Listi Kára hefur verið í öðru sæti undanfarna tíu daga eða svo síðan söfnunin fór fram úr fjölda undirskrifta sem söfnuðust gegn flutningi Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýrinni árið 2013. Þá söfnuðust 69.637 undirskriftir. Þar á eftir kemur söfnunin vegna Icesave-samnings númer tvö þar sem 56.089 skrifuðu undir.

1. Gegn beitingu breska ríkisins á hryðjuverkalögum gegn Íslandi (2008), 83.353 undirskriftir.
2. Krafa um að 11% af vergri landsframleiðslu verði árlega varið til reksturs heilbrigðiskerfisins (24. febrúar 2016), 80.671 undirskriftir.
3. Gegn flutningi Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýri (2013), 69.637 undirskriftir.
4. Gegn Icesave-samningi 2 (2010), 56.089 undirskriftir.
5. Varið land, gegn brottför hersins (1974), 55.522 undirskriftir.
6. Gegn kvótasetningu á makríl (2015), 53.571 undirskriftir.
7. Áskorun um áframhald ESB-viðræðna (2014), 53.555 undirskriftir.
8. Gegn sölu HS-orku til Magma Energy (2011), 47.004 undirskriftir.
9. Gegn Eyjabakkavirkjun (1999), 45.386 undirskriftir.
10. Gegn Icesave-samningi 3 (2011), 42.400 undirskriftir (þ.a. 37.488 afhentar 18. febrúar 2011).
11. Krafa um að hætt verði við áætlanir um virkjanir á íslenska hálendinu (2015), 42.581 undirskriftir (þann 24. febrúar 2016).
12. Gegn vegatollum (2011), 41.525 undirskriftir.
13. Krafa um leiðréttingu stökkbreyttra lána og afnám verðtryggingar (2012), 37.743 undirskriftir.
14. Gegn breytingum á veiðigjaldi (2013), 34.882 undirskriftir.
15. Gegn EES-samningum (1992), 34.378 undirskriftir.