Vigdís kærir umfangsmikil níðskrif um sig Jakob Bjarnar skrifar 27. júlí 2016 13:37 Vigdís Hauksdóttir leggur fram umfangsmiklil skif um sig, til lögreglu, skrif sem Vigdís segir níðskrif. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, birti nú rétt í þessu, á Facebooksíðu sinni, dramatíska mynd af útidyrum höfuðstöðva Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Teningunum er kastað - eftir rúmlega sjö ára níðskif um mig á netinu - gekk ég á fund lögreglunnar og lagði fram kæru vegna ærumeiðandi ummæla og skrifa,“ segir Vigdís. Og hún bætir við: „Nú fer málið í ferli.“ Ekki liggur fyrir hverjir hverja um ræðir eða hvaða ummæli það eru nákvæmlega sem Vigdís vill að lögreglan rannsaki. Vigdís tilkynnti það fyrir nokkru að hún muni ekki sækjast eftir endurkjöri á Alþingi en hún hefur verið afar umdeildur þingmaður, svo ekki sé meira sagt. Því má gera ráð fyrir því að um talsvert mikinn bunka sé að ræða, ef þetta eru ummæli sem Vigdís hefur safnað í heil sjö ár. Vígdís er lögfræðimenntuð, þannig að gera má ráð fyrir því að hún þekki vel þá lagastafi sem snúa að meiðyrðum. ...Uppfært 14:10 Vísir náði nú rétt í þessu tali af Vigdísi til að fá nánari útskýringar á því hvað um ræðir. Ekki er um það að ræða að margir séu kærðir heldur snýr þessi tiltekna kæra aðeins að Sandkassanum og ritstjóra þeirrar síðu, Gunnari Waage. Vísir greindi í dag frá því að Gústaf Níelsson ætli að kæra síðuna einnig. Nú gerist atburðarás hröð, því nú rétt í þessu var verið að taka þessa síðu, sandkassinn.com, niður. Vígdís segir að aðeins sé einn og einn sem er kærður í senn og ef um væri að ræða allar þær ávirðingar sem á henni hafa dunið undanfarin sjö ár þá myndi slíkt útprentað fylla margar ferðatöskur.Kæran snýr að Sandkassanum „Ég hef verið viðfangsefni haughússins í rúmlega sjö ár. Alveg frá því að það kom í ljós að ég myndi leiða lista í Reykjavík Suður fyrir Framsóknarflokkinn. Fyrir kosningarnar 2009. Ég hef leitt þetta alltsaman hjá mér hingað til þrátt fyrir ótal ábendingar og hvatningu til að gera eitthvað í málinu á þessu tímabili. Hins vegar, það sem fyllti mælinn hjá mér var það sem birtist á netinu í gær, ég fékk vitund um, var bent á það, að ég er þar á lista númer 10 yfir Nýrasista, hvað svo sem það þýðir. Samkvæmt skilgreiningu þess aðila sem heldur úti þessari bloggsíðu þá eiga þeir það sammerkt, sem eru á þessum lista að...“ og nú vitnar Vigdís í Sandkassann: „hér eru listaðir þeir menn og konur sem eru áberandi í umræðum á opinberum vettvangi, gegna ábyrgðarstöðum, háir jafnt sem lágir, sem eiga það sameiginlegt að beita sér af mikilli hörku í garð fjölmenningar á Íslandi. Margir þeirra afneita tilvist fjölmenningar hér á landi alfarið.“ Þetta segir Vigdís alveg galið. „Á þessum grunni byggir kæra mín. Því að samkvæmt þessari skilgreiningu hef ég ekki hagað mér samkvæmt þessum hætti, eina sem ég hef unnið mér til frægðar er að vera á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu og barist hart gegn því að Íslendingar tækju á sig Icesave-skuldaklafann.“Mælirinn fullur hjá Vigdísi Vigdís segir sem sagt að um afmarkað viðfangsefni sé að ræða og skýrt fram sett. Og hún hafi haft samband við lögregluna í dag og sagst vilja leggja fram kæru. Hún gekk frá því nú um hádegisbil. Og málið sem sagt í ferli. „Mælirinn er fullur hjá mér. Nú er ég búin að fá nóg, nú svara ég með þessum hætti. Þegar ég er sökuð um eitthvað og á sér enga stoð í raunveruleikanum. Þetta er uppsöfnuð þreyta. Allt í einu fékk ég nóg og það gerðist í morgun. Búin að kæra þessi níðskrif um mig. Geng þar með fram, vonandi verð ég gott fordæmi fyrir þá sem starfa á þessum vettvangi og mega þola það að sitja undir sífelldum áróðri, lygum og drullu um sjálfan sig. Sem eiga ekki við nein rök að styðjast. Vona að ég brjóti blað með þessu,“ segir Vigdís. Tengdar fréttir Birtir lista yfir meinta nýrasista Gústaf Níelsson hyggst kæra Sandkassann vegna hatursummæla. 27. júlí 2016 13:21 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, birti nú rétt í þessu, á Facebooksíðu sinni, dramatíska mynd af útidyrum höfuðstöðva Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Teningunum er kastað - eftir rúmlega sjö ára níðskif um mig á netinu - gekk ég á fund lögreglunnar og lagði fram kæru vegna ærumeiðandi ummæla og skrifa,“ segir Vigdís. Og hún bætir við: „Nú fer málið í ferli.“ Ekki liggur fyrir hverjir hverja um ræðir eða hvaða ummæli það eru nákvæmlega sem Vigdís vill að lögreglan rannsaki. Vigdís tilkynnti það fyrir nokkru að hún muni ekki sækjast eftir endurkjöri á Alþingi en hún hefur verið afar umdeildur þingmaður, svo ekki sé meira sagt. Því má gera ráð fyrir því að um talsvert mikinn bunka sé að ræða, ef þetta eru ummæli sem Vigdís hefur safnað í heil sjö ár. Vígdís er lögfræðimenntuð, þannig að gera má ráð fyrir því að hún þekki vel þá lagastafi sem snúa að meiðyrðum. ...Uppfært 14:10 Vísir náði nú rétt í þessu tali af Vigdísi til að fá nánari útskýringar á því hvað um ræðir. Ekki er um það að ræða að margir séu kærðir heldur snýr þessi tiltekna kæra aðeins að Sandkassanum og ritstjóra þeirrar síðu, Gunnari Waage. Vísir greindi í dag frá því að Gústaf Níelsson ætli að kæra síðuna einnig. Nú gerist atburðarás hröð, því nú rétt í þessu var verið að taka þessa síðu, sandkassinn.com, niður. Vígdís segir að aðeins sé einn og einn sem er kærður í senn og ef um væri að ræða allar þær ávirðingar sem á henni hafa dunið undanfarin sjö ár þá myndi slíkt útprentað fylla margar ferðatöskur.Kæran snýr að Sandkassanum „Ég hef verið viðfangsefni haughússins í rúmlega sjö ár. Alveg frá því að það kom í ljós að ég myndi leiða lista í Reykjavík Suður fyrir Framsóknarflokkinn. Fyrir kosningarnar 2009. Ég hef leitt þetta alltsaman hjá mér hingað til þrátt fyrir ótal ábendingar og hvatningu til að gera eitthvað í málinu á þessu tímabili. Hins vegar, það sem fyllti mælinn hjá mér var það sem birtist á netinu í gær, ég fékk vitund um, var bent á það, að ég er þar á lista númer 10 yfir Nýrasista, hvað svo sem það þýðir. Samkvæmt skilgreiningu þess aðila sem heldur úti þessari bloggsíðu þá eiga þeir það sammerkt, sem eru á þessum lista að...“ og nú vitnar Vigdís í Sandkassann: „hér eru listaðir þeir menn og konur sem eru áberandi í umræðum á opinberum vettvangi, gegna ábyrgðarstöðum, háir jafnt sem lágir, sem eiga það sameiginlegt að beita sér af mikilli hörku í garð fjölmenningar á Íslandi. Margir þeirra afneita tilvist fjölmenningar hér á landi alfarið.“ Þetta segir Vigdís alveg galið. „Á þessum grunni byggir kæra mín. Því að samkvæmt þessari skilgreiningu hef ég ekki hagað mér samkvæmt þessum hætti, eina sem ég hef unnið mér til frægðar er að vera á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu og barist hart gegn því að Íslendingar tækju á sig Icesave-skuldaklafann.“Mælirinn fullur hjá Vigdísi Vigdís segir sem sagt að um afmarkað viðfangsefni sé að ræða og skýrt fram sett. Og hún hafi haft samband við lögregluna í dag og sagst vilja leggja fram kæru. Hún gekk frá því nú um hádegisbil. Og málið sem sagt í ferli. „Mælirinn er fullur hjá mér. Nú er ég búin að fá nóg, nú svara ég með þessum hætti. Þegar ég er sökuð um eitthvað og á sér enga stoð í raunveruleikanum. Þetta er uppsöfnuð þreyta. Allt í einu fékk ég nóg og það gerðist í morgun. Búin að kæra þessi níðskrif um mig. Geng þar með fram, vonandi verð ég gott fordæmi fyrir þá sem starfa á þessum vettvangi og mega þola það að sitja undir sífelldum áróðri, lygum og drullu um sjálfan sig. Sem eiga ekki við nein rök að styðjast. Vona að ég brjóti blað með þessu,“ segir Vigdís.
Tengdar fréttir Birtir lista yfir meinta nýrasista Gústaf Níelsson hyggst kæra Sandkassann vegna hatursummæla. 27. júlí 2016 13:21 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Birtir lista yfir meinta nýrasista Gústaf Níelsson hyggst kæra Sandkassann vegna hatursummæla. 27. júlí 2016 13:21
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels