Hlakkar til að segja nei við vantrausti og ætlar svo í frí með konu og barni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2016 15:33 Sigmundur Davíð yfirgefur Bessastaði eftir ríkiðsráðsfundinn. Vísir/Anton Brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir það mikið fagnaðarefni að það sé að takast að halda ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins starfandi undir forsæti Sigurði Inga Jóhannssyni. „Hann er svo sannarlega hæfur í það starf,“ segir Sigmundur og gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórninni takist að ljúka þeim stóru verkum sem séu á dagskrá. Hann sagðist virkilega ánægður og stoltur af verkum ríkisstjórnarinnar til þessa. „Þess vegna treysti ég á að þetta góða fólk muni ná sem mestum árangri í því,“ sagði Sigmundur og vísaði til nýskipaðrar ríkisstjórnar.Sigmundur Davíð yfirgefur Bessastaði sem óbreyttur þingmaður.Vísir/SveinnVerkefnin aðalatriðið Sigmundur var spurður að því hvort um persónulegt áfall væri að ræða fyrir hann: „Auðvitað hefði maður viljað fylgja þessum verkefnum eftir til enda en aðalatriðið er að verkefnin klárist , menn fái svigrúm og frið til að klára þessi verkefni og gera það sem best. Það var ekki æskilegt að ég færi að taka mína stöðu eða ég kláraði öll málin, aðalatriðið væru þessi verkefni.“ Aðspurður um næstu verkefni sagði Sigmundur Davíð: „Ég mun sjálfur byrja á því væntanlega að mæta í þingið og verja ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks vantrausti, það er tilhlökkunarefni eins og það hefur verið hjá mér um nokkurt skeið. Í framhaldi af því ætla ég í smá frí með konunni minni og barni, njóta þess að vera með þeim í rólegheitum.“Anna Sigurlaug Pálsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherraVísirVill ferðast um landið Þá sagðist hann ætla að nýta tímann til að setja sig í samband við fjölmargt fólk um allt land sem hafi sent honum heillaóskir, baráttukveðjur og hlýja strauma. Nú ætlaði hann að svara þessu fólki því hann hefði ekki haft tíma til þess. Svo ætlaði hann í ferðalag um landið og ræða við þetta sama fólk um stöðuna í samfélaginu, ræða öll þau mál sem fólki kann að liggja á brjósti og hlakki til þeirrar umræðu. Kvaddi hann í framhaldinu og gekk að ráðherrabíl sínum með hjörð fjölmiðlamanna og nokkra háværa mótmælendur á eftir sér. Panama-skjölin Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir það mikið fagnaðarefni að það sé að takast að halda ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins starfandi undir forsæti Sigurði Inga Jóhannssyni. „Hann er svo sannarlega hæfur í það starf,“ segir Sigmundur og gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórninni takist að ljúka þeim stóru verkum sem séu á dagskrá. Hann sagðist virkilega ánægður og stoltur af verkum ríkisstjórnarinnar til þessa. „Þess vegna treysti ég á að þetta góða fólk muni ná sem mestum árangri í því,“ sagði Sigmundur og vísaði til nýskipaðrar ríkisstjórnar.Sigmundur Davíð yfirgefur Bessastaði sem óbreyttur þingmaður.Vísir/SveinnVerkefnin aðalatriðið Sigmundur var spurður að því hvort um persónulegt áfall væri að ræða fyrir hann: „Auðvitað hefði maður viljað fylgja þessum verkefnum eftir til enda en aðalatriðið er að verkefnin klárist , menn fái svigrúm og frið til að klára þessi verkefni og gera það sem best. Það var ekki æskilegt að ég færi að taka mína stöðu eða ég kláraði öll málin, aðalatriðið væru þessi verkefni.“ Aðspurður um næstu verkefni sagði Sigmundur Davíð: „Ég mun sjálfur byrja á því væntanlega að mæta í þingið og verja ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks vantrausti, það er tilhlökkunarefni eins og það hefur verið hjá mér um nokkurt skeið. Í framhaldi af því ætla ég í smá frí með konunni minni og barni, njóta þess að vera með þeim í rólegheitum.“Anna Sigurlaug Pálsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherraVísirVill ferðast um landið Þá sagðist hann ætla að nýta tímann til að setja sig í samband við fjölmargt fólk um allt land sem hafi sent honum heillaóskir, baráttukveðjur og hlýja strauma. Nú ætlaði hann að svara þessu fólki því hann hefði ekki haft tíma til þess. Svo ætlaði hann í ferðalag um landið og ræða við þetta sama fólk um stöðuna í samfélaginu, ræða öll þau mál sem fólki kann að liggja á brjósti og hlakki til þeirrar umræðu. Kvaddi hann í framhaldinu og gekk að ráðherrabíl sínum með hjörð fjölmiðlamanna og nokkra háværa mótmælendur á eftir sér.
Panama-skjölin Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Sjá meira