Pabbi drengsins: „Eftirköstin fyrir hann verða sem betur fer engin“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. ágúst 2016 16:53 Frá aðgerðum lögreglu við Krónuna í Kórahverfinu þar sem bíllinn fannst með barnið innanborðs. Vísir/Egill Fjölskylda í Kópavoginum er farin að brosa eftir erfiðan háltíma og rúmlega það þegar bíl fjölskyldunnar var stolið með tveggja ára son innanborðs. Faðirinn hafði skroppið inn á leikskóla í Salahverfinu í Kópavogi þar sem eldri sonur er í dagvistun en sá tveggja ára hafði verið í aðlögun á sama leikskóla fyrr um daginn.„Þú vilt ekki lenda í þessu,“ segir faðirinn sem heitir Magnús og býr í Kópavoginum ásamt fjölskyldu sinni. Hann segist hafa stöðvað bílinn fyrir utan leikskólann og drepið á bílnum. Lyklana hafi hann skilið eftir í bílnum enda aðeins ætlað að skjótast inn á leikskólann að sækja peyjann.„Þetta var kæruleysi, ég var værukær,“ segir Magnús en fjölskyldan er tiltölulega nýflutt aftur á höfuðborgarsvæðið eftir búsetu í Vestmannaeyjum.„Maður er að koma aftur í bæinn úr rólegu umhverfi þar sem maður gat leyft sér ýmislegt. Maður dregur lærdóm af þessu.“Maðurinn sem stal bílnum fór ekki langt á honum.vísir/Loftmyndir.isHringdi um leið í lögreglu Hann telur á bilinu fimm til átta mínútur hafa liðið sem hann var á leikskólanum. Sá stutti hafi verið vakandi þegar hann skrapp inn. „Ég fór inn, sæki peyjann. Hann klárar fransbrauðið og fer í skóna. Við komum út og þá er enginn bíll,“ segir faðirinn. Hann hafi í fyrstu velt fyrir sér hvort hann hafi lagt bílnum annars staðar en svo hringt um leið í lögregluna.„Ég hringdi og tilkynnti þeim bílþjófnað og mannrán í leiðinni.“Lögregla lýsti eftir bílnum klukkan 15:18 og var málið komið í alla helstu miðla skömmu síðar. Fjölmennt lið lögreglu hóf leit og þyrla landhelgisgæslunnar var send af stað til aðstoðar. Svo fór að kennari á leikskólanum fann bílinn við Krónuna í Kórahverfinu.„Hún sagði við mig þegar hún frétti þetta að líklega væri þetta einhver ógæfumaður á leiðinni í búðina,“ segir Magnús. Sem reyndist raunin en um góðkunningja lögreglunnar á þrítugsaldri er að ræða. Hann var í annarlegu ástandi og verður líklega ekki yfirheyrður fyrr en á morgun.Þyrla Landhelgisgæslunnar var ræst út til að aðstoða við leitina.VísirTelur pabba sinn hafa ekið bílnumMagnús þakkar lögreglu, starfsfólki leikskólans og öllum sem komu til aðstoðar á einn eða annan hátt kærlega fyrir veitta aðstoð. Strákurinn er hinn hressasti.„Hann var vakandi þegar við stigum út úr bílnum,“ segir Magnús. „Þegar hann var spurður að því hver keyrði hann að Krónunni sagði hann pabbi.“Drengnum virðist því ekki munu verða meint af lífsreynslunni segir faðirinn sem var kominn heim til sín og mátti heyra hlátrasköll í bakgrunni þegar blaðamaður ræddi við hann í síma. Nóg að gera hjá fjölskyldunni.„Eftirköstin fyrir hann verða sem betur fer engin.“Maðurinn sem rændi bílnum og barninu um leið hefur verið handtekinn. Hann tengist fjölskyldu barnsins ekki á nokkurn hátt. Tengdar fréttir Bifreið með barni stolið í Kópavogi Bíl sem stolið var í Salahverfi í Kópavogi fannst um hálftíma síðar í Kórahverfinu. 17. ágúst 2016 15:39 Starfsfólk leikskóla barnsins fann bílinn við Krónuna í Kórahverfi Búið er að handtaka mann sem stal bíl með tveggja ára barni við leikskóla í Rjúpnasölum eftir hádegi í dag. Maðurinn hefur komið við sögu lögreglu áður og tengist hann ekki fjölskyldu barnsins á neinn hátt. 17. ágúst 2016 16:33 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira
Fjölskylda í Kópavoginum er farin að brosa eftir erfiðan háltíma og rúmlega það þegar bíl fjölskyldunnar var stolið með tveggja ára son innanborðs. Faðirinn hafði skroppið inn á leikskóla í Salahverfinu í Kópavogi þar sem eldri sonur er í dagvistun en sá tveggja ára hafði verið í aðlögun á sama leikskóla fyrr um daginn.„Þú vilt ekki lenda í þessu,“ segir faðirinn sem heitir Magnús og býr í Kópavoginum ásamt fjölskyldu sinni. Hann segist hafa stöðvað bílinn fyrir utan leikskólann og drepið á bílnum. Lyklana hafi hann skilið eftir í bílnum enda aðeins ætlað að skjótast inn á leikskólann að sækja peyjann.„Þetta var kæruleysi, ég var værukær,“ segir Magnús en fjölskyldan er tiltölulega nýflutt aftur á höfuðborgarsvæðið eftir búsetu í Vestmannaeyjum.„Maður er að koma aftur í bæinn úr rólegu umhverfi þar sem maður gat leyft sér ýmislegt. Maður dregur lærdóm af þessu.“Maðurinn sem stal bílnum fór ekki langt á honum.vísir/Loftmyndir.isHringdi um leið í lögreglu Hann telur á bilinu fimm til átta mínútur hafa liðið sem hann var á leikskólanum. Sá stutti hafi verið vakandi þegar hann skrapp inn. „Ég fór inn, sæki peyjann. Hann klárar fransbrauðið og fer í skóna. Við komum út og þá er enginn bíll,“ segir faðirinn. Hann hafi í fyrstu velt fyrir sér hvort hann hafi lagt bílnum annars staðar en svo hringt um leið í lögregluna.„Ég hringdi og tilkynnti þeim bílþjófnað og mannrán í leiðinni.“Lögregla lýsti eftir bílnum klukkan 15:18 og var málið komið í alla helstu miðla skömmu síðar. Fjölmennt lið lögreglu hóf leit og þyrla landhelgisgæslunnar var send af stað til aðstoðar. Svo fór að kennari á leikskólanum fann bílinn við Krónuna í Kórahverfinu.„Hún sagði við mig þegar hún frétti þetta að líklega væri þetta einhver ógæfumaður á leiðinni í búðina,“ segir Magnús. Sem reyndist raunin en um góðkunningja lögreglunnar á þrítugsaldri er að ræða. Hann var í annarlegu ástandi og verður líklega ekki yfirheyrður fyrr en á morgun.Þyrla Landhelgisgæslunnar var ræst út til að aðstoða við leitina.VísirTelur pabba sinn hafa ekið bílnumMagnús þakkar lögreglu, starfsfólki leikskólans og öllum sem komu til aðstoðar á einn eða annan hátt kærlega fyrir veitta aðstoð. Strákurinn er hinn hressasti.„Hann var vakandi þegar við stigum út úr bílnum,“ segir Magnús. „Þegar hann var spurður að því hver keyrði hann að Krónunni sagði hann pabbi.“Drengnum virðist því ekki munu verða meint af lífsreynslunni segir faðirinn sem var kominn heim til sín og mátti heyra hlátrasköll í bakgrunni þegar blaðamaður ræddi við hann í síma. Nóg að gera hjá fjölskyldunni.„Eftirköstin fyrir hann verða sem betur fer engin.“Maðurinn sem rændi bílnum og barninu um leið hefur verið handtekinn. Hann tengist fjölskyldu barnsins ekki á nokkurn hátt.
Tengdar fréttir Bifreið með barni stolið í Kópavogi Bíl sem stolið var í Salahverfi í Kópavogi fannst um hálftíma síðar í Kórahverfinu. 17. ágúst 2016 15:39 Starfsfólk leikskóla barnsins fann bílinn við Krónuna í Kórahverfi Búið er að handtaka mann sem stal bíl með tveggja ára barni við leikskóla í Rjúpnasölum eftir hádegi í dag. Maðurinn hefur komið við sögu lögreglu áður og tengist hann ekki fjölskyldu barnsins á neinn hátt. 17. ágúst 2016 16:33 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira
Bifreið með barni stolið í Kópavogi Bíl sem stolið var í Salahverfi í Kópavogi fannst um hálftíma síðar í Kórahverfinu. 17. ágúst 2016 15:39
Starfsfólk leikskóla barnsins fann bílinn við Krónuna í Kórahverfi Búið er að handtaka mann sem stal bíl með tveggja ára barni við leikskóla í Rjúpnasölum eftir hádegi í dag. Maðurinn hefur komið við sögu lögreglu áður og tengist hann ekki fjölskyldu barnsins á neinn hátt. 17. ágúst 2016 16:33