Fleiri konur kjósa að fæða börn sín á sjúkrahúsinu á Akranesi Nadine Guðrún Yaghi og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 10. ágúst 2016 07:00 Konur sækja í að fæða á sjúkrahúsinu á Akranesi. vísir/pjetur Fæðingum á sjúkrahúsinu á Akranesi hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár og hafa verið á bilinu 250 til 270 á ári. Metið var slegið árið 2010 þegar fæðingar voru 358. Hafdís Rúnarsdóttir ljósmóðir segir ástæðuna meðal annars að konur fái að liggja inni í 36 klukkutíma eftir eðlilega fæðingu og í 48 tíma eftir keisaraskurð eða erfiðari fæðingar. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala er miðað við að konur sem fæða fyrsta barn liggi í 12 tíma eftir eðlilega fæðingu, annars 24 tíma.Hafdís Rúnarsdóttir, ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akranesi.MYND/ALDÍS PÁLSDÓTTIRHafdís segir einnig að hluti kvenna, meðal annars af Snæfellsnesi og frá Hvammstanga, fái að liggja fulla sængurlegu þar sem heimaþjónusta sé ekki í boði í þeirra heimabyggð. Þetta eigi einnig við um allar konur sem óski eftir því að fæða á Akranesi til að liggja inni í þrjá til fjóra daga. „Það hefur einnig verið jöfn og þétt aukning, sérstaklega frá nágrannabyggðum okkar eins og Mosfellsbæ og Kjalarnesi.“ Vegalengdin sé ekkert vandamál. „Ég bý sjálf í Mosfellsbæ og er 25 mínútur hingað, plan í plan. Ég myndi ekki alltaf komast á þeim tíma niður á Landspítala.“ Þá segir Hafdís að ljósmæður sem sinni mæðravernd á Stór-Reykjavíkursvæðinu hafi bent á Akranes sem valkost fyrir þær konur sem óski eftir heimilislegra umhverfi. „Hér er öll þjónusta í boði því við erum alltaf bæði með svæfingarlækni og fæðingarlækni á vakt ef á þarf að halda,“ segir Hafdís og bætir við að þetta sé reyndar valkostur sem allar konur hafi, burtséð frá því hvar þær kunni að hafa búsetu á landinu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Sjá meira
Fæðingum á sjúkrahúsinu á Akranesi hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár og hafa verið á bilinu 250 til 270 á ári. Metið var slegið árið 2010 þegar fæðingar voru 358. Hafdís Rúnarsdóttir ljósmóðir segir ástæðuna meðal annars að konur fái að liggja inni í 36 klukkutíma eftir eðlilega fæðingu og í 48 tíma eftir keisaraskurð eða erfiðari fæðingar. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala er miðað við að konur sem fæða fyrsta barn liggi í 12 tíma eftir eðlilega fæðingu, annars 24 tíma.Hafdís Rúnarsdóttir, ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akranesi.MYND/ALDÍS PÁLSDÓTTIRHafdís segir einnig að hluti kvenna, meðal annars af Snæfellsnesi og frá Hvammstanga, fái að liggja fulla sængurlegu þar sem heimaþjónusta sé ekki í boði í þeirra heimabyggð. Þetta eigi einnig við um allar konur sem óski eftir því að fæða á Akranesi til að liggja inni í þrjá til fjóra daga. „Það hefur einnig verið jöfn og þétt aukning, sérstaklega frá nágrannabyggðum okkar eins og Mosfellsbæ og Kjalarnesi.“ Vegalengdin sé ekkert vandamál. „Ég bý sjálf í Mosfellsbæ og er 25 mínútur hingað, plan í plan. Ég myndi ekki alltaf komast á þeim tíma niður á Landspítala.“ Þá segir Hafdís að ljósmæður sem sinni mæðravernd á Stór-Reykjavíkursvæðinu hafi bent á Akranes sem valkost fyrir þær konur sem óski eftir heimilislegra umhverfi. „Hér er öll þjónusta í boði því við erum alltaf bæði með svæfingarlækni og fæðingarlækni á vakt ef á þarf að halda,“ segir Hafdís og bætir við að þetta sé reyndar valkostur sem allar konur hafi, burtséð frá því hvar þær kunni að hafa búsetu á landinu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Sjá meira