Jóhannes Kr. faldi sig í sumarbústað í Borgarfirðinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2016 14:51 Jóhannes Kr. í Borgarfirðinum á meðan hann kafaði í gegnum Panama-skjölin. Skjáskot úr sænska sjónvarpinu „Kollegar mínir úti í heimi eru farnir að kalla mig „The lonely journalist“. Ég er búinn að vera einmana í þessu starfi því það eru mjög fáir sem ég hef getað leitað til,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamaður. Jóhannes var til umfjöllunar í sænska fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning í gærkvöldi. „Ég veit alveg hvernig mér sjálfum myndi líða ef vinur minn kæmi til mín og segðist vera að vinna að stærsta leka sögunnar. Ég hef alltaf varann á mér. Ísland er mjög lítið land.“Sjá einnig:Eggert, Finnur og Róbert í vinnuskjölum Jóhannesar Jóhannes lýsir því í viðtalinu, sem tekið er um þremur mánuðum fyrir birtingu upplýsinga úr Panama-gögnunum síðastliðinn sunnudag, að hann haldi til í sumarhúsi í Borgarfirðinum. „Hér hef ég fengið frið. Hér get ég verið rólegur. Breitt úr mér með öll blöðin mín.“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á leiðinni út úr viðtalinu við Jóhannes Kr. Kristjánsson.Hann segist í viðtalinu velta fyrir sér hverjar afleiðingarnar geti orðið. „Þetta er mjög áhrifaríkt fólk sem við erum að ræða um. Ráðherrar, mjög ríkir einstaklingar bæði hér á Íslandi og úti í heimi. Ég held ða heimurinn sem við erum að skyggnast inn í sýni hvernig græðgin getur farið í fólk.“ Sven Bergman hjá sænska sjónvarpinu heimsækir Jóhannes í sumarhúsið. Þeir hafa þekkst nokkuð lengi og unnið saman áður. „En aldrei í rannsóknarvinnu af þessari stærðargráðu,“ segir Sven.Þátt Reykjavík Media og Kastljóss má sjá hér að neðan.Jóhannes upplýsir að fólk hafi hringt í konu hans vegna fjarveru hans vikurnar á undan. Þau spyrji hvað gangi á. „Hvar er Jóhannes? Af hverju er hann ekki að vinna?“ Jóhannes upplýsir að fólk hafi haldið að hann væri orðinn latur en það myndi komast að sannleikanum. „81 dagur, 23 klukkustundir og 15 mínútur,“ sagði Jóhannes í viðtalinu í sumarbústaðnum sem tekið var í janúar. Var hann þá að miða við hvenær kvöldfréttir færu í loftið sunnudagskvöldið 3. apríl.Sænska þáttinn í heild sinni má sjá hér. Þar má sjá Jóhannes og sænsku kollegana undirbúa viðtalið við Sigmund Davíð í ráðherrabústaðnum. Sven Bergman hefur áhyggjur af því að Jóhannes Kr. muni hata sig klúðri hann viðtalinu. „Hann mun hata mig allt sitt líf,“ sagði Jóhannes Kr. meðal annars um væntanlega viðbrögð Sigmundar Davíðs við viðtalinu. Panama-skjölin Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Sjá meira
„Kollegar mínir úti í heimi eru farnir að kalla mig „The lonely journalist“. Ég er búinn að vera einmana í þessu starfi því það eru mjög fáir sem ég hef getað leitað til,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamaður. Jóhannes var til umfjöllunar í sænska fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning í gærkvöldi. „Ég veit alveg hvernig mér sjálfum myndi líða ef vinur minn kæmi til mín og segðist vera að vinna að stærsta leka sögunnar. Ég hef alltaf varann á mér. Ísland er mjög lítið land.“Sjá einnig:Eggert, Finnur og Róbert í vinnuskjölum Jóhannesar Jóhannes lýsir því í viðtalinu, sem tekið er um þremur mánuðum fyrir birtingu upplýsinga úr Panama-gögnunum síðastliðinn sunnudag, að hann haldi til í sumarhúsi í Borgarfirðinum. „Hér hef ég fengið frið. Hér get ég verið rólegur. Breitt úr mér með öll blöðin mín.“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á leiðinni út úr viðtalinu við Jóhannes Kr. Kristjánsson.Hann segist í viðtalinu velta fyrir sér hverjar afleiðingarnar geti orðið. „Þetta er mjög áhrifaríkt fólk sem við erum að ræða um. Ráðherrar, mjög ríkir einstaklingar bæði hér á Íslandi og úti í heimi. Ég held ða heimurinn sem við erum að skyggnast inn í sýni hvernig græðgin getur farið í fólk.“ Sven Bergman hjá sænska sjónvarpinu heimsækir Jóhannes í sumarhúsið. Þeir hafa þekkst nokkuð lengi og unnið saman áður. „En aldrei í rannsóknarvinnu af þessari stærðargráðu,“ segir Sven.Þátt Reykjavík Media og Kastljóss má sjá hér að neðan.Jóhannes upplýsir að fólk hafi hringt í konu hans vegna fjarveru hans vikurnar á undan. Þau spyrji hvað gangi á. „Hvar er Jóhannes? Af hverju er hann ekki að vinna?“ Jóhannes upplýsir að fólk hafi haldið að hann væri orðinn latur en það myndi komast að sannleikanum. „81 dagur, 23 klukkustundir og 15 mínútur,“ sagði Jóhannes í viðtalinu í sumarbústaðnum sem tekið var í janúar. Var hann þá að miða við hvenær kvöldfréttir færu í loftið sunnudagskvöldið 3. apríl.Sænska þáttinn í heild sinni má sjá hér. Þar má sjá Jóhannes og sænsku kollegana undirbúa viðtalið við Sigmund Davíð í ráðherrabústaðnum. Sven Bergman hefur áhyggjur af því að Jóhannes Kr. muni hata sig klúðri hann viðtalinu. „Hann mun hata mig allt sitt líf,“ sagði Jóhannes Kr. meðal annars um væntanlega viðbrögð Sigmundar Davíðs við viðtalinu.
Panama-skjölin Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent