Ráðherra stefnir ekki að því að löggilda starfsheiti húðflúrara Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. janúar 2016 07:00 16 húðflúrstofur eru starfandi á Íslandi en ekki er vitað hversu margir húðflúra í leyfisleysi og án þess að gefa reksturinn upp til skatts. „Það endurspeglast í svari ráðherra að það sé lítill áhugi á þessum málaflokki,“ segir Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks. Hún sendi fyrirspurn til umhverfis- og auðlindaráðherra eftir frétt Fréttablaðsins um svartan markað húðflúrara. Í fréttinni kom fram óánægja þaulvanra húðflúrara með eftirlitsleysi yfirvalda á húðflúrmarkaðnum enda stundi margir greinina án þekkingar, réttra tækja eða tilskilinna leyfa. Jóhanna spyr meðal annars hvort ráðherra hafi kynnt sér löggjöf annarra Norðurlanda um húðflúrun og hvort ráðherra hafi í hyggju að leggja til að starfsheiti húðflúrara verði löggilt. Svar ráðherra við spurningunum tveimur er stutt og skýrt. Einfaldlega nei.Jóhanna María Sigmundsdóttir þingmaður FramsóknarflokksinsÍ svarinu við hvort ráðherra muni beita sér fyrir setningu reglna um starfsemi húðflúrstofa kemur fram að Embætti landlæknis telji þörf á frekari fræðslu fyrir húðflúrara. Þar sem fulltrúar frá Embætti landlæknis, Umhverfisstofnun og heilbrigðisnefndum sveitarfélaga fræði um sýkingarhættu, sótthreinsun, dauðhreinsun og hvað beri að varast. Einnig um lög og reglur, starfsleyfisskilyrði og eftirlit. Kemur fram að Umhverfisstofnun muni taka málið aftur upp í kjölfar fyrirspurnar Jóhönnu. „Ég vonaðist til þess að það yrði farið í að kanna enn frekar. Til dæmis að gera þetta að löggildu starfi og læra af nágrönnum okkar. Ég vonaði líka að tekið yrði betur undir skoðanir landlæknis. Það er til dæmis ekkert sem bannar mér að kaupa tattúvél og byrja að húðflúra, ég má bara ekki selja þjónustuna,“ segir Jóhanna María. Í svari ráðherra kemur ennfremur fram að sextán húðflúrstofur séu með starfsleyfi hér á landi og að ekki sé haldin sérstök skrá yfir tilvik í heilbrigðiskerfinu sem rekja má til húðflúrunar. Stjórnmálavísir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Það endurspeglast í svari ráðherra að það sé lítill áhugi á þessum málaflokki,“ segir Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks. Hún sendi fyrirspurn til umhverfis- og auðlindaráðherra eftir frétt Fréttablaðsins um svartan markað húðflúrara. Í fréttinni kom fram óánægja þaulvanra húðflúrara með eftirlitsleysi yfirvalda á húðflúrmarkaðnum enda stundi margir greinina án þekkingar, réttra tækja eða tilskilinna leyfa. Jóhanna spyr meðal annars hvort ráðherra hafi kynnt sér löggjöf annarra Norðurlanda um húðflúrun og hvort ráðherra hafi í hyggju að leggja til að starfsheiti húðflúrara verði löggilt. Svar ráðherra við spurningunum tveimur er stutt og skýrt. Einfaldlega nei.Jóhanna María Sigmundsdóttir þingmaður FramsóknarflokksinsÍ svarinu við hvort ráðherra muni beita sér fyrir setningu reglna um starfsemi húðflúrstofa kemur fram að Embætti landlæknis telji þörf á frekari fræðslu fyrir húðflúrara. Þar sem fulltrúar frá Embætti landlæknis, Umhverfisstofnun og heilbrigðisnefndum sveitarfélaga fræði um sýkingarhættu, sótthreinsun, dauðhreinsun og hvað beri að varast. Einnig um lög og reglur, starfsleyfisskilyrði og eftirlit. Kemur fram að Umhverfisstofnun muni taka málið aftur upp í kjölfar fyrirspurnar Jóhönnu. „Ég vonaðist til þess að það yrði farið í að kanna enn frekar. Til dæmis að gera þetta að löggildu starfi og læra af nágrönnum okkar. Ég vonaði líka að tekið yrði betur undir skoðanir landlæknis. Það er til dæmis ekkert sem bannar mér að kaupa tattúvél og byrja að húðflúra, ég má bara ekki selja þjónustuna,“ segir Jóhanna María. Í svari ráðherra kemur ennfremur fram að sextán húðflúrstofur séu með starfsleyfi hér á landi og að ekki sé haldin sérstök skrá yfir tilvik í heilbrigðiskerfinu sem rekja má til húðflúrunar.
Stjórnmálavísir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira