Samflokksmenn Ögmundar segja hann „verstu málpípu feðraveldisins“ Birta Svavarsdóttir skrifar 22. ágúst 2016 11:31 Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna. vísir/vilhelm Framkvæmdastjórn Ungra vinstri grænna segir það óásættanlegt að Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, tali eins og hin versta málpípa feðraveldisins. Segir framkvæmdastjórn UVG ummæli Ögmundar vera þvert á stefnu flokksins, þar sem Vinstri græn séu hreyfing sem kenni sig við kvenréttindi og femínisma. Er þess krafist að Ögmundur biðji hreyfinguna og allar konur í stjórnmálum afsökunar á ummælum sínum. Þetta kemur fram í ályktun Framkvæmdastjórnar UVG vegna ummæla Ögmundar Jónassonar í þættinum Vikulokin þann 20. ágúst. Vísir fjallaði um málið í gær, en í umræddum þætti sagði sakaði Ögmundur stjórnmálakonur um að nýta sér neikvætt umtal í sinn garð sér til upphafningar.Sjá einnig: Ögmundur sakar stjórnmálakonur um að nýta sér neikvætt umtal til eigin upphafningarÁlyktun Ungra vinstri grænna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan „Framkvæmdastjórn Ungra vinstri grænna harmar orð Ögmundar Jónassonar í Vikulokunum á Rás 1 þann 20. ágúst. Þar sakaði Ögmundur stjórnmálakonur um að nýta sé neikvætt umtal sér til upphafningar og dró í efa þá erfiðleika sem fylgja því að vera kona í pólitík. Framkvæmdastjórn UVG telur það óásættanlegt að þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs tali eins og hin versta málpípa feðraveldisins. VG er hreyfing sem kennir sig við kvenréttindi og femínisma, það er því alveg ljóst að þessi ummæli Ögmundar eru þvert á stefnu flokksins. Í stefnu VG segir að hreyfingin einsetji sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis. Telur UVG því nauðsynlegt að forysta flokksins geri almenningi það ljóst að þessi ummæli séu þvert á stefnu flokksins, og reyni ekki að þegja þau af sér. Framkvæmdastjórn UVG krefst þess að Ögmundur Jónasson biðji hreyfinguna afsökunar á ummælum sínum sem og allar konur í stjórnmálum.“ Tengdar fréttir Ögmundur sakar stjórnmálakonur um að nýta sér neikvætt umtal til eigin upphafningar Hörð orðaskipti á milli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Ögmundar Jónassonar vegna ummæla um konur í stjórnmálum. "Makalaus túlkun á okkar upplifun,“ sagði Hanna Birna. 21. ágúst 2016 21:00 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Framkvæmdastjórn Ungra vinstri grænna segir það óásættanlegt að Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, tali eins og hin versta málpípa feðraveldisins. Segir framkvæmdastjórn UVG ummæli Ögmundar vera þvert á stefnu flokksins, þar sem Vinstri græn séu hreyfing sem kenni sig við kvenréttindi og femínisma. Er þess krafist að Ögmundur biðji hreyfinguna og allar konur í stjórnmálum afsökunar á ummælum sínum. Þetta kemur fram í ályktun Framkvæmdastjórnar UVG vegna ummæla Ögmundar Jónassonar í þættinum Vikulokin þann 20. ágúst. Vísir fjallaði um málið í gær, en í umræddum þætti sagði sakaði Ögmundur stjórnmálakonur um að nýta sér neikvætt umtal í sinn garð sér til upphafningar.Sjá einnig: Ögmundur sakar stjórnmálakonur um að nýta sér neikvætt umtal til eigin upphafningarÁlyktun Ungra vinstri grænna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan „Framkvæmdastjórn Ungra vinstri grænna harmar orð Ögmundar Jónassonar í Vikulokunum á Rás 1 þann 20. ágúst. Þar sakaði Ögmundur stjórnmálakonur um að nýta sé neikvætt umtal sér til upphafningar og dró í efa þá erfiðleika sem fylgja því að vera kona í pólitík. Framkvæmdastjórn UVG telur það óásættanlegt að þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs tali eins og hin versta málpípa feðraveldisins. VG er hreyfing sem kennir sig við kvenréttindi og femínisma, það er því alveg ljóst að þessi ummæli Ögmundar eru þvert á stefnu flokksins. Í stefnu VG segir að hreyfingin einsetji sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis. Telur UVG því nauðsynlegt að forysta flokksins geri almenningi það ljóst að þessi ummæli séu þvert á stefnu flokksins, og reyni ekki að þegja þau af sér. Framkvæmdastjórn UVG krefst þess að Ögmundur Jónasson biðji hreyfinguna afsökunar á ummælum sínum sem og allar konur í stjórnmálum.“
Tengdar fréttir Ögmundur sakar stjórnmálakonur um að nýta sér neikvætt umtal til eigin upphafningar Hörð orðaskipti á milli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Ögmundar Jónassonar vegna ummæla um konur í stjórnmálum. "Makalaus túlkun á okkar upplifun,“ sagði Hanna Birna. 21. ágúst 2016 21:00 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Ögmundur sakar stjórnmálakonur um að nýta sér neikvætt umtal til eigin upphafningar Hörð orðaskipti á milli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Ögmundar Jónassonar vegna ummæla um konur í stjórnmálum. "Makalaus túlkun á okkar upplifun,“ sagði Hanna Birna. 21. ágúst 2016 21:00