350 starfsmenn IKEA fá þrettánda mánuðinn greiddan Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2016 19:45 Rekstur IKEA hefur gengið vel undanfarin misseri sem hefur meðal annars skilað sér í lægra vöruverði. En nú ætlar fyrirtækið að gera vel við starfsfólkið og borga þeim bónus í formi þrettánda mánaðarins. „Við erum að uppskera og þar af leiðandi ætlum við að umbuna starfsfólki okkar á næsta ári, eftir þetta rekstrarár IKEA sem lýkur í lok ágúst á næsta ári,” segir Fjóla Kristín Helgadóttir, mannauðsstjóri IKEA. „Þá munum við greiða öllum starfsmönnum þrettánda mánuðinn. Það er mjög ánægjulegt, þá fá þau líka að njóta góðs af velgengninni.” Fjóla Kristín, mannauðsstjóri IKEA.vísir/skjáskotÞrjú hundruð og fimmtíu manns vinna hjá IKEA og verður kostnaðurinn því um níutíu milljónir. Starfshópurinn er á öllum aldri og með mismikla reynslu og menntun. Mikið er af ungu fólki og námsmönnum og sjötíu útlendingar vinna hjá fyrirtækinu. Þetta er fólk sem er ekki beinlínis vant því að fá háa bónusa í starfi sínu og hafa viðbrögðin verið að vonum góð. „Þau eru aðeins að melta þetta og eru svolítið hissa. En jú, það er mjög mikil ánægja. Það er ekki hægt annað,“ segir Fjóla. Þeir sem hafa unnið í heilt ár í ágúst á næsta ári munu fá fullan bónus og þeir sem hafa unnið í hálft ár fá helminginn. Gerirðu ráð fyrir mörgum starfsumsóknum á næstunni? „Já ég geri ráð fyrir því ef þetta fer að spyrjast svona hratt út. Við vorum að tilkynna þetta fyrst í gær þannig að jú, örugglega.” Tengdar fréttir Sextíu prósent veltuaukning á árinu Reykjavík Letterpress er eina hönnunarstofan á Íslandi sem gerir út á letterpress eða hæðarprentun. Framundan hjá fyrirtækinu er innkoma fjárfesta, flutningar og sala á erlendum markaði. 17. ágúst 2016 10:15 Ikea á Íslandi lækkar verð enn eitt árið en skilar á sama tíma methagnaði Lægra verð, hærri laun og methagnaður hjá eigendum. "Win, win,win,“ segir framkvæmdastjóri IKEA. 23. ágúst 2016 13:39 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Sjá meira
Rekstur IKEA hefur gengið vel undanfarin misseri sem hefur meðal annars skilað sér í lægra vöruverði. En nú ætlar fyrirtækið að gera vel við starfsfólkið og borga þeim bónus í formi þrettánda mánaðarins. „Við erum að uppskera og þar af leiðandi ætlum við að umbuna starfsfólki okkar á næsta ári, eftir þetta rekstrarár IKEA sem lýkur í lok ágúst á næsta ári,” segir Fjóla Kristín Helgadóttir, mannauðsstjóri IKEA. „Þá munum við greiða öllum starfsmönnum þrettánda mánuðinn. Það er mjög ánægjulegt, þá fá þau líka að njóta góðs af velgengninni.” Fjóla Kristín, mannauðsstjóri IKEA.vísir/skjáskotÞrjú hundruð og fimmtíu manns vinna hjá IKEA og verður kostnaðurinn því um níutíu milljónir. Starfshópurinn er á öllum aldri og með mismikla reynslu og menntun. Mikið er af ungu fólki og námsmönnum og sjötíu útlendingar vinna hjá fyrirtækinu. Þetta er fólk sem er ekki beinlínis vant því að fá háa bónusa í starfi sínu og hafa viðbrögðin verið að vonum góð. „Þau eru aðeins að melta þetta og eru svolítið hissa. En jú, það er mjög mikil ánægja. Það er ekki hægt annað,“ segir Fjóla. Þeir sem hafa unnið í heilt ár í ágúst á næsta ári munu fá fullan bónus og þeir sem hafa unnið í hálft ár fá helminginn. Gerirðu ráð fyrir mörgum starfsumsóknum á næstunni? „Já ég geri ráð fyrir því ef þetta fer að spyrjast svona hratt út. Við vorum að tilkynna þetta fyrst í gær þannig að jú, örugglega.”
Tengdar fréttir Sextíu prósent veltuaukning á árinu Reykjavík Letterpress er eina hönnunarstofan á Íslandi sem gerir út á letterpress eða hæðarprentun. Framundan hjá fyrirtækinu er innkoma fjárfesta, flutningar og sala á erlendum markaði. 17. ágúst 2016 10:15 Ikea á Íslandi lækkar verð enn eitt árið en skilar á sama tíma methagnaði Lægra verð, hærri laun og methagnaður hjá eigendum. "Win, win,win,“ segir framkvæmdastjóri IKEA. 23. ágúst 2016 13:39 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Sjá meira
Sextíu prósent veltuaukning á árinu Reykjavík Letterpress er eina hönnunarstofan á Íslandi sem gerir út á letterpress eða hæðarprentun. Framundan hjá fyrirtækinu er innkoma fjárfesta, flutningar og sala á erlendum markaði. 17. ágúst 2016 10:15
Ikea á Íslandi lækkar verð enn eitt árið en skilar á sama tíma methagnaði Lægra verð, hærri laun og methagnaður hjá eigendum. "Win, win,win,“ segir framkvæmdastjóri IKEA. 23. ágúst 2016 13:39