Pabbi drengsins: „Eftirköstin fyrir hann verða sem betur fer engin“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. ágúst 2016 16:53 Frá aðgerðum lögreglu við Krónuna í Kórahverfinu þar sem bíllinn fannst með barnið innanborðs. Vísir/Egill Fjölskylda í Kópavoginum er farin að brosa eftir erfiðan háltíma og rúmlega það þegar bíl fjölskyldunnar var stolið með tveggja ára son innanborðs. Faðirinn hafði skroppið inn á leikskóla í Salahverfinu í Kópavogi þar sem eldri sonur er í dagvistun en sá tveggja ára hafði verið í aðlögun á sama leikskóla fyrr um daginn.„Þú vilt ekki lenda í þessu,“ segir faðirinn sem heitir Magnús og býr í Kópavoginum ásamt fjölskyldu sinni. Hann segist hafa stöðvað bílinn fyrir utan leikskólann og drepið á bílnum. Lyklana hafi hann skilið eftir í bílnum enda aðeins ætlað að skjótast inn á leikskólann að sækja peyjann.„Þetta var kæruleysi, ég var værukær,“ segir Magnús en fjölskyldan er tiltölulega nýflutt aftur á höfuðborgarsvæðið eftir búsetu í Vestmannaeyjum.„Maður er að koma aftur í bæinn úr rólegu umhverfi þar sem maður gat leyft sér ýmislegt. Maður dregur lærdóm af þessu.“Maðurinn sem stal bílnum fór ekki langt á honum.vísir/Loftmyndir.isHringdi um leið í lögreglu Hann telur á bilinu fimm til átta mínútur hafa liðið sem hann var á leikskólanum. Sá stutti hafi verið vakandi þegar hann skrapp inn. „Ég fór inn, sæki peyjann. Hann klárar fransbrauðið og fer í skóna. Við komum út og þá er enginn bíll,“ segir faðirinn. Hann hafi í fyrstu velt fyrir sér hvort hann hafi lagt bílnum annars staðar en svo hringt um leið í lögregluna.„Ég hringdi og tilkynnti þeim bílþjófnað og mannrán í leiðinni.“Lögregla lýsti eftir bílnum klukkan 15:18 og var málið komið í alla helstu miðla skömmu síðar. Fjölmennt lið lögreglu hóf leit og þyrla landhelgisgæslunnar var send af stað til aðstoðar. Svo fór að kennari á leikskólanum fann bílinn við Krónuna í Kórahverfinu.„Hún sagði við mig þegar hún frétti þetta að líklega væri þetta einhver ógæfumaður á leiðinni í búðina,“ segir Magnús. Sem reyndist raunin en um góðkunningja lögreglunnar á þrítugsaldri er að ræða. Hann var í annarlegu ástandi og verður líklega ekki yfirheyrður fyrr en á morgun.Þyrla Landhelgisgæslunnar var ræst út til að aðstoða við leitina.VísirTelur pabba sinn hafa ekið bílnumMagnús þakkar lögreglu, starfsfólki leikskólans og öllum sem komu til aðstoðar á einn eða annan hátt kærlega fyrir veitta aðstoð. Strákurinn er hinn hressasti.„Hann var vakandi þegar við stigum út úr bílnum,“ segir Magnús. „Þegar hann var spurður að því hver keyrði hann að Krónunni sagði hann pabbi.“Drengnum virðist því ekki munu verða meint af lífsreynslunni segir faðirinn sem var kominn heim til sín og mátti heyra hlátrasköll í bakgrunni þegar blaðamaður ræddi við hann í síma. Nóg að gera hjá fjölskyldunni.„Eftirköstin fyrir hann verða sem betur fer engin.“Maðurinn sem rændi bílnum og barninu um leið hefur verið handtekinn. Hann tengist fjölskyldu barnsins ekki á nokkurn hátt. Tengdar fréttir Bifreið með barni stolið í Kópavogi Bíl sem stolið var í Salahverfi í Kópavogi fannst um hálftíma síðar í Kórahverfinu. 17. ágúst 2016 15:39 Starfsfólk leikskóla barnsins fann bílinn við Krónuna í Kórahverfi Búið er að handtaka mann sem stal bíl með tveggja ára barni við leikskóla í Rjúpnasölum eftir hádegi í dag. Maðurinn hefur komið við sögu lögreglu áður og tengist hann ekki fjölskyldu barnsins á neinn hátt. 17. ágúst 2016 16:33 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Fjölskylda í Kópavoginum er farin að brosa eftir erfiðan háltíma og rúmlega það þegar bíl fjölskyldunnar var stolið með tveggja ára son innanborðs. Faðirinn hafði skroppið inn á leikskóla í Salahverfinu í Kópavogi þar sem eldri sonur er í dagvistun en sá tveggja ára hafði verið í aðlögun á sama leikskóla fyrr um daginn.„Þú vilt ekki lenda í þessu,“ segir faðirinn sem heitir Magnús og býr í Kópavoginum ásamt fjölskyldu sinni. Hann segist hafa stöðvað bílinn fyrir utan leikskólann og drepið á bílnum. Lyklana hafi hann skilið eftir í bílnum enda aðeins ætlað að skjótast inn á leikskólann að sækja peyjann.„Þetta var kæruleysi, ég var værukær,“ segir Magnús en fjölskyldan er tiltölulega nýflutt aftur á höfuðborgarsvæðið eftir búsetu í Vestmannaeyjum.„Maður er að koma aftur í bæinn úr rólegu umhverfi þar sem maður gat leyft sér ýmislegt. Maður dregur lærdóm af þessu.“Maðurinn sem stal bílnum fór ekki langt á honum.vísir/Loftmyndir.isHringdi um leið í lögreglu Hann telur á bilinu fimm til átta mínútur hafa liðið sem hann var á leikskólanum. Sá stutti hafi verið vakandi þegar hann skrapp inn. „Ég fór inn, sæki peyjann. Hann klárar fransbrauðið og fer í skóna. Við komum út og þá er enginn bíll,“ segir faðirinn. Hann hafi í fyrstu velt fyrir sér hvort hann hafi lagt bílnum annars staðar en svo hringt um leið í lögregluna.„Ég hringdi og tilkynnti þeim bílþjófnað og mannrán í leiðinni.“Lögregla lýsti eftir bílnum klukkan 15:18 og var málið komið í alla helstu miðla skömmu síðar. Fjölmennt lið lögreglu hóf leit og þyrla landhelgisgæslunnar var send af stað til aðstoðar. Svo fór að kennari á leikskólanum fann bílinn við Krónuna í Kórahverfinu.„Hún sagði við mig þegar hún frétti þetta að líklega væri þetta einhver ógæfumaður á leiðinni í búðina,“ segir Magnús. Sem reyndist raunin en um góðkunningja lögreglunnar á þrítugsaldri er að ræða. Hann var í annarlegu ástandi og verður líklega ekki yfirheyrður fyrr en á morgun.Þyrla Landhelgisgæslunnar var ræst út til að aðstoða við leitina.VísirTelur pabba sinn hafa ekið bílnumMagnús þakkar lögreglu, starfsfólki leikskólans og öllum sem komu til aðstoðar á einn eða annan hátt kærlega fyrir veitta aðstoð. Strákurinn er hinn hressasti.„Hann var vakandi þegar við stigum út úr bílnum,“ segir Magnús. „Þegar hann var spurður að því hver keyrði hann að Krónunni sagði hann pabbi.“Drengnum virðist því ekki munu verða meint af lífsreynslunni segir faðirinn sem var kominn heim til sín og mátti heyra hlátrasköll í bakgrunni þegar blaðamaður ræddi við hann í síma. Nóg að gera hjá fjölskyldunni.„Eftirköstin fyrir hann verða sem betur fer engin.“Maðurinn sem rændi bílnum og barninu um leið hefur verið handtekinn. Hann tengist fjölskyldu barnsins ekki á nokkurn hátt.
Tengdar fréttir Bifreið með barni stolið í Kópavogi Bíl sem stolið var í Salahverfi í Kópavogi fannst um hálftíma síðar í Kórahverfinu. 17. ágúst 2016 15:39 Starfsfólk leikskóla barnsins fann bílinn við Krónuna í Kórahverfi Búið er að handtaka mann sem stal bíl með tveggja ára barni við leikskóla í Rjúpnasölum eftir hádegi í dag. Maðurinn hefur komið við sögu lögreglu áður og tengist hann ekki fjölskyldu barnsins á neinn hátt. 17. ágúst 2016 16:33 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Bifreið með barni stolið í Kópavogi Bíl sem stolið var í Salahverfi í Kópavogi fannst um hálftíma síðar í Kórahverfinu. 17. ágúst 2016 15:39
Starfsfólk leikskóla barnsins fann bílinn við Krónuna í Kórahverfi Búið er að handtaka mann sem stal bíl með tveggja ára barni við leikskóla í Rjúpnasölum eftir hádegi í dag. Maðurinn hefur komið við sögu lögreglu áður og tengist hann ekki fjölskyldu barnsins á neinn hátt. 17. ágúst 2016 16:33