Leggja til breytingar til sátta á lagafrumvarpi um búvörulög Sveinn Arnarsson skrifar 10. ágúst 2016 07:00 Þing kemur saman í næstu viku. vísir/vilhelm Nefndir Alþingis koma saman í dag eftir stutt sumarleyfi en næstu dagar fara í undirbúning undir þingfundi í næstu viku. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, segir að kynntar verði breytingar á búvörusamningunum á fundi nefndarinnar síðdegis.vísir/vilhelm „Unnið hefur verið að breytingum á málinu í allt sumar og við vonum að þær breytingar verði til þess að víðtækari sátt náist en þegar samningarnir voru undirritaðir í vor. Þær breytingar munum við kynna fyrir nefndarmönnum og vonandi náum við að afgreiða málið fljótt og örugglega úr nefndinni,“ segir Jón. Nokkuð hefur verið deilt á nýgerða búvörusamninga en þeir þurfa að fá samþykki þingsins á þeim tíma sem eftir lifir fram að kosningum. Bæði hafa heyrst gagnrýnisraddir úr stjórnarandstöðunni og einnig hafa heyrst óánægjuraddir innan þingflokks sjálfstæðismanna.Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar Þá er deilt um fleiri mál. Katrín Júlíusdóttir, fyrsti varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, undrast að samgönguáætlun skuli ekki verða rædd á fyrsta degi nefndarinnar. „Þetta er ekki innihaldsrík fundardagskrá hjá okkur, það verður að segjast,“ segir hún. „Nú er svo komið að hið opinbera hefur ekki verið með gilda samgönguáætlun allt þetta kjörtímabil. Svo virðist sem formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins séu ekki sammála um mikilvægi samgöngumála því drög að samgönguáætlun sem innanríkisráðherra hefur lagt fram hljóðar upp á mun hærri upphæðir en eru í fjármálaáætlun formanns flokksins,“ segir Katrín. Ljóst er að ef ganga á til kosninga í lok október þarf að halda vel á spöðunum. Boðað hefur verið nýtt frumvarp sem draga á úr vægi verðtryggingar. Það frumvarp hefur ekki birst opinberlega og mun líklega verða mikið rætt í þinginu verði það lagt fram. Katrín Júlíusdóttir segir þing þurfa að klárast í ágústmánuði og ef vilji sé fyrir því innan stjórnarflokkanna geti það auðveldlega gerst. „Við sáum það í byrjun sumars að þingið getur unnið hratt og örugglega ef vilji er fyrir því innan stjórnarflokkanna. Því gætum við unnið fljótt í um þrjár vikur og klárað fyrir lok ágúst og boðað þá til kosninga,“ segir Katrín. Birt var uppfærð starfsáætlun þingsins á vef Alþingis í gær, en í henni er gert ráð fyrir nefndafundum 10. til 12. ágúst og þingfundum frá 15. ágúst til 2. september.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Nefndir Alþingis koma saman í dag eftir stutt sumarleyfi en næstu dagar fara í undirbúning undir þingfundi í næstu viku. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, segir að kynntar verði breytingar á búvörusamningunum á fundi nefndarinnar síðdegis.vísir/vilhelm „Unnið hefur verið að breytingum á málinu í allt sumar og við vonum að þær breytingar verði til þess að víðtækari sátt náist en þegar samningarnir voru undirritaðir í vor. Þær breytingar munum við kynna fyrir nefndarmönnum og vonandi náum við að afgreiða málið fljótt og örugglega úr nefndinni,“ segir Jón. Nokkuð hefur verið deilt á nýgerða búvörusamninga en þeir þurfa að fá samþykki þingsins á þeim tíma sem eftir lifir fram að kosningum. Bæði hafa heyrst gagnrýnisraddir úr stjórnarandstöðunni og einnig hafa heyrst óánægjuraddir innan þingflokks sjálfstæðismanna.Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar Þá er deilt um fleiri mál. Katrín Júlíusdóttir, fyrsti varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, undrast að samgönguáætlun skuli ekki verða rædd á fyrsta degi nefndarinnar. „Þetta er ekki innihaldsrík fundardagskrá hjá okkur, það verður að segjast,“ segir hún. „Nú er svo komið að hið opinbera hefur ekki verið með gilda samgönguáætlun allt þetta kjörtímabil. Svo virðist sem formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins séu ekki sammála um mikilvægi samgöngumála því drög að samgönguáætlun sem innanríkisráðherra hefur lagt fram hljóðar upp á mun hærri upphæðir en eru í fjármálaáætlun formanns flokksins,“ segir Katrín. Ljóst er að ef ganga á til kosninga í lok október þarf að halda vel á spöðunum. Boðað hefur verið nýtt frumvarp sem draga á úr vægi verðtryggingar. Það frumvarp hefur ekki birst opinberlega og mun líklega verða mikið rætt í þinginu verði það lagt fram. Katrín Júlíusdóttir segir þing þurfa að klárast í ágústmánuði og ef vilji sé fyrir því innan stjórnarflokkanna geti það auðveldlega gerst. „Við sáum það í byrjun sumars að þingið getur unnið hratt og örugglega ef vilji er fyrir því innan stjórnarflokkanna. Því gætum við unnið fljótt í um þrjár vikur og klárað fyrir lok ágúst og boðað þá til kosninga,“ segir Katrín. Birt var uppfærð starfsáætlun þingsins á vef Alþingis í gær, en í henni er gert ráð fyrir nefndafundum 10. til 12. ágúst og þingfundum frá 15. ágúst til 2. september.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira