Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Atli Ísleifsson skrifar 19. október 2016 21:04 Sturla Pálsson. Vísir/GVA Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Íslands, viðurkenndi í yfirheyrslum hjá embætti sérstaks saksóknara árið 2012 að hafa brotið trúnað þegar hann greindi eiginkonu sinni frá aðgerðum Seðlabankans dagana fyrir setningu neyðarlaganna í október 2008. Eiginkona Sturlu starfaði á þeim tíma sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, málsvara fjármálafyrirtækja, og þar með banka, í hagsmunamálum þeirra. Í skýrslu sérstaks saksóknara, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að Sturlu hafi verið kynnt skjal við yfirheyrslu þar sem væri endurritað símtal milli hans og eiginkonu sinnar að kvöldi laugardagsins 4. október þar sem hann greinir henni frá því að hugsanlega yrði einum bankanna þriggja bjargað. Þá sagði hann Sigurjón Þ. Árnason, þáverandi bankastjóra Landsbankans, hafa verið hættan að hringja í Seðlabankann, vera „búinn að kasta inn handklæðinu, hann [væri] búinn að gefast upp. Einnig kemur fram að það séu bara Kaupþingsmenn núna og Landsbankinn sé farinn og ECB [Evrópski seðlabankinn] muni triggera það,“ að því er haft er eftir Sturlu. Við yfirheyrslur hjá sérstökum saksóknara sagðist Sturla kannast við símtalið og kvaðst hann „náttúrulega vera að brjóta trúnað með því að ræða þetta við konuna sína.“ Ljóst var að dagana áður en neyðarlögin voru sett, hafi einstaklingar með slíkar innherjaupplýsingar getað nýtt sér upplýsingar um raunverulega stöðu bankanna við opnun markaða á mánudeginum. Neyðarlögin voru svo samþykkt að síðla dags, mánudagsins 6. október 2008. Tengdar fréttir Samtalið verður ekki birt með samþykki Geirs Geir H. Haarde segir að forsætisráðherra eigi ekki að þurfa að sæta því að embættismenn hljóðriti samtöl við hann án hans vitundar. 19. október 2016 19:32 Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Íslands, viðurkenndi í yfirheyrslum hjá embætti sérstaks saksóknara árið 2012 að hafa brotið trúnað þegar hann greindi eiginkonu sinni frá aðgerðum Seðlabankans dagana fyrir setningu neyðarlaganna í október 2008. Eiginkona Sturlu starfaði á þeim tíma sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, málsvara fjármálafyrirtækja, og þar með banka, í hagsmunamálum þeirra. Í skýrslu sérstaks saksóknara, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að Sturlu hafi verið kynnt skjal við yfirheyrslu þar sem væri endurritað símtal milli hans og eiginkonu sinnar að kvöldi laugardagsins 4. október þar sem hann greinir henni frá því að hugsanlega yrði einum bankanna þriggja bjargað. Þá sagði hann Sigurjón Þ. Árnason, þáverandi bankastjóra Landsbankans, hafa verið hættan að hringja í Seðlabankann, vera „búinn að kasta inn handklæðinu, hann [væri] búinn að gefast upp. Einnig kemur fram að það séu bara Kaupþingsmenn núna og Landsbankinn sé farinn og ECB [Evrópski seðlabankinn] muni triggera það,“ að því er haft er eftir Sturlu. Við yfirheyrslur hjá sérstökum saksóknara sagðist Sturla kannast við símtalið og kvaðst hann „náttúrulega vera að brjóta trúnað með því að ræða þetta við konuna sína.“ Ljóst var að dagana áður en neyðarlögin voru sett, hafi einstaklingar með slíkar innherjaupplýsingar getað nýtt sér upplýsingar um raunverulega stöðu bankanna við opnun markaða á mánudeginum. Neyðarlögin voru svo samþykkt að síðla dags, mánudagsins 6. október 2008.
Tengdar fréttir Samtalið verður ekki birt með samþykki Geirs Geir H. Haarde segir að forsætisráðherra eigi ekki að þurfa að sæta því að embættismenn hljóðriti samtöl við hann án hans vitundar. 19. október 2016 19:32 Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Samtalið verður ekki birt með samþykki Geirs Geir H. Haarde segir að forsætisráðherra eigi ekki að þurfa að sæta því að embættismenn hljóðriti samtöl við hann án hans vitundar. 19. október 2016 19:32
Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30