Telur ekki jákvætt að takmarka valfrelsi fólks á meðan krónan er enn gjaldmiðillinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2016 11:11 Helgi Hjörvar, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Árni Páll Árnason vísir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir frumvarp þeirra Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur og Helga Hjörvar, þingmanna flokksins, um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum ekki í samræmi við stefnu flokksins, en hann kveðst vera sammála henni. „Samfylkingin hefur skýra stefnu varðandi verðtrygginguna og hún felst í því að auka valmöguleika fólk og auka vægi óverðtryggðrar fjármögnunar og losa okkur síðan undan verðtryggingu með upptöku á alvöru gjaldgengum gjaldmiðli sem hægt er að eiga viðskipti með innan sem utan landsteinanna,“ segir Árni Páll í samtali við Vísi. Hann segist ekki sjá rökin fyrir því að þvinga fólk til þess að taka lán sem að minnsta kosti góðar líkur séu á að séu áhættumeiri og sveiflukenndari í afborgunum heldur en verðtryggð lán. „Hlutdeild óverðtryggðra lána jókst vissulega eftir hrun en hlutdeild verðtryggðra lána hefur svo aftur aukist á seinustu árum. Það er því greinilegt að fólk er að taka upplýsta ákvörðun á grundvelli vals á ólíkum kostum og ég sé ekki að það þjóni neinum jákvæðum tilgangi að takmarka valfrelsi fólks að þessu leyti svo lengi sem við búum við að vera með íslenska krónu,“ segir Árni Páll. Árni Páll segir verðtrygginguna vissulega dýra leið til þess að verja sig fyrir gengissveiflum en höfuðvandamálið í því efni sé krónan. Hann segist telja að það sé enginn ágreiningur um það innan Samfylkingarinnar að besta leiðin til að losna við verðtrygginguna sé að taka upp nýjan gjaldmiðil en svo séu ólík sjónarmið innan flokksins varðandi það hvort banna eigi verðtryggingu í millitíðinni eða ekki. Stjórnmálavísir Tengdar fréttir Vilja banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum, þar með talið húsnæðislánum. 21. janúar 2016 15:34 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir frumvarp þeirra Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur og Helga Hjörvar, þingmanna flokksins, um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum ekki í samræmi við stefnu flokksins, en hann kveðst vera sammála henni. „Samfylkingin hefur skýra stefnu varðandi verðtrygginguna og hún felst í því að auka valmöguleika fólk og auka vægi óverðtryggðrar fjármögnunar og losa okkur síðan undan verðtryggingu með upptöku á alvöru gjaldgengum gjaldmiðli sem hægt er að eiga viðskipti með innan sem utan landsteinanna,“ segir Árni Páll í samtali við Vísi. Hann segist ekki sjá rökin fyrir því að þvinga fólk til þess að taka lán sem að minnsta kosti góðar líkur séu á að séu áhættumeiri og sveiflukenndari í afborgunum heldur en verðtryggð lán. „Hlutdeild óverðtryggðra lána jókst vissulega eftir hrun en hlutdeild verðtryggðra lána hefur svo aftur aukist á seinustu árum. Það er því greinilegt að fólk er að taka upplýsta ákvörðun á grundvelli vals á ólíkum kostum og ég sé ekki að það þjóni neinum jákvæðum tilgangi að takmarka valfrelsi fólks að þessu leyti svo lengi sem við búum við að vera með íslenska krónu,“ segir Árni Páll. Árni Páll segir verðtrygginguna vissulega dýra leið til þess að verja sig fyrir gengissveiflum en höfuðvandamálið í því efni sé krónan. Hann segist telja að það sé enginn ágreiningur um það innan Samfylkingarinnar að besta leiðin til að losna við verðtrygginguna sé að taka upp nýjan gjaldmiðil en svo séu ólík sjónarmið innan flokksins varðandi það hvort banna eigi verðtryggingu í millitíðinni eða ekki.
Stjórnmálavísir Tengdar fréttir Vilja banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum, þar með talið húsnæðislánum. 21. janúar 2016 15:34 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Vilja banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum, þar með talið húsnæðislánum. 21. janúar 2016 15:34