Gunnar Bragi segir engan geta tekið við af Sigmundi Davíð Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. ágúst 2016 10:20 Gunnar Bragi Sveinsson telur ekki líklegt að slagur verði um formennsku Framsóknarflokksins. Vísir/GVA Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það glapræði að nefna dagsetningu fyrir kosningar. Þá segir hann engan líklegan til að bjóða sig fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni til formennsku í Framsóknarflokknum. „Ég er sannfærður um að hann verði formaður, enda sé ég engan annan sem ætlar að taka við eða getur tekið við,“ sagði Gunnar Bragi í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. „Ég vil fá Sigmund Davíð af krafti inn í baráttuna á ný til að leiða flokkinn,“ sagði Gunnar Bragi, sem jafnframt sagði stöðu Sigmundar Davíðs innan flokksins mjög góða. „Málið er það að Sigmundur Davíð er formaður flokksins og það er enginn sem er líklegur til að bjóða sig fram gegn honum. Hann hefur verið mjög traustur og góður formaður og ég ber fullt traust til hans. Ég held að hann sé okkur mjög mikilvægur í komandi kosningum. Þannig að ég get ekki séð að það verði endilega farið í eitthvert formannskjör þó við höldum flokksþing,“ segir Gunnar Bragi. „En ef hann ákveður að stíga til hliðar er það annað mál og þá eru eflaust fleiri sem færu að hugsa sig um.“Kjördagur ekki ákveðinn til að koma í veg fyrir málþóf Aðspurður hvers vegna ekki sé búið að ákveða kjördag, segir hann það vera til að koma í veg fyrir málþóf og tafir í þinginu. „Um leið og dagsetning verður komin þá er stjórnarandstaðan komin með ákveðið vopn í hendurnar,“ sagði Gunnar Bragi. „Ef að stjórnarandstaðan er tilbúin að hleypa þeim málum í gegn sem ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á, og ég vil meina að það séu fá umdeild mál þar inni, þá er hægt að nefna þessa dagsetningu. Stjórnarandstaðan hefur ekki verið tilbúin að gera þetta með þessum hætti og þess vegna liggur ekki dagsetningin fyrir. Það er algjört glapræði upp á störf þingsins og fyrir ríkisstjórnina, sem ætlar að ná ákveðnum málum í gegn, að nefna dagsetningu.“ Ráðherrann segir ríkisstjórnina hafa um fimmtíu mál sem hún vilji koma í gegnum þingið áður en gengið verði til kosninga. „Það eru eftir sirka fimmtíu mál, ég man ekki þessa tölu, sem að æskilegt er að verði kláruð. Það er sá rammi sem að ég held að sé nauðsynlegur. Það er óásættanlegt fyrir okkur að taka mál þar út af,“ sagði Gunnar Bragi. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra munu hitta þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á fimmtudag og fara meðal annars yfir það hvenær þingkosningar fari fram. Tengdar fréttir Reyna að ákveða dagsetningu þingkosninga á fimmtudag Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra munu hitta þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á fimmtudag og fara meðal annars yfir það hvenær þingkosningar fari fram. 10. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það glapræði að nefna dagsetningu fyrir kosningar. Þá segir hann engan líklegan til að bjóða sig fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni til formennsku í Framsóknarflokknum. „Ég er sannfærður um að hann verði formaður, enda sé ég engan annan sem ætlar að taka við eða getur tekið við,“ sagði Gunnar Bragi í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. „Ég vil fá Sigmund Davíð af krafti inn í baráttuna á ný til að leiða flokkinn,“ sagði Gunnar Bragi, sem jafnframt sagði stöðu Sigmundar Davíðs innan flokksins mjög góða. „Málið er það að Sigmundur Davíð er formaður flokksins og það er enginn sem er líklegur til að bjóða sig fram gegn honum. Hann hefur verið mjög traustur og góður formaður og ég ber fullt traust til hans. Ég held að hann sé okkur mjög mikilvægur í komandi kosningum. Þannig að ég get ekki séð að það verði endilega farið í eitthvert formannskjör þó við höldum flokksþing,“ segir Gunnar Bragi. „En ef hann ákveður að stíga til hliðar er það annað mál og þá eru eflaust fleiri sem færu að hugsa sig um.“Kjördagur ekki ákveðinn til að koma í veg fyrir málþóf Aðspurður hvers vegna ekki sé búið að ákveða kjördag, segir hann það vera til að koma í veg fyrir málþóf og tafir í þinginu. „Um leið og dagsetning verður komin þá er stjórnarandstaðan komin með ákveðið vopn í hendurnar,“ sagði Gunnar Bragi. „Ef að stjórnarandstaðan er tilbúin að hleypa þeim málum í gegn sem ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á, og ég vil meina að það séu fá umdeild mál þar inni, þá er hægt að nefna þessa dagsetningu. Stjórnarandstaðan hefur ekki verið tilbúin að gera þetta með þessum hætti og þess vegna liggur ekki dagsetningin fyrir. Það er algjört glapræði upp á störf þingsins og fyrir ríkisstjórnina, sem ætlar að ná ákveðnum málum í gegn, að nefna dagsetningu.“ Ráðherrann segir ríkisstjórnina hafa um fimmtíu mál sem hún vilji koma í gegnum þingið áður en gengið verði til kosninga. „Það eru eftir sirka fimmtíu mál, ég man ekki þessa tölu, sem að æskilegt er að verði kláruð. Það er sá rammi sem að ég held að sé nauðsynlegur. Það er óásættanlegt fyrir okkur að taka mál þar út af,“ sagði Gunnar Bragi. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra munu hitta þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á fimmtudag og fara meðal annars yfir það hvenær þingkosningar fari fram.
Tengdar fréttir Reyna að ákveða dagsetningu þingkosninga á fimmtudag Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra munu hitta þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á fimmtudag og fara meðal annars yfir það hvenær þingkosningar fari fram. 10. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Reyna að ákveða dagsetningu þingkosninga á fimmtudag Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra munu hitta þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á fimmtudag og fara meðal annars yfir það hvenær þingkosningar fari fram. 10. ágúst 2016 07:00