Taekwondo meistaranum gert að yfirgefa landið Birgir Örn Steinarsson skrifar 13. maí 2016 13:35 Malsor hefur þurft að slá lán hjá íslenskum vinum sínum til þess að eiga fyrir ferðinni heim. Hann ferðast með eiginkonu sína og nýfætt barn þeirra. Vísir/Vilhelm Malsor Tafa taekwondo meistarinn frá Kósóvó sem Vísir fjallaði um í apríl hefur verið gefið að yfirgefa landið eins fljótt og auðið er. Tafa hefur sótt um dvalarleyfi hér á landi að sökum íþróttaþátttöku en hann hefur verið nær ómissandi við dómgæslu á mótum hérlendis frá því í fyrra. Í reglugerð Útlendingastofnunar mega umsækjendur ekki vera á landinu á meðan unnið er í málum þeirra en lögmaður hans sótti um undantekningu frá því þar sem Tafa er nýbakaður faðir. Því var nýverið hafnað og er honum gefið að yfirgefa landið fyrir 19. maí næstkomandi.Ætlar að fara sjálfviljugurTafa og fjölskylda hans hefur gengist að þessu og vinnur nú að því að kaupa sér flugmiða. Hann segist virða reglugerð landsins og vonast eftir því að málið fái fljóta afgreiðslu. Taikwondo samband Íslands og fleiri sem að íþróttinni koma hér á landi hafa sent Útlendingastofnun fjölda bréfa þar sem stofnunin er hvött til þess að gefa honum dvalarleyfi. Tafa þykir afbragðs dómari en aðeins einn annar á Íslandi hefur alþjóðleg réttindi til þess að sinna dómgæslu. „Ég þarf að yfirgefa landið á meðan þau vinna úr þessu og ég má ekkert koma til baka á meðan á málinu stendur,“ segir Tafa. „Við vitum ekkert hvað mun gerast þegar við komum til Kósóvó. Ég þarf að borga leigu þar. Við erum ekki enn komin með húsnæði í Kósóvó. Ég er að reyna vinna í því en það mun pottþétt vera dýrt.“ Til þess að komast héðan hefur hann þurft að taka lán upp um 700 þúsund krónur frá vinum sínum hér á Íslandi sem hann hyggst greiða til baka þegar hann kemur aftur. Á sínum tíma yfirgaf hann Kósóvó vegna efnahagslegra ástæðna en hann er menntaður prófessor í landafræði en enga vinnu var að fá í faginu þar. Vegna slæmrar fjárhagslegrar stöðu sinnar óttaðist hann að hann þyrfti að yfirgefa eiginkonu sína hér og nýfætt barn en vegna lánsins geta þau nú öll farið.Malsor hefur verið fengið til þess að dæma á öllum mótum TKÍ frá því að þeir vissu af honum hér.Vísir/EinkasafnSegir körfuboltamenn fá aðra meðferð Malsor Tafa kvartar yfir því að fá engin svör um hversu lengi það muni taka að vinna úr máli hans. Hann hefur ekki góða reynslu af stofnuninni. Hann sótti um dvalarleyfi á grundvelli íþróttaiðkunar í desember og segist hafa misst í kjölfarið atvinnuleyfi sitt þar sem ekki megi gefa út slíkt á meðan á umsókn standi. Það tók stofnunina rúmlega sex mánuði að svara. Málið tafðist enn frekar þegar hann sótti um undantekningu um að fá að vera hér á meðan unnið yrði úr umsókninni. Hann fékk formlega synjun við þeirri bón sinni 12. maí og var gefin vika til þess að fara. „Við þurfum að fá að vita hvenær og hvort við megum koma aftur. Málið er í höndum Útlendingastofnunar. Ég skil ekki hvað málið er, því körfuboltamenn hafa komið hingað, sótt um dvalarleyfi vegna íþróttaiðkunar og það hefur ekki verið neitt mál.“ Aðstaða gegn hælisleitendum frá Kósóvó gæti verið að breytast verulega í kerfinu hér þar sem þjóðin hefur verið samþykkt inn í Schengen sáttmálann. Það þýðir að bráðlega hljóta Kósóvóar sömu réttindi og flestar aðrar Evópuþjóðir hvað varðar tímabundna búsetu erlendis. Flóttamenn Tengdar fréttir „Eins og þau vilji slíta fjölskyldu mína í sundur“ Malsor Tafa er alþjóðlegur meistari í Taekwondo og nýbakaður faðir sem er að sækja um dvalarleyfi hér á grundvelli íþróttaiðkunar. Honum einum er gert að yfirgefa landið á meðan umsókn hans er unnin en hann vill ekki fara frá fjölskyldu sinni. Taekwondosamband Íslands segir hann ómissandi. 1. apríl 2016 10:13 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Sjá meira
Malsor Tafa taekwondo meistarinn frá Kósóvó sem Vísir fjallaði um í apríl hefur verið gefið að yfirgefa landið eins fljótt og auðið er. Tafa hefur sótt um dvalarleyfi hér á landi að sökum íþróttaþátttöku en hann hefur verið nær ómissandi við dómgæslu á mótum hérlendis frá því í fyrra. Í reglugerð Útlendingastofnunar mega umsækjendur ekki vera á landinu á meðan unnið er í málum þeirra en lögmaður hans sótti um undantekningu frá því þar sem Tafa er nýbakaður faðir. Því var nýverið hafnað og er honum gefið að yfirgefa landið fyrir 19. maí næstkomandi.Ætlar að fara sjálfviljugurTafa og fjölskylda hans hefur gengist að þessu og vinnur nú að því að kaupa sér flugmiða. Hann segist virða reglugerð landsins og vonast eftir því að málið fái fljóta afgreiðslu. Taikwondo samband Íslands og fleiri sem að íþróttinni koma hér á landi hafa sent Útlendingastofnun fjölda bréfa þar sem stofnunin er hvött til þess að gefa honum dvalarleyfi. Tafa þykir afbragðs dómari en aðeins einn annar á Íslandi hefur alþjóðleg réttindi til þess að sinna dómgæslu. „Ég þarf að yfirgefa landið á meðan þau vinna úr þessu og ég má ekkert koma til baka á meðan á málinu stendur,“ segir Tafa. „Við vitum ekkert hvað mun gerast þegar við komum til Kósóvó. Ég þarf að borga leigu þar. Við erum ekki enn komin með húsnæði í Kósóvó. Ég er að reyna vinna í því en það mun pottþétt vera dýrt.“ Til þess að komast héðan hefur hann þurft að taka lán upp um 700 þúsund krónur frá vinum sínum hér á Íslandi sem hann hyggst greiða til baka þegar hann kemur aftur. Á sínum tíma yfirgaf hann Kósóvó vegna efnahagslegra ástæðna en hann er menntaður prófessor í landafræði en enga vinnu var að fá í faginu þar. Vegna slæmrar fjárhagslegrar stöðu sinnar óttaðist hann að hann þyrfti að yfirgefa eiginkonu sína hér og nýfætt barn en vegna lánsins geta þau nú öll farið.Malsor hefur verið fengið til þess að dæma á öllum mótum TKÍ frá því að þeir vissu af honum hér.Vísir/EinkasafnSegir körfuboltamenn fá aðra meðferð Malsor Tafa kvartar yfir því að fá engin svör um hversu lengi það muni taka að vinna úr máli hans. Hann hefur ekki góða reynslu af stofnuninni. Hann sótti um dvalarleyfi á grundvelli íþróttaiðkunar í desember og segist hafa misst í kjölfarið atvinnuleyfi sitt þar sem ekki megi gefa út slíkt á meðan á umsókn standi. Það tók stofnunina rúmlega sex mánuði að svara. Málið tafðist enn frekar þegar hann sótti um undantekningu um að fá að vera hér á meðan unnið yrði úr umsókninni. Hann fékk formlega synjun við þeirri bón sinni 12. maí og var gefin vika til þess að fara. „Við þurfum að fá að vita hvenær og hvort við megum koma aftur. Málið er í höndum Útlendingastofnunar. Ég skil ekki hvað málið er, því körfuboltamenn hafa komið hingað, sótt um dvalarleyfi vegna íþróttaiðkunar og það hefur ekki verið neitt mál.“ Aðstaða gegn hælisleitendum frá Kósóvó gæti verið að breytast verulega í kerfinu hér þar sem þjóðin hefur verið samþykkt inn í Schengen sáttmálann. Það þýðir að bráðlega hljóta Kósóvóar sömu réttindi og flestar aðrar Evópuþjóðir hvað varðar tímabundna búsetu erlendis.
Flóttamenn Tengdar fréttir „Eins og þau vilji slíta fjölskyldu mína í sundur“ Malsor Tafa er alþjóðlegur meistari í Taekwondo og nýbakaður faðir sem er að sækja um dvalarleyfi hér á grundvelli íþróttaiðkunar. Honum einum er gert að yfirgefa landið á meðan umsókn hans er unnin en hann vill ekki fara frá fjölskyldu sinni. Taekwondosamband Íslands segir hann ómissandi. 1. apríl 2016 10:13 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Sjá meira
„Eins og þau vilji slíta fjölskyldu mína í sundur“ Malsor Tafa er alþjóðlegur meistari í Taekwondo og nýbakaður faðir sem er að sækja um dvalarleyfi hér á grundvelli íþróttaiðkunar. Honum einum er gert að yfirgefa landið á meðan umsókn hans er unnin en hann vill ekki fara frá fjölskyldu sinni. Taekwondosamband Íslands segir hann ómissandi. 1. apríl 2016 10:13