Stjórnarandstaðan bíður eftir viðbrögðum Sjálfstæðisflokksins Birta Björnsdóttir skrifar 25. mars 2016 16:34 Formaður Bjartrar framtíðar furðar sig á því að forsætisráðherra þyki eðiliegt að skilgreina siðferði sitt sjálfur. Hann segist bíða eftir viðbrögðum Sjálfstæðisflokksins af málinu. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, skrifaði færslu á Facebook í gær í kjölfar viðtals við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í Fréttablaðinu. Þar segist Óttarr meðal annars fá dálítið í magann yfir forsætisráðherra sem finnst fullkomlega eðlilegt að deila ekki kjörum sínum með þjóð sinni sem er föst innan gjaldeyrishafta, forsætisráðherra sem líkir hagsmunum af hundruð milljóna kröfu við hagsmuni almennings í gegnum lífeyrissjóði. „Ég hef verið hugsi eins og svo margir aðrir alveg síðan að málið kom upp. Verið að reyna átta mig á því. Síðan skrifaði ég viðbrögð við tiltali við forsætisráðherra í gær sem mér fannst vera svo makalaust. Ég átti nú von á því að forsætisráðherra áttaði sig á því hvað fólki þætti skrítið að hann skyldi ekki hafa látið vita af þessu fyrr og átti ekki von á því að hann kæmi svona sterkt fram með þá skoðun að hann teldi það fullkomlega eðlilegt að hann skilgreindi sitt siðferði sjálfur,“ segir Óttar í samtali við fréttastofu. „Það hefur verið gefið í skyn að það séu fleiri upplýsingar sem eigi eftir að koma í ljós. Við eigum eftir að skoða betur og átta okkur betur á því hvort þetta hafi verið vanhæfi og svo framvegis. Við í Bjartri framtíð, eins og aðrir flokkar, erum að reyna að átta okkur á ástandinu og næstu skrefum í þinginu.“ Óttar segir að stjórnarandstaðan hafi ekki fundað formlega undanfarna daga þar sem að fundahlé standi nú yfir á Alþingi. Nokkrir fulltrúar hafi hist og rætt málin á borgarafundi um heilbrigðismál. „Við höfum enn ekki ákveðið neitt enda biðum við eftir viðbrögðum frá forsætisráðherra. Síðan bíðum við enn eftir viðbrögðum Sjálfstæðisflokksins,“ segir Óttar að lokum.Er hugsi.Ég á erfitt með forsætisráðherra sem takmarkar siðferðisskyldur sínar við þrengsta lagabókstaf. Ég held ég sé...Posted by Óttarr Proppé on Thursday, 24 March 2016 Alþingi Tengdar fréttir Prófsteinn á lærdóma hrunsins Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun telur að það hafi ekki verið heiðarlegt hjá forsætisráðherra að halda tilvist félagsins Wintris á Jómfrúreyjum leyndri fyrir þjóðinni. Hann telur málið prófstein á lærdóma hrunsins og rannsóknarskýrslu Alþingis. 24. mars 2016 18:30 Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00 Æpandi þögn á stjórnarheimilinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hunsar fyrirspurnir fjölmiðla. 22. mars 2016 15:53 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Formaður Bjartrar framtíðar furðar sig á því að forsætisráðherra þyki eðiliegt að skilgreina siðferði sitt sjálfur. Hann segist bíða eftir viðbrögðum Sjálfstæðisflokksins af málinu. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, skrifaði færslu á Facebook í gær í kjölfar viðtals við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í Fréttablaðinu. Þar segist Óttarr meðal annars fá dálítið í magann yfir forsætisráðherra sem finnst fullkomlega eðlilegt að deila ekki kjörum sínum með þjóð sinni sem er föst innan gjaldeyrishafta, forsætisráðherra sem líkir hagsmunum af hundruð milljóna kröfu við hagsmuni almennings í gegnum lífeyrissjóði. „Ég hef verið hugsi eins og svo margir aðrir alveg síðan að málið kom upp. Verið að reyna átta mig á því. Síðan skrifaði ég viðbrögð við tiltali við forsætisráðherra í gær sem mér fannst vera svo makalaust. Ég átti nú von á því að forsætisráðherra áttaði sig á því hvað fólki þætti skrítið að hann skyldi ekki hafa látið vita af þessu fyrr og átti ekki von á því að hann kæmi svona sterkt fram með þá skoðun að hann teldi það fullkomlega eðlilegt að hann skilgreindi sitt siðferði sjálfur,“ segir Óttar í samtali við fréttastofu. „Það hefur verið gefið í skyn að það séu fleiri upplýsingar sem eigi eftir að koma í ljós. Við eigum eftir að skoða betur og átta okkur betur á því hvort þetta hafi verið vanhæfi og svo framvegis. Við í Bjartri framtíð, eins og aðrir flokkar, erum að reyna að átta okkur á ástandinu og næstu skrefum í þinginu.“ Óttar segir að stjórnarandstaðan hafi ekki fundað formlega undanfarna daga þar sem að fundahlé standi nú yfir á Alþingi. Nokkrir fulltrúar hafi hist og rætt málin á borgarafundi um heilbrigðismál. „Við höfum enn ekki ákveðið neitt enda biðum við eftir viðbrögðum frá forsætisráðherra. Síðan bíðum við enn eftir viðbrögðum Sjálfstæðisflokksins,“ segir Óttar að lokum.Er hugsi.Ég á erfitt með forsætisráðherra sem takmarkar siðferðisskyldur sínar við þrengsta lagabókstaf. Ég held ég sé...Posted by Óttarr Proppé on Thursday, 24 March 2016
Alþingi Tengdar fréttir Prófsteinn á lærdóma hrunsins Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun telur að það hafi ekki verið heiðarlegt hjá forsætisráðherra að halda tilvist félagsins Wintris á Jómfrúreyjum leyndri fyrir þjóðinni. Hann telur málið prófstein á lærdóma hrunsins og rannsóknarskýrslu Alþingis. 24. mars 2016 18:30 Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00 Æpandi þögn á stjórnarheimilinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hunsar fyrirspurnir fjölmiðla. 22. mars 2016 15:53 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Prófsteinn á lærdóma hrunsins Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun telur að það hafi ekki verið heiðarlegt hjá forsætisráðherra að halda tilvist félagsins Wintris á Jómfrúreyjum leyndri fyrir þjóðinni. Hann telur málið prófstein á lærdóma hrunsins og rannsóknarskýrslu Alþingis. 24. mars 2016 18:30
Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00
Æpandi þögn á stjórnarheimilinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hunsar fyrirspurnir fjölmiðla. 22. mars 2016 15:53