Vigdís brött: „Að gengisfella sjálfan sig er glæpur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. apríl 2016 10:55 Vigdís inni á Alþingi í vikunni þegar mótmælin stóðu sem hæst. vísir/vilhelm „Kæru vinir - ég þakka ykkur allar kveðjurnar, peppið og stuðninginn - eins og 2013 er ég afar brött - lífið er dásamlegt og vorið líka,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, í stöðufærslu á Facebook. Vigdís sagðist í gær vera afar sátt við ráðherraefni flokksins, Lilju Alfreðsdóttur. Lilja verður utanþingsráðherra í nýrri ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Nú hefur komið fram að Lilja verði utanríkisráðherra.Vigdís sagði Lilju vera færa konu. „En mér finnst forysta flokksins hafa gengið fram hjá mér í annað sinn,“ sagði Vigdís í gær. Fannst mörgum gengið framhjá Vigdísi við ráðherraskipan þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn mynduðu ríkisstjórn árið 2013. „Að þessu tilefni birti ég stjörnuspá dagsins úr Mogga: „Að gengisfella sjálfan sig er glæpur. Styrkur þinn mun leiða þig áfram og ryðja öllum hindrunum úr vegi,“ segir hún ennfremur í stöðufærslunni. Vigdís er fædd í mars og er stjörnumerki hennar Fiskurinn. Sigga Kling birti stjörnuspá sína fyrir aprílmánuð á dögunum og má lesa og horfa á stjörnuspá hennar fyrir Fiskinn hér að neðan. Stjörnuspá Siggu Kling - FiskurinnElsku fallegi, góði blíði og stórkostlegi Fiskurinn minn. Þú tekur þátt í lífinu af svo miklum krafti og eldmóði að stundum getur þú sprengt þig. Það er bara eðlilegt. Þetta er eins og þegar maður heldur brjálað partí og daginn eftir þarf maður að taka til. Þér getur fundist þú vera pínu leiður yfir því en það er ekki meira en það. Kannski ertu bara þreyttur eftir allt partístandið – en þú jafnar þig fljótt. Þú ert að gera alla hluti alveg hárrétt. Ekki vera að hugsa um hvað þú þarft að gera fyrir alla í kringum þig, því þá eyðir þú kraftinum þínum hægri og vinstri. Um leið og þú ákveður hvaða leið þú ætlar að fara, því það að taka ákvörðunina skiptir öllu máli, þá byrja hlutirnir að rúlla. Þú ert svo frelsis- og friðelskandi að það er alveg dásamlegt. Stundum leggur þú þig of mikið í líma við að vera sammála öllum og það er þreytandi fyrir orkuna og dregur úr henni. Þú þarft að nota sterk orð og hugsanir eins og: Mér er skítsama um hvað aðrir eru að pæla! Hættu þessari stjórnsemi. Lífið á bara eftir að leika við þig um leið og þú sleppir. Fólk vill líkjast þér og það öfundar þig af því að þú berð þig svo vel samt er hugurinn þinn alltaf að flækjast svolítið fyrir þér. Þú gerir of mikið vesen úr litlum hlutum sem hafa aldrei orðið þér að falli og þeir eru ekki að fara að verða þér að falli á næstunni. Í þessum tíma sem þú ert í núna byggjast upp nýjar hugmyndir sem þú færð fítonskraft til að framkvæma og hjartað mun senda þér svörin sem þú óskar eftir. Í kringum þig er hópur fólks sem elskar þig og hvetur þig til dáða. Hlustaðu betur á þeirra rödd á næstunni því það eru að hellast yfir þig skemmtileg skilaboð sem alheimurinn er að senda þér í gegnum fólkið í kringum þig. Þú ert svo hvetjandi og spennandi týpa, svo þú skalt sjálfur fara að hvetja þig áfram, “I can do it!” er mottó mánaðarins og þú munt svo sannarlega sjá hvað lífið er stórmerkilegt. Og mig langar svo að senda þér þessi skilaboð fyrir næsta mánuð, en ég kann ekki beint að þýða þau á íslensku, og skilaboðin eru: “The sky is the limit.” Njóttu lífsins, og elskaðu sjálfan þig! Lífið er gott, Þín Sigga Kling Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
