Samflokksmenn Ögmundar segja hann „verstu málpípu feðraveldisins“ Birta Svavarsdóttir skrifar 22. ágúst 2016 11:31 Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna. vísir/vilhelm Framkvæmdastjórn Ungra vinstri grænna segir það óásættanlegt að Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, tali eins og hin versta málpípa feðraveldisins. Segir framkvæmdastjórn UVG ummæli Ögmundar vera þvert á stefnu flokksins, þar sem Vinstri græn séu hreyfing sem kenni sig við kvenréttindi og femínisma. Er þess krafist að Ögmundur biðji hreyfinguna og allar konur í stjórnmálum afsökunar á ummælum sínum. Þetta kemur fram í ályktun Framkvæmdastjórnar UVG vegna ummæla Ögmundar Jónassonar í þættinum Vikulokin þann 20. ágúst. Vísir fjallaði um málið í gær, en í umræddum þætti sagði sakaði Ögmundur stjórnmálakonur um að nýta sér neikvætt umtal í sinn garð sér til upphafningar.Sjá einnig: Ögmundur sakar stjórnmálakonur um að nýta sér neikvætt umtal til eigin upphafningarÁlyktun Ungra vinstri grænna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan „Framkvæmdastjórn Ungra vinstri grænna harmar orð Ögmundar Jónassonar í Vikulokunum á Rás 1 þann 20. ágúst. Þar sakaði Ögmundur stjórnmálakonur um að nýta sé neikvætt umtal sér til upphafningar og dró í efa þá erfiðleika sem fylgja því að vera kona í pólitík. Framkvæmdastjórn UVG telur það óásættanlegt að þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs tali eins og hin versta málpípa feðraveldisins. VG er hreyfing sem kennir sig við kvenréttindi og femínisma, það er því alveg ljóst að þessi ummæli Ögmundar eru þvert á stefnu flokksins. Í stefnu VG segir að hreyfingin einsetji sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis. Telur UVG því nauðsynlegt að forysta flokksins geri almenningi það ljóst að þessi ummæli séu þvert á stefnu flokksins, og reyni ekki að þegja þau af sér. Framkvæmdastjórn UVG krefst þess að Ögmundur Jónasson biðji hreyfinguna afsökunar á ummælum sínum sem og allar konur í stjórnmálum.“ Tengdar fréttir Ögmundur sakar stjórnmálakonur um að nýta sér neikvætt umtal til eigin upphafningar Hörð orðaskipti á milli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Ögmundar Jónassonar vegna ummæla um konur í stjórnmálum. "Makalaus túlkun á okkar upplifun,“ sagði Hanna Birna. 21. ágúst 2016 21:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Framkvæmdastjórn Ungra vinstri grænna segir það óásættanlegt að Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, tali eins og hin versta málpípa feðraveldisins. Segir framkvæmdastjórn UVG ummæli Ögmundar vera þvert á stefnu flokksins, þar sem Vinstri græn séu hreyfing sem kenni sig við kvenréttindi og femínisma. Er þess krafist að Ögmundur biðji hreyfinguna og allar konur í stjórnmálum afsökunar á ummælum sínum. Þetta kemur fram í ályktun Framkvæmdastjórnar UVG vegna ummæla Ögmundar Jónassonar í þættinum Vikulokin þann 20. ágúst. Vísir fjallaði um málið í gær, en í umræddum þætti sagði sakaði Ögmundur stjórnmálakonur um að nýta sér neikvætt umtal í sinn garð sér til upphafningar.Sjá einnig: Ögmundur sakar stjórnmálakonur um að nýta sér neikvætt umtal til eigin upphafningarÁlyktun Ungra vinstri grænna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan „Framkvæmdastjórn Ungra vinstri grænna harmar orð Ögmundar Jónassonar í Vikulokunum á Rás 1 þann 20. ágúst. Þar sakaði Ögmundur stjórnmálakonur um að nýta sé neikvætt umtal sér til upphafningar og dró í efa þá erfiðleika sem fylgja því að vera kona í pólitík. Framkvæmdastjórn UVG telur það óásættanlegt að þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs tali eins og hin versta málpípa feðraveldisins. VG er hreyfing sem kennir sig við kvenréttindi og femínisma, það er því alveg ljóst að þessi ummæli Ögmundar eru þvert á stefnu flokksins. Í stefnu VG segir að hreyfingin einsetji sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis. Telur UVG því nauðsynlegt að forysta flokksins geri almenningi það ljóst að þessi ummæli séu þvert á stefnu flokksins, og reyni ekki að þegja þau af sér. Framkvæmdastjórn UVG krefst þess að Ögmundur Jónasson biðji hreyfinguna afsökunar á ummælum sínum sem og allar konur í stjórnmálum.“
Tengdar fréttir Ögmundur sakar stjórnmálakonur um að nýta sér neikvætt umtal til eigin upphafningar Hörð orðaskipti á milli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Ögmundar Jónassonar vegna ummæla um konur í stjórnmálum. "Makalaus túlkun á okkar upplifun,“ sagði Hanna Birna. 21. ágúst 2016 21:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Ögmundur sakar stjórnmálakonur um að nýta sér neikvætt umtal til eigin upphafningar Hörð orðaskipti á milli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Ögmundar Jónassonar vegna ummæla um konur í stjórnmálum. "Makalaus túlkun á okkar upplifun,“ sagði Hanna Birna. 21. ágúst 2016 21:00