfum varað við í einhvern tíma. Við höfum verið að markaðssetja landið án þess að undirbúa innviðina,“ segir Níels. Veitingahúsaeigendur hafa verið að ráða útlendinga eða ungt fólk með enga reynslu í matreiðslu- og þjónastörf en Níels segir að verið sé að vinna í því að koma þessum störfum á hærri stall og vekja athygli á þeim. „Áður fyrr var þjónninn vinsælt starf og við leitum leiða til að athuga hvað sé hægt að gera til að gera störfin meira aðlaðandi,“ segir hann. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir eftirspurn eftir rafiðnaðarmönnum meiri en framboð. Ástæðan sé margþætt, til dæmis fjölgun ferðamanna og uppsveifla í efnahagslífinu. „Það er gríðarlegur fjöldi af verkefnum sem þarf að sinna. Okkar menn eru til dæmis í því að stækka flugstöðina sem er endalaust verið að stækka. Menn hlaupa ekkert að því að fá fólk í vinnu,“ segir Kristján og útskýrir að margir hafi farið til Noregs eftir hrun en hafi enn ekki komið til baka. „Ekki í eins miklum mæli og við hefðum viljað.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira
Verulegur skortur er á starfsfólki á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Þetta staðfesta framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands. „Þetta er staðreynd sem við erum að glíma við eftir þessa kröftugu uppsveiflu. Það er þegar farið að gera verulega vart við sig að það skortir starfsfólk á fjölmörgum sviðum í samfélaginu,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Þorsteinn Víglundsson„Það er mikil þörf á starfsfólki í þjónustu- og iðnaðargeiranum. Kosturinn er hins vegar sá að við erum með aðgang að sameiginlegum evrópskum vinnumarkaði og það er auðvelt að fá fólk hingað til lands frá evrópska efnahagssvæðinu,“ segir hann og bætir við að það hafi stóraukist að fólk komi til Íslands að vinna. Vinnumarkaðurinn á Íslandi sé einfaldlega ekki nógu stór til að anna eftirspurninni. Vandinn verði ekki leystur öðruvísi. „Við þekkjum það að það hefur gengið illa að ráða. Vöxturinn er mikill og margir sem þurfa fólk í vinnu,“ segir Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ, og tekur undir það að mest vanti starfsfólk í þjónustu- og iðnaðarstörf. „Aðallega í mannvirkjagerð og ferðaþjónustu. Við höfum áhyggjur af þessu enda er vöxturinn of hraður og meiri en það sem við getum skaffað. Til dæmis er skortur á bílstjórum með meira próf,“ segir Róbert.Níels Sigurður Olgeirsson, formaður MatvísNíels Sigurður Olgeirsson, formaður MATVÍS, segir að gengið hafi erfiðlega fyrir veitingahús á landinu að ráða í störf. „Þetta er orðið eins og við höfum varað við í einhvern tíma. Við höfum verið að markaðssetja landið án þess að undirbúa innviðina,“ segir Níels. Veitingahúsaeigendur hafa verið að ráða útlendinga eða ungt fólk með enga reynslu í matreiðslu- og þjónastörf en Níels segir að verið sé að vinna í því að koma þessum störfum á hærri stall og vekja athygli á þeim. „Áður fyrr var þjónninn vinsælt starf og við leitum leiða til að athuga hvað sé hægt að gera til að gera störfin meira aðlaðandi,“ segir hann. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir eftirspurn eftir rafiðnaðarmönnum meiri en framboð. Ástæðan sé margþætt, til dæmis fjölgun ferðamanna og uppsveifla í efnahagslífinu. „Það er gríðarlegur fjöldi af verkefnum sem þarf að sinna. Okkar menn eru til dæmis í því að stækka flugstöðina sem er endalaust verið að stækka. Menn hlaupa ekkert að því að fá fólk í vinnu,“ segir Kristján og útskýrir að margir hafi farið til Noregs eftir hrun en hafi enn ekki komið til baka. „Ekki í eins miklum mæli og við hefðum viljað.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira