Sigmundur Davíð þvertekur fyrir að hann eða nokkur tengdur honum hafi gefið fyrirmæli um að rjúfa útsendingu frá flokksþingi Framsóknar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2016 17:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins segist hafa orðið fyrir sjokki að upplifa það að öll þau atriði sem hann óttaðist við pólitíkina áður en hann hóf þátttöku í stjórnmálum hafi komið upp í aðdraganda flokksþings Framsóknar og jafnvel á sjálfu flokksþinginu. Þá þvertekur hann fyrir að hann eða nokkur af hans fólki hafi gefið fyrirmæli um að rjúfa beina útsendingu Framsóknarflokksins á vefnum frá þinginu en ræðu Sigmundar Davíðs var aðeins streymt. Þetta kom fram í viðtali við hann í Reykjavík síðdegis í dag en þar sagði hann að áður en hann byrjaði í stjórnmálum þá hefði hann ekki viljað taka þátt í þeim því honum hefði fundist þau einkennast af ljótum leikjum, undirferlum og hönnuðum atburðarásum. „Það gerðist nú eitt og annað í aðdraganda þessa flokksþings og svo á þinginu sjálfu sem var til þess fallið að búa til ákveðið narratív eða ákveðna sögu. Sumt af því var hefðbundið eins og að fá félög til að álykta sem gekk nú ekki eins vel og menn ætluðu. Svo var farið að halda alls konar fundi og alltaf tilkynnt í fjölmiðlum að verið væri að halda fund og búa til sem mesta spennu úr því og alltaf nýir og nýir áfangar fyrir sögu. Síðan bætist við þessi umræða um dagskrá flokksþingsins. Þá er farið að dreifa sögum um það að ég sé að koma í veg fyrir það að aðrir fái að tala og eitthvað svoleiðis,“ sagði Sigmundur. Hann sagði að einu afskipti hans af dagskránni hafi verið að leggja til að sérstakur tími yrði fyrir ráðherrana til að tala sem hann sagði að væri óvenjulegt. „Svo er ýmislegt í umgjörðinni allt til þess að búa til þessa atburðarás sem nær hámarki í því að það er slitið sambandið á útsendingunni eftir ræðuna mína og gefið mjög til kynna, þetta var tilkynnt strax til fjölmiðla, gefið mjög til kynna að ég eða aðstoðarmaður minn eða einhver af mínu fólki hafi slitið útsendingunni frá flokksþinginu eftir að ég var búinn með mína ræðu.“ Sigmundur var þá spurður hver hefði gert það ef það var ekki hann. „Ég hef náttúrulega ekkert um þetta að segja en ég bendi nú á það að tæknimenn í Háskólabíói hafi sagt að þeir hafi fengið fyrirmæli um að gera þetta. Nú spyr ég bara: af hverju spyrja menn ekki tæknimennina hver gaf fyrirmælin?“ Aðspurður sagði Sigmundur að honum hafi verið sagt hver hafi gefið fyrirmælin en hann hafi ekki getað sannreynt það. „Það er hins vegar alveg ljóst að einhver fer síðan strax í það að láta vita af þessu að sendingin hafi rofnað og búa til þá sögu að það tengist mér á enhvern hátt. Svo fer Ásmundur upp í ræðustól og kemur með sína lýsingu á fundi framkvæmdastjórnar í flokknum. [...] Maður sá birtast svo margt sem maður óttaðist að væri tilfellið í pólitíkinni en var hættur að telja nokkra hættu á í þessum flokki.“ Hann var spurður að því hvort að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og sigurvegari í formannskjörinu á sunnudag eða einhver af hans mönnum hafi beðið um að slíta útsendingunni. „Ja, ég er ekki að segja annað en það að það var ekki ég eða neitt af mínu fólki. Hversu vitlaust væri það nú að fara að klippa á útsendingu og koma í veg fyrir að ræða Sigurðar Inga yrði sýnd á netinu og á heimasíðu flokksins?“ Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins segist hafa orðið fyrir sjokki að upplifa það að öll þau atriði sem hann óttaðist við pólitíkina áður en hann hóf þátttöku í stjórnmálum hafi komið upp í aðdraganda flokksþings Framsóknar og jafnvel á sjálfu flokksþinginu. Þá þvertekur hann fyrir að hann eða nokkur af hans fólki hafi gefið fyrirmæli um að rjúfa beina útsendingu Framsóknarflokksins á vefnum frá þinginu en ræðu Sigmundar Davíðs var aðeins streymt. Þetta kom fram í viðtali við hann í Reykjavík síðdegis í dag en þar sagði hann að áður en hann byrjaði í stjórnmálum þá hefði hann ekki viljað taka þátt í þeim því honum hefði fundist þau einkennast af ljótum leikjum, undirferlum og hönnuðum atburðarásum. „Það gerðist nú eitt og annað í aðdraganda þessa flokksþings og svo á þinginu sjálfu sem var til þess fallið að búa til ákveðið narratív eða ákveðna sögu. Sumt af því var hefðbundið eins og að fá félög til að álykta sem gekk nú ekki eins vel og menn ætluðu. Svo var farið að halda alls konar fundi og alltaf tilkynnt í fjölmiðlum að verið væri að halda fund og búa til sem mesta spennu úr því og alltaf nýir og nýir áfangar fyrir sögu. Síðan bætist við þessi umræða um dagskrá flokksþingsins. Þá er farið að dreifa sögum um það að ég sé að koma í veg fyrir það að aðrir fái að tala og eitthvað svoleiðis,“ sagði Sigmundur. Hann sagði að einu afskipti hans af dagskránni hafi verið að leggja til að sérstakur tími yrði fyrir ráðherrana til að tala sem hann sagði að væri óvenjulegt. „Svo er ýmislegt í umgjörðinni allt til þess að búa til þessa atburðarás sem nær hámarki í því að það er slitið sambandið á útsendingunni eftir ræðuna mína og gefið mjög til kynna, þetta var tilkynnt strax til fjölmiðla, gefið mjög til kynna að ég eða aðstoðarmaður minn eða einhver af mínu fólki hafi slitið útsendingunni frá flokksþinginu eftir að ég var búinn með mína ræðu.“ Sigmundur var þá spurður hver hefði gert það ef það var ekki hann. „Ég hef náttúrulega ekkert um þetta að segja en ég bendi nú á það að tæknimenn í Háskólabíói hafi sagt að þeir hafi fengið fyrirmæli um að gera þetta. Nú spyr ég bara: af hverju spyrja menn ekki tæknimennina hver gaf fyrirmælin?“ Aðspurður sagði Sigmundur að honum hafi verið sagt hver hafi gefið fyrirmælin en hann hafi ekki getað sannreynt það. „Það er hins vegar alveg ljóst að einhver fer síðan strax í það að láta vita af þessu að sendingin hafi rofnað og búa til þá sögu að það tengist mér á enhvern hátt. Svo fer Ásmundur upp í ræðustól og kemur með sína lýsingu á fundi framkvæmdastjórnar í flokknum. [...] Maður sá birtast svo margt sem maður óttaðist að væri tilfellið í pólitíkinni en var hættur að telja nokkra hættu á í þessum flokki.“ Hann var spurður að því hvort að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og sigurvegari í formannskjörinu á sunnudag eða einhver af hans mönnum hafi beðið um að slíta útsendingunni. „Ja, ég er ekki að segja annað en það að það var ekki ég eða neitt af mínu fólki. Hversu vitlaust væri það nú að fara að klippa á útsendingu og koma í veg fyrir að ræða Sigurðar Inga yrði sýnd á netinu og á heimasíðu flokksins?“
Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira