Björgunarsveitin Víkverji frá Vík í Mýrdal hefur verið kölluð út vegna erlendar ferðakonu sem er í sjálfheldu í urðinni í Reynisfjöru rétt fyrir austan drangana. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.
Erfitt var að komast að konunni, nokkuð klettaklifur þurfti til, en nú eru þrír björgunarmenn komnir til hennar. Undirbúningur við að koma henni niður stendur yfir en til þess þarf nokkra línuvinnu og erfitt er að athafna sig í brattri skriðunni þar sem hún er stödd.
Uppfært klukkan 15:38
Orri Örvarsson, formaður Víkverja, segir að búið sé að ná konunni niður og björgunaraðgerðir hafi gengið vel. Konan var mjög austarlega í Reynisfjöru, vel austan við hellinn og til móts við Drangana, á stað sem hefur ekki verið fært á lengi. Þar hafi hún klifrað upp en svo ekki þorað niður og þannig verið í sjálfheldu.
Átta björgunarsveitarmenn frá Víkverja komu að björguninni en ferðamaðurinn var kona um þrítugt og í góðu formi.
Kona í sjálfheldu í Reynisfjöru

Tengdar fréttir

Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi
Íslendingar ánægðir með íslenska náttúru í erlendum myndum en bransinn vill meira.

Ferðamaður fórst í Reynisfjöru
Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss

Leiðsögumaður í Reynisfjöru: „Maður fær bara skammir“
"Ég var að reka alla upp ofar í fjöruna hægra megin og þá voru allt í einu allir komnir vinstra megin,“ segir Hermann Valsson.