„Kæru vinir - ég þakka ykkur allar kveðjurnar, peppið og stuðninginn - eins og 2013 er ég afar brött - lífið er dásamlegt og vorið líka,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, í stöðufærslu á Facebook. Vigdís sagðist í gær vera afar sátt við ráðherraefni flokksins, Lilju Alfreðsdóttur. Lilja verður utanþingsráðherra í nýrri ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Nú hefur komið fram að Lilja verði utanríkisráðherra.Vigdís sagði Lilju vera færa konu. „En mér finnst forysta flokksins hafa gengið fram hjá mér í annað sinn,“ sagði Vigdís í gær. Fannst mörgum gengið framhjá Vigdísi við ráðherraskipan þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn mynduðu ríkisstjórn árið 2013. „Að þessu tilefni birti ég stjörnuspá dagsins úr Mogga: „Að gengisfella sjálfan sig er glæpur. Styrkur þinn mun leiða þig áfram og ryðja öllum hindrunum úr vegi,“ segir hún ennfremur í stöðufærslunni. Vigdís er fædd í mars og er stjörnumerki hennar Fiskurinn. Sigga Kling birti stjörnuspá sína fyrir aprílmánuð á dögunum og má lesa og horfa á stjörnuspá hennar fyrir Fiskinn hér að neðan. Stjörnuspá Siggu Kling - FiskurinnElsku fallegi, góði blíði og stórkostlegi Fiskurinn minn. Þú tekur þátt í lífinu af svo miklum krafti og eldmóði að stundum getur þú sprengt þig. Það er bara eðlilegt. Þetta er eins og þegar maður heldur brjálað partí og daginn eftir þarf maður að taka til. Þér getur fundist þú vera pínu leiður yfir því en það er ekki meira en það. Kannski ertu bara þreyttur eftir allt partístandið – en þú jafnar þig fljótt. Þú ert að gera alla hluti alveg hárrétt. Ekki vera að hugsa um hvað þú þarft að gera fyrir alla í kringum þig, því þá eyðir þú kraftinum þínum hægri og vinstri. Um leið og þú ákveður hvaða leið þú ætlar að fara, því það að taka ákvörðunina skiptir öllu máli, þá byrja hlutirnir að rúlla. Þú ert svo frelsis- og friðelskandi að það er alveg dásamlegt. Stundum leggur þú þig of mikið í líma við að vera sammála öllum og það er þreytandi fyrir orkuna og dregur úr henni. Þú þarft að nota sterk orð og hugsanir eins og: Mér er skítsama um hvað aðrir eru að pæla! Hættu þessari stjórnsemi. Lífið á bara eftir að leika við þig um leið og þú sleppir. Fólk vill líkjast þér og það öfundar þig af því að þú berð þig svo vel samt er hugurinn þinn alltaf að flækjast svolítið fyrir þér. Þú gerir of mikið vesen úr litlum hlutum sem hafa aldrei orðið þér að falli og þeir eru ekki að fara að verða þér að falli á næstunni. Í þessum tíma sem þú ert í núna byggjast upp nýjar hugmyndir sem þú færð fítonskraft til að framkvæma og hjartað mun senda þér svörin sem þú óskar eftir. Í kringum þig er hópur fólks sem elskar þig og hvetur þig til dáða. Hlustaðu betur á þeirra rödd á næstunni því það eru að hellast yfir þig skemmtileg skilaboð sem alheimurinn er að senda þér í gegnum fólkið í kringum þig. Þú ert svo hvetjandi og spennandi týpa, svo þú skalt sjálfur fara að hvetja þig áfram, “I can do it!” er mottó mánaðarins og þú munt svo sannarlega sjá hvað lífið er stórmerkilegt. Og mig langar svo að senda þér þessi skilaboð fyrir næsta mánuð, en ég kann ekki beint að þýða þau á íslensku, og skilaboðin eru: “The sky is the limit.” Njóttu lífsins, og elskaðu sjálfan þig! Lífið er gott, Þín Sigga Kling
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira